Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

11.12.2017 09:18

Stjórnarfundur 10.12.2017

Stjórnarfundur Golfklúbbsins Vestarr

haldinn 10.des. að Grundargötu 18 kl.20.00

 

Fundur settur

Fundargerð seinasta fundar samþykkt

Aðalfundur ákveðinn 8.jan.2018. Það vantar nýjan gjaldkera þar sem núverandi gjaldkeri hyggst ekki starfa áfram.  Ýmsar tillögur komu fram og verður farið í það að ræða við það fólk.  Gunnar verður áfram í mótanefnd, Systa í skálanefnd, Kjartan og Bent í vallarnefnd, Einar í nýliða- og unglinganefnd og Ragnar Smári og Heimir Þór í fjáröflunarnefnd.

Á aðalfundi verður útnefndur efnilegasti nýliði klúbbsins.

Bárarvöllur, nýr samningur við landeiganda.  Landeigandi vill ekki framlengja núverandi samningi sem er útrunninn.  Hann vill búa til nýjan samning   og verður hann tekinn til skoðunar þegar hann verður tilbúinn.

Fjármál golfklúbbsins eru ekki nógu góð.  Síðastliðið sumar var erfitt veðurfarslega, golfkennarinn var dýrari en upphaflega var gert ráð fyrir og styrkir til klúbbsins voru lágir.

Stjórnin samþykkti að taka lán allt að 2.000.000 hjá Landsbanka Íslands til að borga reikninga sem eftir er að greiða.

Það þarf að efla fjáröflunarnefndina og það þarf að reyna að fá hærri fjárhæð í styrki. Hafa verið í sömu upphæð í mörg ár.

Sláttusamningur við sveitafélagið hefur hækkað og ern ú 3.250.000.  Hann er til 5 ára og er vísitölutryggður.

Ekkert undir önnur mál.

Fundi slitið kl.21.20

 

Unnur Birna Þórhallsdóttir

Ritari Golfklúbbsins Vestarr

22.09.2017 18:32

Ótitlað

Golfmót og árshátíð 2017

 

Hin, ekki svo árlega, árshátíð Golfklúbbsins Vestarr verður haldin í golfskálanum 30. september 2017. Byrjað verður á 18 holu golfmóti klukkan 10. Síðan getur mannskapurinn farið heim og sjænað sig. Mæting aftur í golfskála klukkan 19:30. Golfmót, fordrykkur og þriggja rétta máltíð á aðeins 7.000. Þeir sem eingöngu taka þátt í móti greiða 4.500. Þeir sem eingöngu taka þátt í árshátíð greiða 4.500.

Skráning á golfmót á golf.isog skráning á árshátíð hjá Systu, systa7@gmail.com og í síma 895-6986 og hjá Kristínu, kristinpeturs26@gmail.com og í síma 863-9007.

17.08.2017 21:46

Vestarr 3

Í miðju móti núna í dag þurfti að kalla til sjúkrafluttningsmenn vegna bráðaofnæmis eins af keppendum.  Hann var fluttur á heilsugæsluna í Grundarfirði til skoðunar og fékk að því loknu að fara heim. Að hans sögn var verst að missa af pari á 7 útaf þessu ofnæmiskasti.

Annars voru úrslit þessi að Sverrir Karlsson sigraði á 32 punktum
í öðru sæti var Pétur V einnig á 32 punktu ásamt því að vera með besta skor
og þriðji varð Einar Þór með 29 punkta.

Við þökkum viðbragsaðilum fyrir og óskum viðkomandi kylfing góðs bata.
  • 1

Vafraðu um

Flettingar í dag: 111
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 161
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 1400156
Samtals gestir: 166470
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 15:38:31

Tenglar