Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Færslur: 2009 Maí

31.05.2009 21:46

Sjoppan og vöfflurnar

Hún Aldís okkar seldi eins og fullþroskaður Alsírskur götusali, það slapp enginn við að kaupa eitthvað, vöffludeigið kláraðist og annar varningur seldist vel.  Þar sem þetta tókst svona vel erum við ákveðin í að halda þessu áfram á helgum ef veðrið er sæmilegt.  Við hvetjum því Grundfirðinga og nærsveitamenn að nýta sér þetta nýja kaffihús á góðviðrishelgum framtíðarinnar.

29.05.2009 18:29

Ryderkeppnin

Vinaklubbakeppni GVG og Mostra
Á morgun verður farið frá Krákunni kl. 10.00 stundvíslega. Upplagt að mæta kl. 9.00 í Krákunna og fá morgunkaffi og nýbakað. Fara yfir keppnisáætlun og ná stemmingu í liðið.Farið verður á einkabílum og því upplagt að sameinast í bíla.


Liðstjóri.

28.05.2009 14:58

Glæsilegur árangur Hjá Tóta Geirs

Tóti er að brillera í 55+

Þór Geirsson langefstur í 55+ með forgjöf eftir 4 mót.
Þegar spilaðar hafa verið 4 umferðir hjá 55+ er Þór Geirsson, GVG efstur kylfinga með forgjöf. Þór er með 461.7 stig og höggafjölda meðaltal 72,7.

Glæsilegt hjá okkar manni.

25.05.2009 18:33

Orðsending frá Einari golfkennara

Einar hringdi og bað mig um að koma eftirfarandi á framfæri:

Nú hefst kennslan.  Ég mæti á fimmtudaginn næstkomandi til Grundarfjarðar og þeir sem hafa áhuga á að fá kennslu vinsamlegast hafið samband í síma 894-2502 eða senda tölvupóst á netfangið [email protected]

Kær kveðja, Einar Gunnarsson.


PS. Einar kemur á fimmtudaginn kl 17 og er ég búinn að nappa fyrsta tímanum eða frá 17 til 17,30.  (það er svona að fá fréttirnar fyrstur og kunna að misnota sér aðstöðuna)  Þannig að enn er laust í tíma hjá Einari frá 17,30   Um að gera fyrir þá sem vilja ná betri tökum á golfinu að nýta sér kennsluna.

Kveðja Þórður Magg.

24.05.2009 19:08

Landsbankamótaröð, 1sti dagur

Þá er mótaröðin byrjuð og það verður að segjast eins og er að hún byrjaði kröftuglega, bæði hvað varðar árangur og vindstyrk.  24 keppendur mættu til leiks í norðaustan 10-15 m/s.  Ekk létu menn veðrið hafa mikil áhrif á sig því tveir keppendur fóru yfir 40 punkta!  Niðurstaðan var þessi:

Í fyrsta sæti var Ólöf Hildur með 42 punkta
Í öðru sæti var Hákon Gunnarsson líka með 42 punkta
Í þriðja sæti var Steinar Alfreðsson með 39 punkta
Besta skor án forgjafar var Hermann Geir á 80 höggum.

Glæsilegur árangur hjá þessum kylfingum.  Og svo eru þau líka svona fjallmyndarleg.

21.05.2009 22:02

Fjármál félagsins

Fyrir þá sem ekki hafa uppgvötvað það er hægt að fylgjast með fjármálum félagsins "í beinni" á síðunni Skrár
Þetta er gert svona:  Farið inn í skrár, þá birtist þessi mynd:

Þá ýtið þið á litla krossinn fyrir framan /files/Hefti/
Þá birtist þessi mynd:


Þá klikkið þið á Hefti 2009.xls og þá opnast eins og fyrir galdur leyndardómar fjármála golfklúbbsins.  Góðar stundir.


18.05.2009 16:44

Lagfæring á forgjöf kvenna

Þetta bréf var að berast frá GSÍ:

From: Arnar Geirsson [mailto:[email protected]]
Sent: mán. 18.5.2009 14:33
To: Pétur Vilbergur Georgsson
Subject: RE: Nýtt vallarmat

Sæll Pétur.

 

Ég fór yfir þetta aftur í USGA forritinu og sá að það hefur eitthvað víxlast til í innslættinum.

Þetta er rétt athugað hjá þér og eftir leiðréttingar þá er CRið 70.6 og Slopeið 117.

Ég breytti þessu inn á golf.is þannig að nú reiknar þetta rétt. Ég biðst velvirðingar á þessu.

Ef þið hafið verið með mót til forgjafar þá getið þið gert þau upp aftur til að það skili sér rétt.

 


Með bestu kveðju,

 

Arnar Geirsson
Kerfisstjóri Golfsambands Íslands
Sími: 514-4054
Farsími: 894-0933
Netfang:
[email protected]

Þannig að nú er búið að leiðrétta þetta.  Við vonum að allar konur taki kæti sína að nýju og fyrirgefi GSÍ þessa yfirsjón.  Svona lítur nýja taflan út rétt:
Karlar
Gulir
CR 69.2
Slope 127
Rauðir karla
CR 65.4
Slope 108
Forgjöf Vallar
forgjöf
-3.9 - -3.3 -7
-3.2 - -2.5 -6
-2.4 - -1.6 -5
-1.5 - -0.7 -4
-0.6 - 0.2 -3
0.3 - 1.1 -2
1.2 - 2.0 -1
2.1 - 2.9 0
3.0 - 3.8 1
3.9 - 4.7 2
4.8 - 5.6 3
5.7 - 6.4 4
6.5 - 7.3 5
7.4 - 8.2 6
8.3 - 9.1 7
9.2 - 10.0 8
10.1 - 10.9 9
11.0 - 11.8 10
11.9 - 12.7 11
12.8 - 13.6 12
13.7 - 14.5 13
14.6 - 15.3 14
15.4 - 16.2 15
16.3 - 17.1 16
17.2 - 18.0 17
18.1 - 18.9 18
19.0 - 19.8 19
19.9 - 20.7 20
20.8 - 21.6 21
21.7 - 22.5 22
22.6 - 23.4 23
23.5 - 24.2 24
24.3 - 25.1 25
25.2 - 26.0 26
26.1 - 26.9 27
27.0 - 27.8 28
27.9 - 28.7 29
28.8 - 29.6 30
29.7 - 30.5 31
30.6 - 31.4 32
31.5 - 32.2 33
32.3 - 33.1 34
33.2 - 34.0 35
34.1 - 34.9 36
35.0 - 35.8 37
35.9 - 36.0 38
Forgjöf Vallar
forgjöf
-3.9 - -3.1 -10
-3.0 - -2.0 -9
-1.9 - -1.0 -8
-0.9 - 0.1 -7
0.2 - 1.1 -6
1.2 - 2.1 -5
2.2 - 3.2 -4
3.3 - 4.2 -3
4.3 - 5.3 -2
5.4 - 6.3 -1
6.4 - 7.4 0
7.5 - 8.4 1
8.5 - 9.5 2
9.6 - 10.5 3
10.6 - 11.6 4
11.7 - 12.6 5
12.7 - 13.7 6
13.8 - 14.7 7
14.8 - 15.7 8
15.8 - 16.8 9
16.9 - 17.8 10
17.9 - 18.9 11
19.0 - 19.9 12
20.0 - 21.0 13
21.1 - 22.0 14
22.1 - 23.1 15
23.2 - 24.1 16
24.2 - 25.2 17
25.3 - 26.2 18
26.3 - 27.3 19
27.4 - 28.3 20
28.4 - 29.4 21
29.5 - 30.4 22
30.5 - 31.4 23
31.5 - 32.5 24
32.6 - 33.5 25
33.6 - 34.6 26
34.7 - 35.6 27
35.7 - 36.0 28
Konur
Rauðir kvenna
CR 70.6
Slope 117
Forgjöf Vallar
forgjöf
-3.9 - -3.0 -5
-2.9 - -2.1 -4
-2.0 - -1.1 -3
-1.0 - -0.1 -2
-0.0 - 0.8 -1
0.9 - 1.8 0
1.9 - 2.8 1
2.9 - 3.7 2
3.8 - 4.7 3
4.8 - 5.6 4
5.7 - 6.6 5
6.7 - 7.6 6
7.7 - 8.5 7
8.6 - 9.5 8
9.6 - 10.5 9
10.6 - 11.4 10
11.5 - 12.4 11
12.5 - 13.4 12
13.5 - 14.3 13
14.4 - 15.3 14
15.4 - 16.3 15
16.4 - 17.2 16
17.3 - 18.2 17
18.3 - 19.2 18
19.3 - 20.1 19
20.2 - 21.1 20
21.2 - 22.1 21
22.2 - 23.0 22
23.1 - 24.0 23
24.1 - 25.0 24
25.1 - 25.9 25
26.0 - 26.9 26
27.0 - 27.9 27
28.0 - 28.8 28
28.9 - 29.8 29
29.9 - 30.8 30
30.9 - 31.7 31
31.8 - 32.7 32
32.8 - 33.7 33
33.8 - 34.6 34
34.7 - 35.6 35
35.7 - 36.0 36

17.05.2009 21:14

Fyrsta mótið

Jæja þá er fyrsta mótið afstaðið.  Spilað var í fallegu en ansi hvössu veðri og endurspeglaði árangurinn veðrið sem spilað var í.  Í fyrsta sæti var Hákon Gunnarsson með 38 punkta og var það glæsilegt hjá Hákon við þessar aðstæður  Í öðru sæti var Gunnar Ragnarsson með 30 punkta og í þriðja var undirritaður með 29 punkta.

Ég vil misnota aðstöðu mína hér á vefnum og hvetja menn og konur til að staldra við í skálanum svo hægt sé að klappa fyrir sigurvegurum og hugga þá sem huggunnar eru þurfi, sérstaklega þegar ræst er svona út á öllum teigum í einu.

Bestu kveðjur


11.05.2009 12:06

Háforgjafarmót 18+

Minnum á mótið á sunnudaginn 17 mai.

Háforgjafarmót, 18 og hærra í forgjöf
Innanfélagsmót.
Þetta er 18 holu mót og ræst er út kl. 13.00 á öllum teigum.
Keppendur eru hvattir til að vera mættir tímalega.

Ef vilji er hjá einhverjum að spila einungis 9 holur þá vinsamlegast hafið
samband við mótstjóra.


Munið að skrá sig á netinu Golf.is. Einnig er skráning á staðnum.


Mótsstjóri
Garðar Svansson s.6621709

06.05.2009 13:36

Vinnudagur - Skemmtimót

Sælir félagar.  Á næsta laugardag ætlum við að hittast kl 11 í golfskálanum og vinna aðeins í vellinum okkar.

Það sem stendur til að gera er meðal annars þetta:


-         Sanda öll green og alla teiga

-          Gera við nokkur green

-          Setja sand í bönkera

 

Kl 14,30 verður fyrsta mót sumarsins.  Fyrirkomulagið verður Texas Scramble og verður raðað í holl á staðnum.

Vonumst til að sjá sem flesta.

04.05.2009 08:11

Orðsending frá Einari golfkennara

Golfkennsla 2009

Kvennanámskeið

·        Tveggja tíma námskeið fyrir konur í GMS og GVG.

·        Annan daginn verða pútt tekin fyrir og vipp hinn daginn.

·        Námskeiðið byggist á því að Einar Gunnarsson PGA-leiðbeinandi fer yfir mikilvæg tæknileg atriði og setur svo upp æfingar sem þátttakendur framkvæma undir handleiðslu Einars.

·        Námskeiðið er 2. júní og 4. júní og hefst fyrsta námskeiðið kl. 18:00.

·        Námskeiðið fer fram á æfingasvæði GMS og stendur yfir í eina klst. hvorn daginn.

·        Hámarksfjöldi á hvert námskeið eru 7 konur.

·        Þátttökugjald er 2000 kr.

·        Skráning hjá Einari í síma 894-2502 og á netfanginu [email protected]

 

Einkakennsla

·        Einkakennsla fyrir bæði reynda golfara og byrjendur.

·        Hver tími er 30 mín. og kylfingar fá punkta til að vinna með eftir tímann.

·        Kennslan fer fram á æfingasvæðinu hjá Golfklúbbnum Vestarr Grundarfirði.

·        Kennt er á fimmtudagskvöldum í júní og júlí.

·        Hver tími kostar 3000 kr.

·        Mögulegt er að 2 kylfingar komi saman í tíma.

·        Ef fimmtudagskvöld henta ekki einhverjum þá er möguleiki að finna stund og stað utan fimmtudaga.

·        Skráning fer fram hjá Einari Gunnarssyni, PGA-leiðbeinanda í síma 894-2502 og á netfanginu [email protected]  • 1

Vafraðu um

Flettingar í dag: 440
Gestir í dag: 160
Flettingar í gær: 462
Gestir í gær: 175
Samtals flettingar: 2112839
Samtals gestir: 270374
Tölur uppfærðar: 1.12.2021 11:17:29

Tenglar