Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Færslur: 2009 Júní

30.06.2009 16:53

Meistaramót

Meistaramót GVG 7 - 10 júlí.

Skráningu lýkur mánudaginn 6 júlí kl. 20.00
Ef vilji er að maki komi með í grill þarf að tilkynna það til mótstjóra fyrir sömu tímamörk.
Grill fyrir maka kr. 2000

Stefnt er á að leik verði lokið um kl. 20,00
á föstudeginum.


Spilað er þriðjudag til föstudags
Frídagur hjá konum og öldungum á fimmtudegi.

Nándarverðlaun verða á holum 4/13 og 8/17 á síðasta degi.

Keppt verður í Eftirtöldum flokkum.

Karlaflokkur:
1. flokkur karla 0,0 - 18,0 72 holur, gulir teigar
2. flokkur karla 18,0 - 36,0 72 holur, gulir teigar

Öldungaflokkur karla 55+ 0,0 - 36,0 54 holur, rauðir teigar/ Gulir teigar.

Kvennaflokkur: 0,0 - 36,0 54 holur, rauðir teigar

Unglingaflokkur: 0,0 - 36,0 54 holur, gulir teigar

Í karlaflokki verða spilaðir 4 dagar í röð frá þriðjudegi að föstudegi og verður raðað í rástíma á fyrsta degi en svo eftir það verður raðað eftir skori.

Á föstudegi verður ræst út fyrir þar sem ætlunin er að ljúka mótinu með grill veislu og krýningu klúbbmeistara.

Því er skráning rástíma á golf.is ekki sá tími sem keppendur verða ræstur út heldur mun mótanefnd raða út á fyrsta degi.

Í kvenna, öldunga og unglingaflokki verða spilaðir 3 hringir á 4 dögum og verður hvíldardagur á fimmtudegi. Á fyrsta degi verður raðað í rástíma en svo verður raðað eftir skori.

Keppendum er uppálagt að mæta á fyrsta teig lágmark 5 mín. fyrir boðaðan rástíma. Keppandi ber einn ábyrgð á að mæta á réttum tíma á teig.

Verði tveir eða fleiri keppendur jafnir í verðlaunasæti án forgjafar, þá skulu þeir leika bráðabana á 9 holu til úrslita.Sigurvegarinn í höggleiknum í 1 flokki karla og kvennaflokki  verður krýndur Meistari GVG.

Aðrir eru meistarar síns flokks

Einnig verður punktameistari krýndur

Mótsgjald verður 4500 kr. og innifalið er grillveisla.

29.06.2009 22:37

Stjórnarfundur

Haldinn var fundur í klúbbhúsinu okkar í dag, 29 júní.  Þetta eru niðurstöður fundarins:

Stjórnarfundur 29.júní kl.20:30.

 

Mættir eru Benedikt Gunnarsson, Steinar Alfreðsson, Hinrik Konráðsson, Þórður Magnússon og Garðar Svansson.

 

Fyrsta mál á dagskrá.

Golfkúlur á æfingasvæðinu.

Golfkúlurnar hafa reynst of fáar fyrir mót og var gjaldkera falið að kanna með hvort að fyrirtæki eru tilbúinn að styrkja GVG með kaup á golfkúlum. Einnig að kanna hvert verðið sé fyrir æfingabolta.

 

Annað mál á dagskrá.

Völlurinn, vökvun og teigar.

Ákveðið var að reyna að bæta við að minnsta kosti tveimur stútum til að auðvelda vökvun fyrir starfsmenn.

Teigar: Ákveðið að leggja til við Vallarnefnd að meta hvort að nýju teigarnir séu spilhæfir fyrir meistaramót. Æskilegt væri að niðurstaða lægi fyrir ekki síðar en næsta föstudag.

 

Þriðja mál á dagskrá.

Grill á meistaramótinu.

Benedikt falið að ráða grillmeistara.

 

Fjórða mál á dagskrá.

Stjórnin mun gera að tillögu sinni á næsta aðalfundi GVG að stjórn GVG verði framvegis skipuð formanni, ritara, gjaldkera og formönnum nefnda.

 

Fimmta mál á dagskrá.

Farið verður í vinnu við að gera óskalista um hvaða breytingar, bætingar og nýframkvæmdir menn og konur sjá fyrir sér á Bárarvelli. Ekki láta fjármálin standa í vegi fyrir hugmyndum. Fá sem flesta til að koma með hugmyndir. Að lokinni þeirri vinnu verði tillögur bornar undir golfvallarhönnuði og landeiganda þar sem farið verður yfir tillögurnar. Niðurstöður eftir þá vinnu verði kynnt fyrir almennum félagsmönnum áður en endanleg ákvörðun um framkvæmdir verða teknar. Þannig fæst gott vinnuskema og auðveldar það stjórn og vallarnefnd að forgangsraða verkefnum í framtíðinni.

 

Sjötta mál á dagskrá.

Stefnt að því að hafa vinnudag næstkomandi laugardag kl.10. Starfsmenn koma með óskalista. Verði veður í lagi þarf að bera á pallinn. Athuga hvort hægt sé að fara í vökvunarkerfin.

 

Sjöunda mál á dagskrá.

Tekin var fyrir kvörtun vegna ólöglegra stærða á skorkortum. Stjórnin biður innilegrar afsökunar en nýju skorkortin eru á leiðinni þannig að málið leysist farsællega von bráðar.

Stjórnarfundi slitið kl.21:16.


25.06.2009 09:04

Landsbankaröðin, mót 3

Jæja það fór svo að eins og ég spáði, það gekk blíðviðri yfir völlinn og menn voru að lækka, jah eða hrynja í forgjöf.  Leikar fóru svo:

1. sæti:  Páll Guðmundsson með 42 punkta
2. sæti:  Sveinn Sigmundsson með 42 punkta
3. sæti:  Þórður Magg með 40 punkta
Besta skor:  Ásgeir Ragnarsson á 79 höggum.

Eins og sést voru menn alveg sæmilega ánægðir með árangurinn...


Við minnum svo golfara á Ragnars og Ásgeirsmótið á laugardaginn, vinningar eru glæsilegir og veðurspáin frábær.

23.06.2009 21:53

Lokun á velli

Vinsamlegast athugið að völlurinn verður lokaður frá 15 til 21 á næstkomandi fimmtudag en þá er boðsmót á vegum Eimskips.

Kær kveðja, stjórnin.

23.06.2009 21:50

Vitlaus dagsetning

Ath að vitlaus dagsetning var hjá mér á Landsbankaraðarmótið.  Það er 24 júní en ekki 25 júní eins og ég skráði það.  Ég vona að allir mæti á morgun en það spáir blíðskaparveðri og mikilli lækkun á forgjöf.

23.06.2009 14:04

Golfkennsla á Fimmtudag

Sælt veri fólkið.  Ég verð með kennslu á Fimmtudaginn næstkomandi.  Tímapantanir eru í síma 894-2502 og á netfanginu [email protected] 

Bestu kveðjur, Einar Gunnarsson PGA kennari.

20.06.2009 20:20

Jónsmessumót

Vífilfell og hótel Framnes héldu Jónsmessumót 19 júní og mættu 28 manns.  Gaman var að sjá ný andlit á vellinum og er pískrað um það að Guðni Guðna muni ganga í golfklúbbinn á næsta ári...

Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru á mótinu

19.06.2009 08:22

Grundfirðingar að slá í gegn

Sveinbjörn Halldórsson, sem er bróðir Jóhönnu í Hrannarbúðinni, með holu í höggi.

 

Sveinbjörn Halldórsson úr GR fór holu í höggi á 6. braut á Grafarholtsvelli síðastliðið sunnudagskvöld. Hann notaði 5. járn til verksins og er meðfylgjandi mynd tekinn skömmu eftir að hann náði draumahögginu.

Sveinbjörn lauk hringnum á 78 höggum en hringurinn var liður í 4Cup bikarnum sem vinahópur hans keppir í, en Sveinbjörn er þar í efsta sæti.

Grundfirðingar allir og þó sérstaklega golfarar óskum Sveinbirni til hamingju með draumahöggið.


18.06.2009 23:10

Hjóna og paramót

Hjóna og paramótið var haldið í blíðskaparveðri 18 júní og voru hvorki fleiri né færri en 28 manns voru á mótinu.  Frábær mæting það. 

Þau Ásgeir Ragnarsson og Þórey tóku fyrsta sætið með 34 höggum, í næsta voru Guðni og Ólöf Hildur sem Guðna áskotnaðist sem meðspilara í fjarveru Bryndísar en þau fóru á 35 höggum og í þriðja sætu voru við, ég og Dóra, en við fórum þetta á 36 höggum.

Í lok mótsins voru dregin út þeir sem koma til með að sjá um næsta mót.  Þau voru þau Svenni og Anna, Ólöf Hildur og Maggi og Sverrir.

Bestu kveðjur.

17.06.2009 15:05

Ættarmót

Laugardaginn næstkomandi er rástími pantaður á Bárarvelli milli 11 og 12 vegna ættarmóts.  Völlurinn er ekki lokaður vegna þessa þar sem um 4-5 holl er að ræða.  Biður stjórnin aðra kylfinga um að hliðra til vegna þessa hóps sem mun ræsa út á 4 til 5 teigum samtímis á milli 11 og 12 á Laugardaginn.

Með bestu kveðjum.

12.06.2009 12:28

Landsbankaröð 2

Landsbankaraðarmót nr 2 var spilað í himnaríkisblíðviðri, svona hálf útlensku veðri, fimmtudaginn 12. júní.  Skorið var hátt hjá mjög mörgum en úrslit urðu þessi:

1. sæti:  Kjartan Sigurjónsson með 42 punkta og vann hann einnig fyrir besta skor - á 83 höggum
2. sæti:  Þórður Magnússon á 39 punktum
3. sæti:  Anna María Reynisdóttir á 39 punktum

Alls lækkuðu 7 kylfingar sig á þessu móti sem er frábært. 

Þar sem Kjartan vann tvenn verðlaun verðskuldar hann líka tvær myndir af séremoticon10.06.2009 23:53

Laugardagur 13 júní, Báravelli lokað tímabundið

emoticon
Á laugardaginn næstkomandi verður Bárarvelli lokað milli klukkann 13 og 18.   Ástæða þess er að völlurinn hefur verið leigður þennan tíma af álverinu í Hvalfirði.  Biðjum við þá sem verða fyrir ónæði af því afsökunar en svona er nú lífið stundum.  Þeir sem ekki geta með nokkru móti sætt sig við svo langa fjarveru frá vellinum geta komið og hjálpað okkur við að steikja hamborgara ofaní liðið.

Sumarkveðjur emoticon

09.06.2009 14:57

Orðsending frá Einari Golfkennara

Einar Gunnarsson PGA kennari verður með einkakennslutíma fimmtudaginn 11. júní frá kl. 18:00. Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 894-2502 og/eða á [email protected]

09.06.2009 11:44

Ásgeir Ragnarsson að vekja athygli á mbl.is

Þessi stórskemmtilega frétt var á mbl.is í dag:

Eygló Myrra mætir Ásgeiri í ABC bikarnum

Í kvöld kl. 18.50 á Grafarholtsvelli verður spennandi viðureign í ABC bikarnum. Eygló Myrra Óskarsdóttir GO með 3 í forgjöf, margfaldur Íslandsmeistari unglinga og ein af okkar betri kvenkylfingum mætir Ásgeiri Ragnarssyni GVG, sem er með 7,7 í forgjöf.

Þar sem keppni á ABC bikarnum er punktakeppni með forgjöf og  með útsláttarfyrirkomulagi er nokkuð víst að hér verður látið sverfa til stáls, því það er alveg öruggt að bara annar þessara góðu kylfinga kemst áfram.

Allir áhugasamir kylfingar eru hvattir til að mæta í Grafarholtið og fylgjast með viðureigninni sem byrjar stundvíslega kl. 18.50 eins og fyrr segir. Auðvelt er að fylgjast með keppninni því hér er eingöngu um einvígi tveggja kylfinga að ræða.

Gaman af þessu og óskum við öll Ágeiri alls hins besta að sjálfsögðu

08.06.2009 22:26

Fréttir af golfferð kvenna

Vorferð golfkvenna

 

Golfkonur úr Vestarr byrjuðu sumarið á því að skella sér í tveggja daga ferð upp í Borgarfjörð ásamt tveim skemmtilegum konum úr Golfklúbbnum Mostra. Lagt var í hann föstudaginn 22. maí. Spilaður var einn hringur á Hamarsvelli í talsverðum strekking en það þarf nú meira til þess að grundfirskar konur setji kylfurnar í pokana  og hætti leik. Að loknum 18 holum, veðurbarðar og fínar, var  farið yfir að Hótel Hamri þar sem beið okkar uppábúin rúm og þriggjarétta kvöldverður sem var kærkominn eftir daginn.  Rúmin máttu bíða enda yfirleitt ekki mikið notuð í svona skemmtilegum hóp. Setið var fram eftir  kvöldi við hina ýmsu samkvæmisleiki og mörgu öðru skemmtilegu.


Farið var snemma á fætur á laugardagsmorgninum til að mæta í girnilegt morgunverðarhlaðborð og síðan var haldið á teig. Byrjað var að spila í lítilsháttar rigningu en ekki var búið að spila nema tvær til þrjár brautir þegar konur tóku að fækka fötum og ekki skal spyrja að hvernig útbúnaðurinn var orðinn á þeirri átjándu. Stelpur allar saman takk fyrir skemmtilega helgi. Nú er stefnt að því að halda í slíka vorferð í upphafi hverrar sumarvertíðar til þess að starta sumrinu. Fyrir hönd kvennanefndar,


Hugrún Elísdóttir

Anna María Reynisdóttir

Vafraðu um

Flettingar í dag: 483
Gestir í dag: 164
Flettingar í gær: 462
Gestir í gær: 175
Samtals flettingar: 2112882
Samtals gestir: 270378
Tölur uppfærðar: 1.12.2021 12:52:10

Tenglar