Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Færslur: 2009 Júlí

29.07.2009 21:13

Draumahöggið

Eva Jódís Pétursdóttir fór holu í höggi á fjórðu braut í dag.  Draumahöggið sló hún með fimm járni í miklum hliðarvind, beint á pinna og boltinn hvarf ofaní holuna. 

Við óskum Evu Jódísi innilega til hamingju með afrekið.

29.07.2009 14:40

36 holu mót Kaupþing

Laugardaginn 15.ágúst 2009
Á Víkurvelli í Stykkishólmi og Bárarvelli í Grundarfirði

skráning opin frá 30.júlí til 14.ágúst kl 18:00.
Þáttökugjald kr 4000.

36 holu höggleikur án forgjafar í karla og kvennaflokki
36 holu punktakeppni í opnum flokki , hámarksforgjöf karlar : 24,0 - konur : 28,0

Ræst verður út á báðum völlum frá kl 08:00 - 09:40
Þegar kylfingar hafa lokið 18 holu leik á fyrri vellinum flytja þeir sig yfir á næsta völl og hefja leik þar.


Keppendur skrá sig á golf.is í rástíma hjá þeim klúbbi (Mostra/Vestarr) sem þeir óska að hefja leik á, mótshaldari áskilur sér rétt til að jafna fjölda á milli valla ef ástæða verður til.


Verðlaun verða veitt fyrir 5 fyrstu sætin í 36 holu punktakeppni og fyrir 3 fyrstu sætin í 36 holu höggleik karla og kvenna

Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum og verðlaun fyrir lengsta upphafshögg á valinni braut á hvorum velli.


Teiggjöf frá Kaupþingi og dregið úr skorkortum í mótslok

Verðlaunafhending fer fram í Golfskálanum á Bárarvelli að móti loknu - áætlað um kl 20:30

29.07.2009 12:44

Vallarleiga

emoticonVallarlokun 8. Ágúst.

Laugardaginn 8 ágúst er búið að leigja Bárarvöll undir einkamót.  Þeir sem ekki geta hugsað sér fjarveru frá vellinum er hér með boðið starf á þessum degi í skála klúbbsins en við komum til með að bjóða upp á einhverjar veitingar.  Áhugasamir hafið samband við Þórð Magnússon.  Bestu kveðjur.

27.07.2009 21:42

Stjórnafundur 27 júlí 2009

Stjórnarfundur Vestarr,

27,júlí 2009. kl. 20.30 í golfskála.

 

 

Mættir.

Garðar Svansson,  Guðni E Hallgrímsson, Þórður Magnússon, Benedikt Gunnarsson

 

Mál á dagskrá.

 

  1. Fundur settur. Þórður setur fund og býður fundarmenn velkomna.
  2. Bréf frá Brynjari Sæmundssyni, vegna heimsóknar og tilboð um vinnu og ráðgjöf vegna 2010 á vellinum. Þórður greindi frá innihaldi bréfsins, þar kom fram tilboð og tillögur um vinnufyrirkomulag. Umræður voru um bréfið og stjórn falið að  leita til nágrannaklúbban um samstarf vegna umhirðu vallanna.
  3. Nýjir teigar. Stjórn leggur til að nýjir teigar verði teknir í gagnið strax. Breyta þarf lengdar upplýsingum á teigskiltum. Guðna falið að tala við formann Vallarnefndar og greina frá ákvörðun stjórnar.
  4. Skorkort. Ný skorkort verða ekki gerð fyrr en ný forgjafarröðun brauta verður tilbúinn og verður röðuninn skoðuð í haust að lokinn golfvertíð.
  5. Veitingarsala. Samkvæmt reynslu sumarsins leggur Þórður til að næsta sumar verði ráðinn starfsmaður 3 til 4 daga í viku til að sjá um veitingasölu og létt störf í og við skála. Einnig er hugmynd um að starfsmaður sjá um veitingarsölu á mótum klubbsins. Samþykkt.

 

  1. 36 holumót 15, ágúst. Haft var samband við Högna form. Mostra og óskað eftir fundi vegna 36 holumóts þann 15 ágúst. Garðar og Þórður mun hitta fulltrúa Mostra og fara yfir fyrirkomulag mótsins og fl. Sem að því snýr.

 

  1. Framkvæmdir á golfvelli. Vinna þarf verkefnalista um framkvæmdir sem þörf er á vinna á vellinum sem og þau verkefni sem félagsmenn telja að æskilegt séu framkvæmd við og á vellinum. Þórður lagði fram lista um þau verkefni sem æskilegt er að vinna sem fyrst.  

 

1. Plægja þarf niður rafmagn. 

2. Klára þarf  vökvunakerfi vallarins,

3. Setja girðingu framan við gáma.

4. Bera þarf vörn á sólpall við golfskála.

5. Parketleggja og klára frágang inn í skála.

6. Laga þarf grindarhliðið. 

7. Klára þarf frágang á nýju teigunum.

8. Setja stýringu á borholudælu og  ganga frá svæði við borholu.

9.  Kanna með völtrun á 5 flöt og fleirri svæði sem þarf að valtra.

10.Fara yfir brautir og svæði sem sem eru sleginn með vélum og fjarlægja steina sem geta valdið skemmdum á tækjum.

11. Yfirfara öll tæki í lok sumars og leita tilboða vegna vinnu og varahluta hjá þjónustuaðilum. 


  1. Sveitakeppni GSÍ. 2009. Ekki hefur enn verið lögð fram reglugerð um val í sveitakeppni GSÍ . Kristmundur Harðarson hefur verið valinn liðstjóri fyrir keppni ársins 2009.

 

  1. Ábending úr kassa. Vantar ruslafötur við skála og stubbahús.

 

  1. Fundi slitið kl. 21.40

27.07.2009 12:51

Golfkennsla

Einar Gunnarsson PGA golfkennari verður með einka- og hóptíma á æfingasvæði Golfklúbbsins Vestarr miðvikudaginn 29. júlí frá kl. 17:00 og fram eftir kvöldi. Tímapantanir í síma 894-2502 og á netfanginu [email protected].

Með kveðju
Einar Gunnarsson
PGA-golfkennari

27.07.2009 11:23

Soffamótið

Þá er stórglæsilegum Grundarfjarðardögum lokið og lauk þeim að venju með Soffamótinu í golfi.  Frábær þáttaka var í mótinu en alls tóku 75 manns þátt í mótinu í ljómandi fallegu veðri.
Helstu úrslit urðu þessi:


Besta skor. Hermann Geir þórsson, GVG 73 högg.

Veitt voru verðlaun fyrir flesta punkta og raðast það þannig.

1, Hermann Geir Þórsson, GVG 43 punkta.
2. Guðmundur Hreiðarsson, GL 43 punkta.
3. Kjartan Sigurjónsson, GVG 38 punkta.
4. Ragnar Smári Guðmundsson, GVG 38 punktar
5. Kristján Þóðarsson, GST 38 punktar.

Nándarverðlaun, 4/13.
Ásmundur Haraldsson, GEY. 2.21m

Nándarverðlaun, 8/17
Guðjón Gíslason, GO 89.cm

Næst holu í öðru höggi á 9/18
Rúnar Ö. Jónsson, GMS 1.85m

Lengsta teighögg kvenna á 9/18
Dóra Henriksdóttir, GVG

Lengsta teighögg karla á 9/18
Ásgeir Ragnarsson.

Þess má geta að Hermann Geir Þórsson og Freydís Bjarnadóttir eignuðust dreng á fimmtudaginn og óskum við þeim til hamingju.

Hér koma nokrar myndir sem Sverrir tók af mótinu og gestunum:24.07.2009 12:03

Góð umsögn um Bárarvöll í mbl.is

Golfvallahönnuðurinn Edwin Roald Rögnvaldsson skrifaði grein í morgunblaðið þar sem hann telur upp bestu 9 holu velli landsins.  Kannski var það tilviljun að þar trjónir okkar völlur efstur á blaði en ég tek mér það skáldaleyfi að túlka það þannig að okkar völlur sé einfaldlega bestur.  Hér er umsögnin hans:


Golfhringurinn um Ísland

Ég spilaði þennan völl í Sveitakeppni GSÍ í fyrra og ...
Bárarvöllur við Grundarfjörð

Ég spilaði þennan völl í Sveitakeppni GSÍ í fyrra og hafði af því gaman þótt árangurinn hefði látið á sér standa. Ég hafði skoðað völlinn nokkrum árum áður og þótti hann áhugaverður, en hann gerði ekkert nema batna við frekari kynni. Nokkrar brautirnar eru lagðar yfir mjög áhugavert land til golfleiks, t.d. 3., 5. og 6. braut. Til að ná árangri á Bárarvelli þarf að slá vel útfærð og þaulhugsuð högg. Myndin er af 3. flöt.

23.07.2009 11:58

HSH mótið

HSH mótið var haldið í gær, miðvikudaginn 22 júlí.  Það er skemmst frá því að segja að við í GVG eignuðumst nýjann héraðsmeistara því Dóra vann kvennaflokkinn bæði með og án forgjafar.  Án forgjafar vann hún eftir bráðabana við Auði Kjartansdóttur sem var æsispennandi.  Önnur úslit urðu helstu:

Án forgjafar karla;  Skarphéðinn Skarphéðinnsson  66 högg!
Með forgjöf karla;  Skarphéðinn Skarphéðinnsson
Sveitarkeppni:  Mostri með nokkrum yfirburðum.

23.07.2009 11:52

Texas Scramble í Ólafsvík

Kæru félagar.


Við í GJÓ ætlum að halda Opið mót á næsta þriðjudag.

Opna Landsbankinn Texas Scramble mót.

Landsbankinn veitir verðlaun fyrir 3 efstu sætin.

 

Keppnisskilmálar

Tveir saman í liði, samanlögð forgjöf deilt með 5.

Ræst verður út á öllum teigum kl 17:00

Keppnisgjald 3000 kr á mann.

Hámarksfjöldi 52. keppendur.

 


Vonumst til að sjá sem flesta GVG menn og konur....

 

Kveðja Guðlaugur Rafnsson

20.07.2009 18:59

35 +, HSH mótið ofl

Jæja félagar, þá er maður kominn heim eftir útilegu fyrir norðan þar sem við hjónin tókum þátt í landsmóti 35 ára og eldri.  Þrír kylfingar frá Grundarfirði tóku þátt; Ásgeir Ragnarsson sem stóð sig alveg ágætlega, Dóra Henriksdóttir sem tók annað sæti í sínum flokk þriðja árið í röð og svo undirritaður sem stóð sig alveg afleitlega.  Fyrir herfilegri frammistöðu undirritaðs voru samt tvær afsakanir; í fyrsta lagi var ég með hita og óráði (ég er svo sem vanur að spila með óráði) og í öðru lagi er ég frekar lélegur í golfi.  Ég má til með að henda fram ágætri vísu sem ég heyrði fleygt á mótinu:

Í golfinu amstri má gleyma
Þar er gott að láta sig dreyma
En það er viss hvöt
á átjándu flöt
að nítjanda holan er heima.

En nóg um það.  Á miðvikudaginn 22. júlí er hið árlega HSH mót og er það haldið að þessu sinni í Stykkishólmi og hvetjum við alla að taka þátt.

Því næst er að sjálfsögðu skyldumæting á Soffamótið sem endar Grundarfjarðardaganna.  Eftir því sem næst verður komist þá verður veðrið gott eins og hefð hefur myndast fyrir á þessum dögum.

Nú það er nýbúið að kaupa 3.500 æfingarbolta og eru þá boltakaupin kominn yfir 5.000 bolta í sumar.  Það ætti því ekki að vera neinn skortur á kúlum á æfingarsvæðinu og hvetjum við alla félaga til að notfæra sér það eins og menn/konur lifandi geta.

Nóg í bili, sjáumst á vellinum.

13.07.2009 18:24

Ótitlað

GOLFKENNSLA

Einar Gunnarsson PGA-golfkennari verður með golfkennslu fimmtudaginn 16. júlí. Tímapantanir og nánari upplýsingar hjá Einari í síma 894-2502 og á netfanginu [email protected]

Með kveðju
Einar Gunnarsson

11.07.2009 15:31

Paramót

Paramótið sem átti að vera á sunnudag hefur verið frestað fram til fimmtudags, þannig að það gefst aðeins meiri tími til æfinga.  Sjáumst á fimmutag.

11.07.2009 12:57

Meistaramótið

Þá er stórglæsilegu meistaramóti lokið en það var haldið í bongóblíðu daganna 7-10 júlí.

Úrslit urðu þessi:

1 flokkur karla:
1. sæti var Pétur V. Georgs á 307 höggum (76,75 högg að meðaltali)
2. sæti var Magnús Jónsson á 315 höggum
3. sæti var Ásgeir Ragnarsson á 326 höggum.

2 flokkur karla:
1. sæti var Þórður Magnússon á 353 höggum
2. sæti var Kristmundur Harðarsson á 395 höggum
3. sæti var Ágúst Jónsson á 395 höggum.

Kvennaflokkur:
1. sæti var Dóra Henriksdóttir á 257 höggum
2. sæti var Anna María Reynisdóttir á 306 höggum
3. sæti var Pauline Jean Haftka á 312 höggum

Öldungaflokkur:
1. sæti var Sverrir Karlsson á 314 höggum

Unglingaflokkur:
1. sæti var Sigurður Helgi Ágústsson á 325 höggum

Punktameistari mótsins var Ragnar Smári Guðmundsson með 152 punkta

Hér rennum við nokkrum myndum frá síðasta deginum...
09.07.2009 22:39

Rástímar Föstudaginn 10 Júlí

 13:00  2112932179 Benedikt Snær Gylfason GOB 100.0
1902932389 Baldur Þór Sigurðarson GVG 31.1
0804932909 Sigurður Helgi Ágústsson GVG 36.0
 13:10 
 13:20 
 13:30  0701353379 Magnús Álfsson GVG 36.0
1006484829 Sverrir Karlsson GVG 33.2
 13:40  1805972209 Aldís Ásgeirsdóttir GVG 36.0
1611633929 Guðrún Björg Guðjónsdóttir GVG 37.2
 13:50  0508605079 Kolbrún Haraldsdóttir GVG 35.8
1908602219 Bryndís Theódórsdóttir GVG 27.7
 14:00  2508653849 Gunnar Ragnarsson GVG 33.8
2707524629 Páll Guðfinnur Guðmundsson GVG 19.3
 14:10  1702565069 Konráð Hinriksson GVG 13.7
0205442529 Guðni E Hallgrímsson GVG 16.4
 14:20  1508913109 Hákon Gunnarsson GVG 16.6
1901775059 Hinrik Konráðsson GVG 13.4
2001713659 Kjartan Sigurjónsson GVG 15.8
 14:30  2211913079 Benedikt Lárus Gunnarsson GVG 13.3
1809862359 Ragnar Smári Guðmundsson GVG 14.1
2306614059 Guðlaugur Harðarson GVG 11.9
 14:40  2110645529 Kristmundur Harðarson GVG 23.2
0908603219 Ágúst Jónsson GVG 22.9
1811673789 Þórður Áskell Magnússon GVG 18.3
 14:50  2805653939 Anna María Reynisdóttir GVG 28.6
0403508109 Pauline Jean Haftka GVG 20.8
0604662469 Dóra Henriksdóttir GVG 17.2
 15:00  2108642889 Ásgeir Ragnarsson GVG 8.4
0202624279 Magnús Jónsson GBB 6.6
2708713569 Pétur Vilbergur Georgsson GVG 5.4

09.07.2009 22:28

Rástími föstudagur

13:00  2112932179 Benedikt Snær Gylfason GOB 100.0
1902932389 Baldur Þór Sigurðarson GVG 31.1
0804932909 Sigurður Helgi Ágústsson GVG 36.0
 13:10 
 13:20 
 13:30  0701353379 Magnús Álfsson GVG 36.0
1006484829 Sverrir Karlsson GVG 33.2
 13:40  1805972209 Aldís Ásgeirsdóttir GVG 36.0
1611633929 Guðrún Björg Guðjónsdóttir GVG 37.2
 13:50  0508605079 Kolbrún Haraldsdóttir GVG 35.8
1908602219 Bryndís Theódórsdóttir GVG 27.7
 14:00  2508653849 Gunnar Ragnarsson GVG 33.8
2707524629 Páll Guðfinnur Guðmundsson GVG 19.3
 14:10  1702565069 Konráð Hinriksson GVG 13.7
0205442529 Guðni E Hallgrímsson GVG 16.4
 14:20  1508913109 Hákon Gunnarsson GVG 16.6
1901775059 Hinrik Konráðsson GVG 13.4
2001713659 Kjartan Sigurjónsson GVG 15.8
 14:30  2211913079 Benedikt Lárus Gunnarsson GVG 13.3
1809862359 Ragnar Smári Guðmundsson GVG 14.1
2306614059 Guðlaugur Harðarson GVG 11.9
 14:40  2110645529 Kristmundur Harðarson GVG 23.2
0908603219 Ágúst Jónsson GVG 22.9
1811673789 Þórður Áskell Magnússon GVG 18.3
 14:50  2805653939 Anna María Reynisdóttir GVG 28.6
0403508109 Pauline Jean Haftka GVG 20.8
0604662469 Dóra Henriksdóttir GVG 17.2
 15:00  2108642889 Ásgeir Ragnarsson GVG 8.4
0202624279 Magnús Jónsson GBB 6.6
2708713569 Pétur Vilbergur Georgsson GVG 5.4

Vafraðu um

Flettingar í dag: 450
Gestir í dag: 161
Flettingar í gær: 462
Gestir í gær: 175
Samtals flettingar: 2112849
Samtals gestir: 270375
Tölur uppfærðar: 1.12.2021 11:50:24

Tenglar