Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Færslur: 2009 Ágúst

31.08.2009 17:53

Ryder

Matartilhögun.  Allir þeir sem vilja borða með okkur að leik loknum vinsamlegast tilkynnið það til Geira Ragga eða Þórðar Magg.  Enn er óljóst hvað verður í matinn en það verður eitthvað voða gott.  Maturinn kostar 2.200 per mann. 

Vestarrmenn munið að hver og einn keppandi á að koma með eitthvað góðgæti heiman frá sér, kleinur, hnallþórur, brauðtertur eða hvað sem mönnum dettur í hug.

30.08.2009 22:29

Vesturlandsmót kvenna

Það er gaman að segja frá því að GVG á nú vesturlandsmeistara kvenna en Dóra Henriks vann þetta örugglega.  Mostrakonur unnu svo sveitarkeppnina.

Við óskum Dóru innilega til hamingju með titilinn og mostra konum einnig.

28.08.2009 11:59

Hjóna og paramótið

Það mættu heil 3 pör á mótið sem engu að síður var æsispennandi.  Hjónin Þórður og Dóra féllu út eftir 9 holur, einu höggi undir, en hjónin Garðar og Kjartan fóru í 2ggja holu umspil við Hemma og Ragnar Smára.  Fóru leikar þannig að Hemmi og Ragnar Smári eiga rómantískan kvöldverð á Kaffi 59 í vændum.

Golfkveðjur.

27.08.2009 11:14

Hjóna og paramót í dag

Hjóna og paramótið verður kl 17,30 í dag og verður spilað greensome.  Mótanefndin sér um þetta síðasta mót og hvetjum við sem flesta til að mæta.

24.08.2009 22:13

Stjórnarfundur 24 ágúst 2009

Fundur 24 ágúst 2009
Mættir voru; Þórður Magnússon og Pétur V. Georgsson.

Pétur setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og árétti reglur um fundarsköp.  Fundurinn kaus Þórð Magnússon fundarritara.

  1. Ástand röffvélar.  Þórður upplýsti að formaður Mostra væri búinn að gefa vilyrði fyrir því að geta notast röffvél Mostra þar sem okkar vél er í lamasessi.  Einnig upplýsti Þórður að Kjartan Sigurjónsson hefði verið ráðinn til þess að gera við vélina en kúplingsdiskar eru sennilegast ónýtir í vélinni.
  2. Ryderkeppnin.  Tillaga kom fram um að leita til formanns kvennanefndar um að sjá um veitingar í Ryderkeppni karla og á móti sjái karlpeningurinn um veitingar í Ryderpeppni kvenna.
  3. Vinnudagur.  Ákveðið var að halda ekki vinnudag fyrr en hægt verður að fara í grjóthreinsun og vetrarfrágang á velli.
  4. Stjórn vill koma fram þakklæti á framfæri til Gundu læknis og Lars Magne Nygaard fyrir höfðinglega gjöf til klúbbsins okkar en þau eru að yfirgefa Grundarfjörð og gáfu okkur í kveðjuskyni glænýjan, stórann og mikinn frystiskáp.  Stjórnin óskar Lars og Gundu velfarnaðar á nýjum slóðum.
  5. Umræður um aðra braut.  Tekin var ákvörðun um að röffið vinstarmegin og framan við hólinn yrðu sleginn neðar á næsta sumri og í lok næsta árs verði tekinn ákvörðun um endanlega útfærslu brautarinnar.
  6. Árshátíð.  Ákveðið var að árshátíð félagsins yrði haldin þann 19. September í Hótel Framnesi.   Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti.  Stefnt verður að því að halda skemmtimót fyrr um daginn ef veður leyfir.  Um 9 holu flaggakeppni verður að ræða ef veðurguðirnir samþykkja slíkt.
  7. Starfsmannamál.  Ákvörðun var tekinn um að ráða starfsmenn frá miðjum maí til loka ágúst á næsta ári.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 21.12

20.08.2009 12:25

Landsbankamótaröð

Mótinu er frestað til laugardags 22 ágúst.

Ekki er víst að náist að spila fyrir myrkur í kvöld.

Ræst er út frá kl. 12.00 til 14.00 á laugardag. Að lokinn spilamennsku er
fínt að fara í hólminn og taka bryggjuballið.

19.08.2009 21:21

Landsbankamótaröðinn

Í höggleik er staðan þessi


Hjá konum
                                                                                                                              Samtals
Dóra Henriksdóttir 91 91 94 276
Jófríður Friðgeirsdóttir 98 100 97 295
Anna María Reynisdóttir 98 103 104 305
Hugrún Elísdóttir 87 92 179og hjá körlum

Ásgeir Ragnarsson 82 79 78 239
Pétur Vilbergur Georgsson 82 84 74 240
Hermann Geir Þórsson 80 80 160
Dagbjartur Harðarson 89 82 171

19.08.2009 21:10

Landsbankamótaröðin

Þegar 4 mót eru búinn af 5 í Landsbankamótaröðinni er staðan þessi í punktakeppnini

3 bestu skor eru talinn

Nafn Mót nr 1  mót nr 2 mót nr 3 Mót nr 4 Mót nr 5  Staða 
Kjartan Sigurjónsson 42 39 34 115
Jófríður Friðgeirsdóttir 38 36 39 113
Þórður Áskell Magnússon 34 39 40 113
Ólöf Hildur Jónsdóttir 42 36 34 112
Anna María Reynisdóttir 39 35 32 106
Ásgeir Ragnarsson 32 36 37 105
Guðni E Hallgrímsson 34 32 36 102
Benedikt Lárus Gunnarsson 33 32 36 101
Dóra Henriksdóttir 31 34 35 100
Jón Björgvin Sigurðsson 38 31 31 100
Ragnar Smári Guðmundsson 29 34 37 100
Pétur Vilbergur Georgsson 30 28 37 95
Garðar Svansson 25 37 31 93
Bryndís Theódórsdóttir 25 30 33 88
Ágúst Jónsson 27 32 29 88
Hákon Gunnarsson 42 32 74
Hermann Geir Þórsson 36 36 72
Steinar Þór Alfreðsson 39 31 70
Gunnar Ragnar Hjartarson 38 29 67
Guðlaugur Harðarson 35 30 65
Dagbjartur Harðarson 27 32 59
Hinrik Konráðsson 27 28 55
Bent Christian Russel 28 22 50
Sverrir Karlsson 27 22 49
Kristmundur Harðarson 32 16 48
Guðrún Björg Guðjónsdóttir 10 17 18 45
Páll Guðfinnur Guðmundsson 42 42
Sveinn Sigmundsson 42 42
Kolbrún Haraldsdóttir 36 36
Gunnar Ragnarsson 35 35
Þór Geirsson 34 34
Konráð Hinriksson 33 33
Magnús Jónsson 30 30
Hugrún Elísdóttir 30 30
Helga Ingibjörg Reynisdóttir 29 29
Jóhann Garðarsson 23 23
kristín Pétursdóttir 13 13

18.08.2009 19:07

XXVIII Evrópumót karla 55 ára og eldri í golfi


XXVIII Evrópumót karla 55 ára og eldri hefst á miðvikudaginn, 19. ágúst, í Ungverjalandi. Um er að ræða tvö mót, Meistarakeppni, og þar sem keppt er án forgjafar og Bikarkeppni, þar sem keppt er með forgjöf. Það er 21 þjóð sem sendir lið til keppninnar að þessu sinni, en keppt er í þrjá daga og er eleikinn höggleikur alla dagana. Keppt er í 6 manna sveitum og telja 4 bestu á hverjum keppnisdegi. Ísland sendir eins og undanfarin ár sveitir í bæði mótin. Þeir sem skipa sveitirnar að þessu sinni eru: Keppni án forgjafar: Jón Haukur Guðlaugsson, Rúnar Gíslason, Þorsteinn Geirharðsson, Óskar Sæmundsson, Snorri Hjaltason og Hans Isebarn. Liðsstjóri er Sveinn Sveinsson. Keppni með forgjöf: Jóhann P. Andersen, Þór Geirsson, Ágúst Guðmundsson, Bergþór Ólafsson, Magnús Hjörleifsson og Tryggvi Þór Tryggvason. Liðsstjóri er Friðþjófur Helgason.
Hernrý Þór Granz formaður LEK er fararstjóri og mun hann jafnframt sitja þing Evrópusamband eldri kylfinga, sem jafnan er haldið í tengslum við mót.
Eins og áður er getið hefst mótið á miðvikudag og því lýkur á föstudag. Liðið sem leikur án forgjafar leikur á velli sem heitir Pannonina og er hann par 71, en forgjafarliðið leikur á velli sem heitir Old Lake.
Veðrið á keppnisstað er mjög gott, sólskin og um 28-30 stiga hiti. Ég mun segja fréttir hér á síðunni að loknum hverjum keppnisdegi, en auk þess vil ég benda á hægt er að nálgast allar upplýsingar um mótið á heimasíðu mótsins: seniorgolf.hu.

Vestarr óskar okkar manni góðs gengins en Tóti Geirs spilar í Forgjafarliðinu á Old Lake.

17.08.2009 11:10

Loftmynd

Ég var að fá senda þessa loftmynd af Bárarvelli.  Gaman að sjá völlinn frá þessu sjónarhorni en Freysteinn Jónsson flaug yfir völlinn um daginn og tók þessa mynd

16.08.2009 21:11

36 holumótið, Valkyrjur og Víkingar

Jæja þá er stórri golfhelgi lokið.  Á föstudeginum var Vestarr Valkyrju og Víkingamótið haldið og voru þáttakendur ekki færri en 33 og man ég ekki eftir svo mörgum þáttakendum áður.  Það má svo sem vel vera að minni mitt sé bara svona gloppótt en allaveganna var þetta frábær þáttaka.  Gerðu golfarar sér glaðann dag og grilluðu ofaní sig eftir mót og varð úr hin besta skemmtum.  Leikar fóru svo:

Valkyrja golfklúbbs Vestarr árið 2009 er Helga Ingibjörg Reynisdóttir  (Systa)
Víkingur golfklúbbs Vestarr árið 2009 í fyrsta flokk karla er Hermann Geirs.
Víkingur golfklúbbs Vestarr árið 2009 í öðrum flokk karla er Guðni E. Hallgríms.
Hér eru myndir af hetjunum:
Og svo myndir af nokkrum öðrum þáttakendum:Strax daginn eftir var hið bráðskemmtilega 36 holu mót Kaupþings sem haldið er á báðum völlum, okkar og Mostra í Stykkishólmi.  Það var haldið í blíðskaparveðri og voru þáttakendur alls 74 og fóru leikar svo:

Höggleikur án forgjafar karlar:
1. sæti, Pétur Vilbergur Georgsson
2. og 3. sæti, Benedikt Gunnarsson og Högni Högnason

Höggleikur án forgjafar kvenna
1. sæti Anna Jódís Sigurbergsdóttir
2. sæti Jónína Pálsdóttir
3. sæti Kristín Sigurbergsdóttir

Punktakeppni
1. sæti  Benedikt Gunnarsson
2. sæti  Haukur Garðarsson
3. sæti  Jófríður Friðgeirsdóttir

Að loknum 18 holum á GVG vellinum var dýrindissúpa sem Anna Bergs galdraði fram að einskærri list og var það til að toppa annars frábæran dag.  Allir gestir virtust njóta sín vel og mótið heppnaðist mjög vel í alla staði.

Nú má leiða líkum að því að stórmótum okkar fari að fækka, einungis tvö mót eru eftir, Landsbankaröðin 20. ágúst og hjóna og paramót 27. ágúst.  Það er því ekki seinna vænna en að mæta í þau mót sem eftir eru.  Síðan eru náttúrulega Rydermótin eftir, karla mótið 5. sept og kvenna 12. sept.  Þá er bara að vonast til þess að veðurguðirnir verði okkur hliðhollari en síðustu tvö haust og haldi hlífiskildi yfir okkur og vellinum okkar eitthvað fram eftir hausti.  Golfkveðjur.

12.08.2009 19:18

Vestarr valkyrja og víkingur

Rástímarnir komnir:

Stefnt er að hefja leik kl. 17.00 hjá körlum og þar eru 2 flokkar.

konur hefji leik kl. 18.00.
Keppendur eru beðnir að mæta tímalega.
Grillaðir verða hamborgara fyrir keppendur og gesti.


Keppt er í 2 karlaflokkum og kvennaflokki.

Svo er bara að mæta, mótunum fer hratt fækkandi þetta árið og hver að verða síðastur að bæta dollu í dollusafnið.

11.08.2009 21:12

Úrslit sveitarkeppni kvenna

Sveitakeppni GSÍ.

Sveitakeppni GSÍ fór fram dagana 7-9 ágúst.

Kvennasveit Vestarr var skipuð þeim Jófríði, Bryndísi, Dóru, Önnu Maríu og Hugrúnu.

Spilaðir voru fjórir leikir í tvímenning og fjórmenning.

Úrslit urðu þessi í 2 deild.

1 Golfkl. Leynir

2 Golfkl. Mostri

3 Golfkl. Sauðarkróks

4 Golffkl. Vestarr

5  Golfkl. Borganes


Hér er mynd af stúlkunum okkar, svona líka glæsilegur hópur.11.08.2009 18:25

Brautirnar 1-9

Það var svo fallegt veðrið í dag að ég stóðst ekki mátið og skaust upp á völl til að taka myndir.  Ég er því búinn að endurnýja að mestu myndirnar af brautunum.  Ti að sjá þær verðið þið að klikka á hverja braut fyrir sig hérna hægra meginn á síðunni.  Góða skemmtun.

10.08.2009 21:43

Stjórnarfundur Vestarr 10, ágúst 2009. kl.20.30

Stjórnarfundur Vestarr 10, ágúst 2009. kl.20.30


Mættir, Garðar Svansson,  Þór Geirsson,  Þórður Magnússon,  Guðni E. Hallgrímsson
Hugrún Elísdóttir,  Pétur V. Georgsson,  Steinar Þ. Alfreðsson1.    Pétur setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna, Stjórn golfklúbbsins fékk eftirfarandi óundirritað bréf í kvörtunar og athugasemdarkassa:, 30 Júlí 2009  Engar kúlur á æfingasvæðinu, ekki nóg að kaupa líka tína.  Þórður lagði til svar og las það upp:  

Stjórnin mun koma þessum vinsamlegu skilaboðum til starfsmanna enda ekki hlutverk stjórnar að týna kúlur á æfingarsvæðinu.  Það er vert að benda á það að á fyrsta fundi núverandi stjórnar ákvað stjórnin að æfingarkúlur yrðu ókeypis.  Meðal annars var sú ákvörðun tekin vegna vandkvæða við að eiga nógu marga peninga í kúluvél en oft lentu félagsmenn í því að ekki var til peningur í kúluvél, hún tóm eða biluð.  Við þessa  ákvörðun margfaldaðist hinsvegar notkun á æfingarsvæði.  Ekki var unnt að týna kúlur á hverjum degi og þess vegna voru keyptar 5.000 kúlur til viðbótar.  Við það lagaðist ástandið talsvert.  Það er sjálfsagt að bera það upp á aðalfundi félagsins  hvort betra sé að taka kúluvélina í notkun á ný  á næsta ári.   Þess má að lokum geta að stór hluti þeirra starfa sem unninn er við golfklúbbinn er unninn í sjálfboðaliðastarfi og því geta þeir sem lenda í þeim hremmingum að ekki séu til tilbúnar ókeypis kúlur í fötu,  litið á það sem sitt framlag til reksturs klúbbsins að týna kúlur í fötu handa sjálfum sér.
 Samþykkt
2.     Fjárhagsáætlun Grundarfjarðarbæjar, Þórður gjaldkeri lagði fram tilllögu um beiðni til Grundarfjarðarbæ um starfmann úr unglingavinnu næsta sumar. Í staðinn fengju börn og unglingar í Grundarfirði frítt spil á vellinum. Samþykkt.
3.    Vinnudagur. Lagt er til að vinnudagur verði um miðjan september eftir vinaklúbbakeppni kvenna á milli GVG og Mostra. Skipuleggja þarf verkefni og undirbúa vinnudaginn. Fá verkfæri og tæki sem og efni sem til þarf.
4.    Greiðslur til starfmanna. Starfsmenn eru ráðnir til 15 ágúst. Pétur lagði til að samið yrði við Benedikt um að vinna áfram á meðan þörf er á slætti.
5.    Sandbönker á 7 braut. Hugmynd voru um framtíðarútfærslu því svæði sem fyrri sandbönker er á  7 braut. Finna þarf lausn fyrir veturinn þannig að framkvæmdum verði lokið fyrir næsta sumar.
6.    Kaupþing 36 holu mót. Farið var yfir undirbúning vegna 36 holumót og farið yfir starfsmannamál. Pétur skýrði frá samningi við KB vegna mótsins. Boðið verður upp á súpu og brauð fyrir leikmenn eftir 18 holur.
7.    Vestarr Vikingur og Valkyrja, Boðið verður upp á hamborgar á mótinu og reynt að skapa góða stemmingu. Félagsmenn eru kvattir til að fjölmenna og taka þátt, bæði sem áhorfendur og keppendur.
8.    Umræður voru umhverfi og ásýnd vallarinns og lagt til að unnið verði í því fyrir næsta sumar. Laga þarf skilti, bekki og fl sem viðkemur ásýnd vallarinns.
9.    Fundi slitið 21.25

                             

Fund ritaði Garðar Svansson

Vafraðu um

Flettingar í dag: 506
Gestir í dag: 165
Flettingar í gær: 462
Gestir í gær: 175
Samtals flettingar: 2112905
Samtals gestir: 270379
Tölur uppfærðar: 1.12.2021 13:23:51

Tenglar