Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Færslur: 2009 Október

27.10.2009 23:15

Sveitarkeppin 3 okt

Hann Krissi er enn að tína í mig myndir frá sveitarkeppninni sem haldin var á Geysisvellinum, hann er jú iðnaðarmaður og hlutirnir skila sér stundum aðeins seinna en þeir koma...
Hér koma myndirnar:

23.10.2009 18:11

Skítur, skítur og meiri skítur

Jæja þá er búið að tæma námuna hans Hreins á Berserkseyri.   Þetta voru sex fullir bílar sem okkur telst til að séu um 90 rúmmetrar af lambaskít.  Við þetta mun bætast eitthvað af hrossaskít þannig að við ættum að geta teppalagt völlinn af skít okkar nú þegar frysta tekur.  Við reiknum með að gera þetta þegar jörð er frosin til að skemma ekki brautir eða slóða.  Enn og aftur þökkum við Hreini, Palla og Tryggva fyrir þeirra framlag og vinnu.

Bestu kveðjur.

22.10.2009 12:59

Sveitarkeppni og skítur

Skrýtin fyrirsögn en allt hefur sínar skýringar.  Krissi var að senda mér þessar myndir frá sveitarkeppninni í sumar og ég skelli þeim hér inn okkur til gamans og til upprifjunar á því hvað þetta er nú skemmtilegt þegar veðrið er gott.  Skíturinn kemur síðar...


Skemmtilegar myndir en þá að skítnum.  Við Palli og Tryggvi fórum til Hreins á Berserkseyri í gær og fengum gefins þrjá fulla vörubíla af lambaskít og okkur stendur til boða enn meir síðar í vikunni.  Þetta er himnasending enda áburður fokdýr og reyndar ekkert sem toppar það að fá heilbrigðan gamaldags skít. 

Við þökkum Palla, Tryggva og að sjálfsögðu Hreini kærlega fyrir þeirra framlag.


03.10.2009 15:17

Bráðabirgðauppgjör 2009

Svona lítur árið út þegar lítið sem ekkert er eftir af því.  Einu reikningarnir sem bætast við þetta verða viðhaldsreikningar og rafmagn.

Þetta verður svo að sjálfsögðu betur kynnt á aðalfundi þegar að honum kemur.

Rekstrargjöld
Viðhald valla og tækja 108.257
Rekstur golfvallar 815.951
Vallarleiga 420.000
Laun og launatengd gjöld 1.186.840
rekstur sjoppu 704.869
Viðhald eigna, rafmagn og sími 315.422
Mótakostnaður, sveitarkeppnisgjöld + námskeiðastyrkir 221.150
Verðlaun 308.256
Tryggingar og fasteignagjöld 39.805
Prentun og ritföng 88.254
GSÍ 244.800
Fjármagnsgjöld, bankakostnaður 99.894
Gjöld ársins 4.553.498
Fjárfestingar
Keypt/Greidd tæki 2.591.392
Uppfylling við Skála 250.000
Fjárfestingar ársins 2.841.392
Rekstrartekjur ársins 8.081.032
Rekstrarkostnaður ársins 4.553.498
Hagnaður ársins 3.527.534
Bankakostnaður og fjármagnsgjöld 99.894
Hagnaður ársins fyrir fjármagnsgjöld 3.627.428
Nokkrar lykiltölur - Innkoma
Daggjöld innheimt í sjoppu 173.000
Daggjöld innheimt í kassa 246.350
Vallarleiga 455.333
Mótatekjur 917.500
Félagsgjöld 2.178.604
Sláttusamningur 1.360.000
Styrkir og auglýsingar 1.148.095
Sjoppa 1.602.150
Samtals
8.081.032
  • 1

Vafraðu um

Flettingar í dag: 483
Gestir í dag: 164
Flettingar í gær: 462
Gestir í gær: 175
Samtals flettingar: 2112882
Samtals gestir: 270378
Tölur uppfærðar: 1.12.2021 12:52:10

Tenglar