Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Færslur: 2010 Júní

29.06.2010 21:43

Paramót

Fyrsta paramótið var haldið í dag í blíðskaparveðri.  Mættu níu pör, 18 manns og var virkilega góð stemning.  Maggi Jóns og kona hans unnu mótið með glæsibrag.  Spilað var Texas scramble.  Dagbjartur og Anna María sáu um mótið að þessu sinni og gerðu það af sínum alþekkta myndarskap.

Næsta paramót verður haldið þegar veðrið verður jafn gott við okkur og vonandi innan skamms.  Næstu mótshaldarar voru dregnir út og verða það þau Dóra Henriks og Guðrún Björg sem sjá um næsta mót.

Fyrirkomulagið er aðeins breytt, aðeins kostar nú 500 kr per einstakling að spila en í staðinn eru engar veitingar.  Vinningar eru hinsvegar enn til staðar og voru þeir í þetta skiptið af stærri gerðinni; rauðvín, hvítvín, pizzur og pulsa og kók!  Ekki amalegt það.

29.06.2010 16:57

Vinnuskóladagur

Vinnuskóli Grundarfjarðar heimsótti okkur í dag og átti góðan dag með okkur.  Fyrst var unnið á vellinum, bönkerar lagaðir, boltar týndir af röffsvæði æfingarvallar, girðingar málaðar og völlurinn allur grjóthreinsaður.

Að loknum fínum vinnudegi var haldið pulsupartý, grillaðar heil ókjör af pylsum sem runnu vel ofaní hressa krakkana.  Að því loknu skunduðu þau flest á æfingarsæðið og vonandi tóku þau þar fyrstu skrefin í íþróttinni.

Þessi dagur er hluti af þeim samning sem gerður var við Grundarfjarðarbæ um fríspil unglinga í Grundarfirði.  Þakkar stjórn Vestarr krökkunum fyrir daginn sem og henni Bibbu sem stýrði krökkunum af stakri snilld.

Hér er svo mynd af hetjunum:

29.06.2010 16:08

Meistarmót Vestarr

Meistarmót Vestarr

Skráningu lýkur 5 júlí kl. 21.00

Mótið  er spilað dagana 6 til 10 júlí.  Á föstudeginum verður slegið upp veislu fyrir

keppendur og gesti,  verð fyrir gesti í grillið er 2000kr fyrir fullorðna og 1000kr fyrir börn

Vinsamlegst skráið gesti sem fyrist í síma 6621709

Karlar í 1 og 2 flokk og konur í 1 flokk spila 72 holur

4 daga 18 holur.

Spilað er þriðjudag til föstudags
Frídagur hjá nýliðum kvenna, nýliðum karla, öldungum og unglingum á fimmtudegi.

Konur athugið

Konur með 36 og yfir skrá sig í kvennaflokk  en konur undir 36 skrá sig í 1 flokk kvenna.

Keppt verður í Eftirtöldum flokkum.

Karlaflokkur:                     Keppnisgjald     4500kr.
1. flokkur karla 0,0 - 18,0 72 holur, gulir teigar
2. flokkur karla 18,0 - 36,0 72 holur, gulir teigar

Nýliðar karla 36 +  54 holur, gulir teigar
Öldungaflokkur karla 55+ 0,0 - 36,0 54 holur, rauðir teigar

Kvennaflokkur,                                Keppnisgjald   4500kr.

1 flokkur kvenna: 0,0 - 35,9 72 holur, rauðir teigar

Kvennaflokkur:  36,0 +   54 holur, rauðir teigar


Unglingaflokkur: 0,0 - 36,0 54holur, rauðir teigar.  Keppnisgjald 2000kr.

Á föstudegi verður ræst út fyrir þar sem ætlunin er að ljúka mótinu með grill veislu og krýningu klúbbmeistara.

Mótanefnd um raða upp rástímum á 1 degi og síðan er ræst út eftir skori næstu daga.

Keppendum er raðað eftir flokkum þannig að þeir í 2 flokk séu að spila innbyrðis og framvegis.

Unglingaflokkur mun hefja leik svo öldungar, kvennaflokkur, 2 flokkur karla, 1 flokkur kvenna og svo

1 flokkur karla síðastur.
Keppendum er uppálagt að mæta á fyrsta teig lágmark 5 mín. fyrir boðaðan rástíma. Keppandi ber einn ábyrgð á að mæta á réttum tíma á teig.

Verði tveir eða fleiri keppendur jafnir í verðlaunasæti án forgjafar, þá skulu þeir leika bráðabana á 9 holu til úrslita. Nándarverðlaun verða á holum 4/13 og 8/17 á síðasta degi.

Sigurvegarinn í höggleiknum í karla og kvennaflokki verður krýndur Meistari GVG.

Einnig verður punktameistari krýndur

Skráning á golf.is

Og í síma 6621709, Garðar

28.06.2010 08:57

4 ný vallarmet á einu mót.

Arion banki 36 holur úrslit

Spilað á Bárarvelli og Víkurvelli.

Höggleikur - karlar
1. Magnús Lárusson GKJ (69+70) 139 högg
2. Pétur V. Georgsson GVG (72+71) 143 högg
3.Tómas Peter Broome Salmon GKJ(74+74) 148 högg

Magnús Lárusson GKJ setti nýtt vallarmet á báðum völlum. Á Bárarvelli spilaði Magnús á 69 höggum af gulum teigum og á 70 höggum á  Víkurvelli.

Höggleikur konur:
1. Anna Jódís Sigurbergsdóttir GK (81+83) 164 högg
2.Auður Kjartansdóttir GMS (87+91) 178
3. Jónína Pálsdóttir GKG (87+91) 178

Anna Jódís Sigurbergsdóttir GK lék árangur Magnúsar eftir og setti einnig  ný vallarmet á báðum völlum. Víkurvöll spilaði hún á 83 höggum af rauðum teigum og á Bárarvöll spilaði hún á 81 höggi

Punktakeppni -opinn flokkur

1. Jón Björgvin Sigurðsson GVG (39+40) 79 punktar
2. Margeir Ingi Rúnarsson GMS (40+38) 78 punktar
3. Pétur V Georgsson GVG (39+38) 77 punktar

Nándarverðlaun:
Bárarvöllur
4/13 braut Guðlaugur Rafnsson GJÓ
8/17 braut Auður Kjartansdóttir GMS

Víkurvöllur
6/15 braut
Margeir Ingi Rúnarsson GMS
9/18 Guðlaugur Rafnsson GJÓ

Mótstjórn þakkar öllum sem að mótinu komu gott starf.


27.06.2010 22:02

Stjórnarfundur 27.06. 2010

Stjórnarfundur 27. júní 2010 kl:20.00

Mættir:  Þórður, Helga Ingibjörg,  Anna María, Garðar.

Fundarstjóri:  Anna María

Kúlur á æfingasvæði,  sést hefur til ungra manna taka kúlur á æfingasvæði og ákveðið er að stjórn taki á því máli.  

Hirðing á kúlum,  slá þarf betur röff svo betur gangi að ná upp kúlum af æfingasvæði. Kúlur skemmast ef þær lenda í sláttuvél.

Arion banka mót. Frábært mót í alla staði veðrið lék við mótsgesti og að loknum 18 holum beið keppenda dýrindis súpa og brauð. Stjórn þakkar starfsmönnum móts og sjálfboðaliðum fyrir gott starf við mót.  

Gestkomendur hafa á orði hvað völlurinn er  snyrtilegur, fallegur og vel  hirtur.  

Sagt frá samtali við Hannes Þorsteinsson golfvallarhönnuð. Í samráði við Hannes Þorsteinsson  og stjórn Vestarr  verða haldnir tveir fundir í september 2010 um framtíðarbreytingar á velli. Á vefnum okkar er kominn linkur sem heitir : "Breytingar á velli".  Hvetur stjón félagsmenn til að kíkja þar inn og koma með hugmyndir. Einnig er komin ný teikning og endurbætt á vefinn teikning sem Hannes endurvann árið 2006.  Hún er hér.  Skoðuð var hugmyndavinna að æfingasvæði frá Marteini eftir teikningum sem hann vann og lýsir stjórnin yfir ánægju með metnaðarfullt starf sem Marteinn hefur verið að vinna. Stjórn samþykkir þá hugmyndavinnu sem hann hefur unnið. Teikningu má sjá á heimasíðunni hér.

Eftir vallarbreytingu var sett nýtt met á Bárarvelli og var það gert á móti Arion banka laugardaginn 26.06 2010. Vallarmet karla á 69 höggum á Magnús Lárusson og einnig má þess geta að Pétur Georgsson fór líka undir pari vallarins á 71 höggi á sama móti. Vallarmet kvenna var einnig sett á móti Arion banka og fór Anna Jódís Sigurbergsdóttir á  81 höggi. Það skemmtilega við þetta er að þessir aðilar settu líka vallarmet á velli Mostra í Stykkishólmi, sama dag, á sama móti.  

Samstarfssamningur við Arion banka, Golfk. Vestarr og Golfk. Mostra.  Lagður fram samningur til samþykktar og hann samþykkur. Formanni falið að undirrita samning við Arion banka.

Minningarmót.  Tillaga lögð fram um nefnd til framkvæmdar minningarmóts.

Meistaramót.  Í ljósi fjölgunar í klúbbi verða  tveir flokkar í kvennaflokki í ár, fyrsti  flokkur undir 36 annar flokkur yfir 36. Þær sem eru yfir 36 spila 3 daga. Einum flokki verður einnig bætt við hjá körlum og verður það nýliðaflokkur 36+, spila þeir líka í þrjá daga. Matarnefnd skipuð til að sjá um veitingar á meistaramóti. Dagskrá meistaramóts nánar auglýst síðar. 

Ábending til vallarnefndar að  beina umferð  af svæðum sem þola ekki áníðslu. Yfirfara þarf allt vökvunarkerfi á velli og finna lausn á þeim málum í samráði við landeiganda og vallanefnd.

Önnur mál.

Vinnuskóli í kemur með 18-20 krakka nk. þriðjudag kl: 9. Stjórnarliðar og aðrir félagsmenn sem áhuga hafa á að starfa með unga fólkinu eru hvattir til að koma og vinna með þeim. Pylsupartý verður í lok dags.

Mótanefnd tók sér það bessaleyfi að leigja tvö ferðaklósett til að hafa á velli í sumar. 

Golfklúbbnum barst gjöf í kvöld frá Systu og Bent, 500 æfingaboltar.

Fundi slitið 21:20.


21.06.2010 11:59

Jónsmessumót Hótel Framnes og Vífilfell


Á föstudaginn 18 júní var spilað Jónsmessumót Framnes og Vífilfell.

Þrátt fyrir að veðurspá hafi ekki verið okkur hagstæð þá rættist úr veðri og þátttaka
á mótinu var góð.

Ræst var út á öllum teigum kl. 18.30 og lauk spilamennsku um kl. 20.30
og var spilað Greensome

Allir fengu teiggjafir frá Vífilfell áður en leikur hófst.

Þegar leik lauk beið frábær súpa og brauð frá Hótel Framnes og drykkir frá Vífilfell til
að skola súpunni niður.  Hvetjum alla sem misstu af þessu mót að fara á Hótelið og athuga
hvort Gísli geti galdra fram súpuna góðu.

Sigurvegarar voru þeir félagar Kjartan Sigurjóns og Gunnar Hjartarson,

Fengu þeir meðal annars glæsilega ljósmynd frá Sverri Karls  ( http://sverrirk.123.is/ )


Mótanefnd þakkar keppendum og styrktaraðilum fyrir skemmtilegt mót

21.06.2010 10:28

Vinaklúbbakeppni kvenna Vestarr og Mostra

Í gær sunnundaginn 20 júní spiluð konur í Vestarr og Mostra fyrri dag í vinaklúbbakeppni kvenna.

Ræst var út í 1 leik dagsins kl. 10.30 og voru 5 lið ræst út.
spilað var texas og hér voru Mostra konum mjög sterkar og fóru leikar þannig að
Vestarr var með 1 vinning en Mostri með 4.

2 leikur dagsins var Greensome. Aftur voru 5 lið ræst út.
þar var jafnt að leik loknum, hvort lið með 2,5 vinning.

og þá var bara eftir tvímenningur, þar var raðað niður eftir forgjöf þannig að þær bestu spiluð
saman og svo koll af kolli.

Hér voru ræst út 11 lið og fóru leikar þannig að Vestarr landaði 6 vinningum
en Mostri 5.

Staðan er því þannig að Mostri er með 2 vinninga forskot fyrir seinni hluta sem verður haldinn
á Víkurvelli 11 september.

Mótanefnd þakkar skemmtilegt mót og góðar veitingar.

20.06.2010 14:13

Breytingar á velli og framtíðarsýn

Áríðandi tilkynning.

 

Í samræmi við ákvörðun stjórnar þann 19. Maí 2010 leitaði undirritaður til Hannesar Þorsteinssonar golfvallarhönnuðar sem teiknaði Bárarvöll í upphafi.  Við kynntum honum hugmyndir okkar um hvernig ætti að standa að breytingum á vellinum og var Hannes mjög sammála okkur um verkferlið sem búið er að hanna og jafnframt bauðst hann til að taka þátt í verkefninu með okkur.  Hugmyndin er eftirfarandi:


Haldinn verður almennur félagsfundur í september.  Á þann fund mun Hannes mæta og við förum yfir hverja braut fyrir sig.  Allar hugmyndir eru á þeim fundi jafngildar og ekki verður farið í gagnrýni á þær hugmyndir heldur þær einungis skrifaðar niður og fólki gefið tækifæri á að rökstyðja sínar hugmyndir ef það kærir sig um.  Þeir sem það geta vinsamlegast komið hugmyndum til stjórnar fyrir fundinn þar sem það flýtir allri vinnu.


Eftir þann fund tekur Hannes saman allar þær hugmyndir sem fram komu á fundinum og setur þær upp með sínum eigin rökstuðning, þannig að hann mælir annað hvort með þeim breytingum eða á móti sem og hefur hann einnig frjálsar hendur um eigin tillögur.  Þá verður haldinn annar fundur,um það bil tvær vikur eftir fyrri fundinn, þar sem Hannes mætir aftur og farið verður yfir hans vinnu og kosið um hverja og eina breytingartillögu þar sem hver og einn félagsmaður hefur eitt atkvæði.


Hugmyndin með þessu fyrirkomulagi er að skapa stjórnum langtímamarkmið þannig að stjórnir geti forgangsraðað eftir fyrirfram samþykktu plani.  Fundir af þessu tagi gætu verið gott að hafa á u.þ.b. tíu ára fresti.  Félagsmenn eru því hvattir til að mæta á þennan fund sem verður rækilega auglýstur og félagsmenn eiga ekki að vera mikið að hugsa um fjármál þegar þeir koma með sínar hugmyndir þar sem þetta eru langtímaplön og erfitt að segja til um hversu vel klúbburinn mun standa eftir 5-10 ár.

15.06.2010 15:03

Jónsmessumót Hótel Framnes og Vífilfell

Skemmtimót Hótel Framnes og Vífilfell.
Föstudaginn 18 júní kl. 18.00


9 holu mót
Spilað er Greensome

2 félagar saman. Vinsamlegast skráið
saman þegar skráð er.
Ræst er út á öllum teigum kl. 18.30.

Þáttökugjald kr. 1500 á mann

Aldurstakmark er 18 ára.

Teiggjafir í boði Vífilfell.
I mótslok býður Hótel Framnes upp á bragðgóða súpu.

Skráning á Golf.is

Einnig hjá Garðar í síma 662-1709
og Kjartan í síma 860-0714

Allir velkomnir.

15.06.2010 15:02

Landsbankamótaröð Vestarr


Mót nr 2 í landsbankamótaröðinni hjá Vestarr var spilað 10 júní á Bárarvelli.
Ekki var útlit fyrir gott veður en þegar leið á daginn skánaði veðrið og
þó nokkrir mættu á völlinn og tóku þátt.
Helstu úrslit voru þessi


Besta Skor
Staða Kylfingur
Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls

Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 Alls Mismunur
1 Pétur Vilbergur Georgsson *
GVG 2 F 39 38 77 5 77 77 5
2 Hermann Geir Þórsson *
GVG 6 F 38 40 78 6 78 78 6
3 Benedikt Lárus Gunnarsson *
GVG 10 F 43 39 82 10 82 82 10


Flestir Punktar
Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls H1
  CSA leiðréttingar fyrir Stableford keppnir 0  
1 Sverrir Karlsson * GVG 34 F 20 19 39 39 39
2 Benedikt Lárus Gunnarsson * GVG 10 F 17 20 37 37 37
3 Gunnar Ragnarsson * GVG 33 F 18 19 37 37 37
4 Hermann Geir Þórsson * GVG 6 F 19 17 36 36 36
5 Anna María Reynisdóttir * GVG 27 F 14 21 35 35 35

15.06.2010 09:26

Kvennastarf

 

Grundarfjörður 14. júní 2010

 
GOLF      GOLF     GOLF     GOLF    GOLF                __________________________________

Núna erum við konurnar í Golfklúbbnum Vestarr að fara að dusta rykið af kylfunum okkar og ætlum að vera duglegar að mæta á völlinn í sumar.  Kvennanefndin ætlar ekki að láta sitt eftir liggja og stendur fyrir vikulegum golfkvöldum öll þriðjudagskvöld kl. 17:00. 

Jæja kona góð var kannski áramótaheit þitt að hreyfa þig meira í ár?  Ef svo er þá er alveg tilvalið að labba hring á golfvellinum með hressum golfkonum.

Munið - Kvennakvöldin verða á þriðjudögum kl. 17:00.

Í sumar verður boðið upp á:

·        Fría æfingabolta til að æfa sig á æfingasvæðinu

·        Golfkennslu fyrir þær sem hafa áhuga - Einar Gunnarsson PGA golfkennari verður með kennslu á þriðjudögum í sumar.  Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðunni vestarr.net

·        Konukvöld þar sem hver kona á bjóða með sér gesti til að spila á vellinum.  Boðið verður upp á kennslu fyrir þær sem vilja

·        Kvennamót 1. þriðjudag í mánuði

·        Ryderkeppni milli Vestarrskvenna og Mostra

·        Helgarferð að Hótel Hamri á Vesturlandsmótkvenna helgina 29. og 30. ágúst

·        Sveitakeppni GSÍ Leirdalnum hjá GKG

Kvennanefnd GVG sumarið 2010 skipa þær:

Hugrún Elísdóttir formaður               438 6592 / 695 8392

Bryndís Theodórsdóttir                     438 6788 / 862 1355

Anna María Reynisdóttir                   438 6638/ 869 6076

Kolbrún Haraldsdóttir                        438 6606 / 845 0004

Mikilvægar dagsetningar fyrir sumarið 2010

JÚNÍ

Ryderkeppni milli Vestarrs- og Mostrakvenna mánudaginn 20. júní - Á Bárarvelli.


JÚLÍ

Meistaramót GVG dagana 6. - 9. júlí.


ÁGÚST


Sveitakeppni kvenna 1. og 2.deild í Garðabæ hjá GKG dagana 13. - 15. ágúst.

Vestarr víkingur og valkyrja - ekki komin nein dagsetning á mótið

Vesturlandsmót kvenna í Borgarnesi, sunnudaginn 29. ágúst.

Seinni hluti Ryderkeppninnar milli Vestarrs- og Mostrakvenna
laugardaginn 11. september - Á Víkurvelli.

Í sumar verða einnig fullt af skemmtilegum mótum og konur hvattar til að taka þátt í þeim.

13.06.2010 21:51

Stjórnarfundur

Stjórnarfundur 13.06 2010 kl: 20.00

Mættir, Pétur Vilberg, Þórður, Dagbjartur, Ágúst, Kjartan, Anna María

Fundarstjóri Pétur Vilberg

Formaður þakkar nýliða og unglinganefndinni  fyrir frábært framtak á mótinu Haltur leiðir blinban. Mótið tóks í alla staði mjög vel og var lokadagurinn spilaður í frábæru veðri. Þakkar mótanenfd fyrir gott starf í kringum mótin sem hafa gengið snuðrulaust fyrir sig og þakkar Þórði og Önnu Maríu fyrir umsjón með sjoppu.  Frábæt hvað starfið í klúbbnum fer vel af stað þetta sumarið.

Settar verði fastar reglur með fríspil á velli.

Halda paramót í sumar þar sem veður verður látið ráða mestu. Mót verða auglýst með skilaboðum í gegnum síma með stuttum fyrirvara. Mót hugsuð til að ná sem flestum á völlinn og eiga góðann dag saman.  Dagbjartur,  Anna, Ágúst og Anna halda næsta paramót.  Mótsgjaldið verður 1.000 kr. pr.par.  

Kynntur  póstur  frá Runólfi Viðari. Hver félagi fær ákveðana braut til að sjá um, til að mynda

Í hvert sinn sem þú leikur "þína braut" ber þér að gera eftirfarandi:

-          á og við teig tekurðu rusl (brotin tí, bréfarusl, sígarettustubba og annað) og setur í ruslafötu; sé rusl annars staðar á þinni braut þá fjarlægirðu það einnig á leið þinni

-          á brautinni lagfærir þú fáein torfuför

-          á flötinni gerir þú við fáein boltaför

-          í sandgryfjum snyrtir þú misfellur

-          á þinni braut sérðu um að meðspilarar þínir gangi vel um.

Sjá nánar í færslu hér fyrir neðann. Ákveðið að taka þetta upp til að bæta umgengini á velli.

Hugmynd um að klósett verði sett um á velli. Hugmynd að setja það fyrir ofan grín á þriðjubrautinni þar sem stutt er að hlaupa líka af sjöttu brautinn. Hugmynd að færa klósetthús sem er við skála uppeftir og þá er í leiðinni kominn vinnuaðstaða fyrir starfsmenn uppá velli. Stefnt á að hrinda þessu í framkvæmd næsta vetur. 

Ræða við vinnuskóla. Samningur við Grundarfjaraðarbæ  er að einn unglingur kemur úr vinnuskóla 5 daga vikunar. Fá frekar krakka úr vinnuskóla til að koma 5 - 10 saman í einn dag í senn á viku til tveggja vikna fresta, í stað þess að fá einn krakka á hverjum degi.  Vinnudagur myndi enda á æfingasvæðinu til að kynna golfíþróttina fyrir unglingum.

Fjölmiðla umfjöllun frá klúbbnum. Pétur Vilberg tekur að sér að koma fréttum frá klúbbnum í Vikublaðið og Skessuhorn.

Önnur mál.  Reyna gera göngustíg að karlateig á fimmtubrautinni og sá í þar í kring svo umhverfi líti ekki svona villt út.  

Fundi slitið 20:45

13.06.2010 21:05

Hvaða braut á ég?

Rígur, metingur og sjálfumgleði!

Jæja félagar.  Það er ekki oft sem maður hvetur séstaklega til þessa hluta en nú kom að því!

Það er búið að skipta félögunum upp á brautir þannig að hver og einn á sína braut, þetta á við um félaga sem búa á Grundarfirði.  Svona gengur þetta fyrir sig;


Hlutverk þitt:

Í hvert sinn sem þú leikur "þína braut" ber þér að gera eftirfarandi:

-          á og við teig tekurðu rusl (brotin tí, bréfarusl, sígarettustubba og annað) og setur í ruslafötu; sé rusl annars staðar á þinni braut þá fjarlægirðu það einnig á leið þinni

-          á brautinni lagfærir þú fáein torfuför

-          á flötinni gerir þú við fáein boltaför

-          í sandgryfjum snyrtir þú misfellur

-          á þinni braut sérðu um að meðspilarar þínir gangi vel um.

 


Nú er að metast við makann, vinnufélagann og meðspilarann, hver á fallegustu brautina.  Er bekkur á þinni braut, en kúluhreinsir og hvað með..?  Og svo eru menn gríðarlega ánægðir alltaf með sína braut að sjálfsögðu.  Menn og konur mega ganga mjög langt í viðleitni sinni til að vinna.

Svona skiptast félagar í lið;           Braut:

Aðalbjörg A. Gunnarsdóttir 1
Baldur Þór Sigurðarson 1
Elín Hróðný Ottósdóttir 1
Guðbjörg Hringsdóttir 1
Hákon Gunnarsson 1
Ingi Björn Ingason 1
Kjartan Gunnarsson 1
Magnús Soffaníasson 1
Pétur Vilbergur Georgsson 1
Sigríður G Arnardóttir 1
Steinar Þór Alfreðsson 1
Aldís Ásgeirsdóttir 2
Benedikt Lárus Gunnarsson 2
Elín Sigurðardóttir 2
Guðlaugur Harðarson 2
Heimir Þór Ásgeirsson 2
Ingólfur Örn Kristjánsson 2
Kjartan Sigurjónsson 2
Marteinn Njálsson 2
Ragnar Alfreðs 2
Sigríður I Gísladóttir 2
Sturlaugur Grétar Filipusson 2
Anna Bergsdóttir 3
Bent Christian Russel 3
Elvar Þór Alfreðs 3
Guðmundur Reynisson 3
Helga Ingibjörg Reynisdóttir 3
Jófríður Friðgeirsdóttir 3
Kolbrún Haraldsdóttir 3
Nicola Hornsell 3
Ragnar Smári 3
Sigurður Arnar Jónsson 3
Svanur Tryggvason 3
Anna Björg Jónsdóttir Stolz 4
Bergur Einar Dagbjartsson 4
Eva Jódís Pétursdóttir 4
Guðmundur Smári Guðmundsson 4
Hermann Geir Þórsson 4
Jóhann Garðarsson 4
Konráð Hinriksson 4
Ólöf Hildur Jónsdóttir 4
Rebekka Heimisdóttir 4
Sigurður Helgi Ágústsson 4
Sveinn Sigmundsson 4
Anna Jónína Másdóttir 5
Bryndís Theódórsdóttir 5
Eva Kristín Kristjánsdóttir 5
Guðni E Hallgrímsson 5
Hinrik Konráðsson 5
Jóhanna Kristín Sigurðardóttir 5
Kristinn Ólafsson 5
P. Andri Þórðarson 5
Rósa Guðmundsdóttir 5
Sigurður Sigurðssson 5
Sverrir Karlsson 5
Anna María Reynisdóttir 6
Brynjar Kristmundsson 6
Freydís Bjarnadóttir 6
Guðrún Björg Guðjónsdóttir 6
Hjördís Vilhjálsdóttir 6
Jón Björgvin Sigurðsson 6
Krístín Pétursdóttir 6
Pauline Jean Haftka 6
Runólfur Jóhann Kristjánsson 6
Sigurður Þorkelsson 6
Unnur Birna Þórhallsdóttir 6
Ágúst Jónsson 7
Dagbjartur Harðarson 7
Friðfinnur Kristjánsson 7
Gunnar Hjálmarsson 7
Hlynur Sigurðsson 7
Jón Frímann Eiríksson 7
Lára Magnúsdóttir 7
Páll Guðfinnur Guðmundsson 7
Runólfur Viðar Guðmundsson 7
Sonja Sigurðardóttir 7
Þorsteinn Bergmann 7
Ásgeir Ragnarsson 8
Dóra Henriksdóttir 8
Friðrik Tryggvason 8
Gunnar Ragnar Hjartarsson 8
Hugrún Elísdóttir 8
Jón Pétur Pétursson 8
Magnús Álfsson 8
Pétur  Erlingsson 8
Sandra Rut Steinarsdóttir 8
Sóley Soffníasdóttir 8
Þórður Áskell Magnússon 8
Baldur Orri Rafnsson 9
Edvarð Felix Vilhjálmsson 9
Garðar Svansson 9
Gunnar Ragnarsson 9
Inga Gyða Bragadóttir 9
Kjartan Borg 9
Magnús Jónsson 9
Pétur Guðráð Pétursson 9
Sigríður Finsen 9
Sólrún Guðbjartsdóttir 9
Þórey Jónsdóttir 9


Muna svo þetta er keppni með stóru Kái.
Gangi öllum vel.10.06.2010 19:41

10 góðar reglur (sumt á ekki við á mótum)

Gakktu hratt milli högga
Átján holu hringur er u.þ.b. 10 km göngutúr. Gakktu rösklega og þú uppskerð verulega heilsubót, brennir fleiri kaloríum og eykur úthald þitt. Mundu bara að drekka a.m.k. 1,5 lítra af vatni eða úthaldsdrykkjum á hringnum þar sem líkaminn tapar vökva og steinefnum við hreyfinguna.

Vertu tilbúin(n) að slá þegar röðin er komin að þér
Fylgstu með hinum kylfingunum í ráshópnum og vertu tilbúin(n) að slá þegar röðin er komin að þér. Einnig er gott að gera samkomulag þegar leikur hefst að sá kylfingur sem er tilbúinn, hvort sem hann á að slá fyrst eða ekki, getur leikið á undan, svo lengi sem það trufli ekki hina. Á teig getur verið gott að höggstyttri slái fyrst, meðan ráshópur á undan kemst úr færi hinna högglengri.

Aflaðu upplýsinga meðan aðrir eru að leika
Reyndu að vera búinn að meta fjarlægðina og velja kylfu þegar röðin er komin að þér að slá innáhögg. Skoðaðu púttlínuna meðan aðrir pútta, en gættu þess að valda þeim ekki truflun á meðan þú gerir það.

Skráðu skorið á næsta teig meðan aðrir eru að slá, ekki á flötinni
Flaggið er komið í holu, leikmenn ráshópsins á undan þér ganga af flötinni og þú ert tilbúinn að slá, en verður að bíða vegna þess að einn leikmannana stendur enn á flötinni og er að telja höggin og skrá á skorkortið. Þetta er mjög pirrandi og skapar óþarfa töf. Mun betra er að skrá skorin á næsta teig meðan aðrir eru að slá teighöggin, eða skrá skorið meðan aðrir eru að pútta. En ekki standa einn eftir á flötinni og láta ráshópinn á eftir bíða eftir þér meðan þú skráir niður skorið.

Kláraðu stutt pútt - gefðu örugg pútt
Ef boltinn er það nálægt holu að púttið sé nánast öruggt, haltu þá áfram og kláraðu, gættu þín samt að stíga ekki í púttlínu meðspilarana. Gott er að hafa þá reglu að stutt pútt séu gefin, t.d. innan við pútterslengd mínus gripið (höggið sem þurfti í púttið er þó alltaf talið). Þetta sparar heilmikinn tíma í stað þess að merkja boltann og bíða. Þetta er þó að sjálfsögðu ekki leyfilegt í keppnum.

Hleyptu hraðari ráshópum framúr
Ef ráshópur þinn hefur dregist afturúr og leikmenn á eftir hafa beðið á flestum eða öllum brautum, hleypið þá framúr. Ef ráshópur þinn dregst afturúr, þá á fyrst að gera tilraun til að ná leikmönnum á undan, en ef það tekst ekki innan 1-2 brauta þá er rétt að hleypa framúr.

Skildu pokann/kerruna eftir réttu megin við flötina
Þegar þú nálgast flötina skaltu huga að því hvar næsti teigur sé. Það sparar tíma að skilja golfpokann eftir þeim megin sem teigurinn er, þar sem þú þarft þá ekki að ganga í kringum flötina með kerruna.

Taktu með þér 2-3 kylfur ef þú þarft að fara hinum megin við flötina eða útfyrir braut
Ef boltinn þinn lendir fyrir aftan flöt, fjær næsta teig á eftir, skaltu samt skilja pokann eftir teigmegin við flötina. Taktu heldur með þér pútterinn og eina til tvær kylfur sem þú myndir vippa með. Einnig, ef þú slærð högg út í móa, á svæði þar sem illgreiðfært er að fara með kerruna, skaltu taka með þér a.m.k. eina aukakylfu sem er með miklum fláa ef boltinn skyldi liggja það illa að þú þarft að koma boltanum fyrst og fremst inn á brautina.

Reynslumiklir kylfingar bera ábyrð á reynsluminni
Kylfingar með mikla reynslu bera ákveðna ábyrgð á reynsluminni meðspilurum. Það er þeirra hlutverk, hvort sem þeim líkar betur eða verr, að reyna að aðstoða og leiðbeina þeim að bæta leikhraða sinn, t.d. með því að benda á ákveðin skipulagsatriði sem auka leikhraða. Þó ber að gæta nærgætni þegar öðrum eru gefin ráð, ekki skipa fyrir "þú verður að flýta þér", heldur frekar að leiðbeina á góðlátlegan máta, það gefur betri árangur og andrúmsloftið í hópnum verður betra.

Æfingasveiflan
Æfingasveifla gegnir fyrst og fremst því hlutverki að liðka líkamann og minna á hverjir á að framkvæma hreyfingarnar í sveiflunni. Ekki eyða of miklum tíma í að taka gripið, stöðuna. Ekki fara yfir allan tékklistann fyrir æfingasveiflunni. Sveiflaðu kylfunni létt einu sinni til þrisvar sinnum fram og til baka og stilltu þér síðan upp við boltann. Þá getur þú gengið úr skugga um að grunnatriðin séu eins og þau eiga að vera.

Vonandi gagnast þessi ráð og verða til þess að auka leikhraða á golfvöllum landsins. Hringurinn á ekki að þurfa að taka mikið meira en fjóra klukkutíma að leika, ef allir halda vel á spöðunum, eða kylfunum ölluheldur.

Með bestu kveðjum og von um ánægjulegar stundir á golfvellinum.

Úlfar Jónsson
PGA golfkennari
[email protected]

10.06.2010 15:16

Haustferð Vestarr

ALLT INNIFALIÐ - íbúðagisting við 2 frábæra golfvelli á El Rompido!

15. okt - 22. okt - 7 nætur

Glæsileg nýjung á ferðinni, íbúðagisting þar sem ALLT ER INNIFALIÐ.

Innifalið á Marismas/El Rompdio: Flug * Flugvallaskattar * Flutningur golfsetts (hámark 15kg) * Akstur milli flugvallar og hótels * Gisting * Morgun- hádegis, og kvöldverðarhlaðborð, ótakmarkað af innlendum drykkjum (sjá lýsingu neðar á síðunni) *

ALLT INNIFALIРog þú getur hreinlega skilið peningaveskið eftir heima! Allan daginn er matur á boðstólum og allir innlendir drykkir (gos, bjór, léttvín, vatn, áfengi, te og kaffi) á hótelinu eru innifaldir í pakkanum. ATH: Vatn eða nesti fyrir golfið er ekki innifalið. Fyrir utan morgun- hádegis og kvöldverð er "snakk" þ.e. pylsur, hamborgarar, samlokur, brauð og bakkelsi í boði frá kl. 10:30 - 13:00 og siðdegis frá kl. 15:00 - 18:30. Ótakmarkað magn af innlendum drykkjum eru í boði á milli kl. 10:00 - 23:00. (Sundlaugarbarinn er eini barinn sem er opinn milli 10:30 -18:00. Hótelbarinn er síðan opinn milli 18:00 - 23:00)

  • Morgunverðarhlaðborð 07:30 - 10:30
  • Hádegisverðarhlaðborð 12:30 - 15:00
  • Kvöldverðarhlaðborð  18:30 - 22:00

      

ATH: ALLT INNIFALIÐ pakkinn gildir eingöngu á Marismas íbúðahótelinu ekki í klúbbhúsinu eða á El Rompido hótelinu.

Gist er í vel útbúnum íbúðum með einu svefnherbergi, svölum, eldhúsi, stofu og baðherbergi. Byggingin er aðeins nokkra metra frá El Rompido hótelinu, klúbbhúsinu og tveimur 18 holu golfvöllum.

Golfvellirnir eru 2, norðurvöllur og suðurvöllur. Báðir vellirnir, sem eru gæðavellir eru beint fyrir utan dyrnar og henta öllum kylfingum. Falleg náttúra og víða af völlunum er glæsilegt útsýni yfir Atlantshafið. Á tveimur góðum æfingasvæðum er fjölbreytt aðstaða til æfinga á bæði stutta spilinu og lengri höggunum er alveg upplagt er að nota á morgnana áður en farið er á vellina.        

kr. 174,900 í tvíbýli                                                                                                                      kr. 193,800 í einbýli

Hægt að lækka verðið um kr. 10.000 kr með 15.000 Vildarpunktum þegar bókað er á netinu.

Heimasíða: www.vitagolf.is                        

 

Þeir sem hafa áhuga á að fara í þessa ferð vinsamlega skráið ykkur á [email protected]

Vinsamlega athugið, ferðin verður einungis frátekin í ca eina viku.

Vafraðu um

Flettingar í dag: 186
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 159
Gestir í gær: 115
Samtals flettingar: 2090571
Samtals gestir: 264100
Tölur uppfærðar: 26.10.2021 12:16:33

Tenglar