Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Færslur: 2010 Ágúst

30.08.2010 08:34

Vestulandsmót KVK

Sigursælar Vestarr konur.
Um helgina fóru 16 konur frá GVG á Vesturlandsmót kvk. sem haldið var í Borganesi. Sumar fóru á Laugardegi aðrar komu á Sunnudegi. Mótið fór fram á Sunnudeginum og var leikið í öllum gerðum af veðri sem kom sér vel þar sem við erum vanar ýmsum veðurbrigðum.Vestarr konur gerðu sér lítið fyrir og sópuðu til sín öllum verðlaunum. 
Höggmeistari Vesturlands Hurgún Elísdóttir á 89 höggum.
Punkatmeistari Vesturlands Kolbrún Haraldsdóttir á 42 punktum.
Sveitakeppnina unnu Vestarr konur, í sveitinni eru
Kolbrún Haraldsdóttir 42 punktar
Kartrín Elísdóttir 41 punktur 
Freydís Bjarnadóttir 36 punktar
Bryndís Theódórsdóttir 34 punktar. 
Heim komum við sigursælar með styttuna góðu og fáum að geyma hana í ár.
 emoticon  
Vestarr konur til hamingju með sigurinn. 
  
  

28.08.2010 22:02

Sveitakeppni GSÍ KVK

Nýjar mynir úr sveitakeppni GSÍ kvk. í myndaalbúmi Vestarr konur.

27.08.2010 20:01

Ragnars og Ásgeirsmót, 40 ára afmæli fyrirtækisins

Stórglæsilegt afmælismót Ragnars og Ásgeirs ehf var haldið á Bárarvelli þann 21. ágúst í ágætisveðri.
Frábær mæting var á mótið og ágætisveður þótt smá gjóstur hefði verið á vellinum.  Alls mættu 80 manns í mótið og  voru úrslit svo;
Án forgjafar voru efstu sæti

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 Alls Mismunur
1 Guðjón Reyr Þorsteinsson * GKJ 2 F 37 37 74 2 74 74 2
2 Grímur Þórisson * 2 F 39 37 76 4 76 76 4
3 Nína Björk Geirsdóttir * GKJ 0 F 36 40 76 4 76 76 4

En í punktamóti fóru leikar svo fyrstu fimm sæti:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls H1
  CSA leiðréttingar fyrir Stableford keppnir +1  
1 Steinar Þór Alfreðsson * GVG 16 F 18 21 39 39 39
2 Anna María Reynisdóttir * GVG 22 F 21 18 39 39 39
3 Heimir Þór Ásgeirsson * GVG 17 F 17 20 37 37 37
4 Guðjón Reyr Þorsteinsson * GKJ 2 F 18 18 36 36 36
5 Helgi Kristjánsson * GK 23 F 20 16 36 36 36

Ragnar og Ásgeir ehf buðu upp á veitingar á meðan móti stóð en að loknu móti var öllum boðið í stórglæsilega veislu til höfuðstöðva fyrirtækisins sem stóð fram á nótt.

Einnig færði fyrirtækið golfklúbbnum að gjöf skjöld þar sem allir þeir sem vinna það afrek að fara holu í hoggi verða skráðir.

Við í stjórn golfklúbbsins þökkum Ragnari og Ásgeir ehf kærlega fyrir höfðinglegan stuðning og óskum þeim til hamingju með stórafmælið.

22.08.2010 22:20

Stjórnarfunudur

Stjónarfundur 22.08 2010

Mættir: Þórður, Pétur, Garðar, Systa, Anna María.

Fundarstjóri Pétur Vilberg

Fjármál, Þórður fór yfir fjármál.

Samþykkt að gerð verði kostnaðaráætlun vegna lagningar vatns við öll grín. 

Vinnudagur verður 25 september, skrúfa niðru skilti, taka kassa og bekki í hús , fínkemba æfingasvæði, koma rafmagni á gáma. Skemmtimót verður haldið að vinnudegi loknum.

Láta hanna skilti fyrir æfingasvæði og völl þar sem upplýsingar koma fram um hvað kostar á æfingasvæði og vallargjöld.

Aðalfundur Vestarr verður haldinn kl: 20.00 24.Oktomber 2010 í Sögumiðstöðunni.

Uppstillinaganefnd. Pétur Vilberg tekur að sér formensku í uppstillingarnefnd og velur með sér eina konu og einn kall.  Þeir sem áhuga hafa á að starfa í uppstillinganefnd og einnig þeir sem vilja gefa kost á sér í annað starf hjá klúbbnum vinsamlega hafið samband við formann.

Stjórn óskar eftir að vera gestgjafi hjá 5. deild karla í sveitakeppni að ári og til vara aðra deild kvenna.

Starfmanna mál rædd.

Vallarframkvæmdir,  hugmyndir stjórnar er að haustið 2011 verði byrjað að laga grín eftir forgangsröðun. Taka tvö grín á ári og fá á þau gras sem verið er að rækta sérstalega. Þetta ætti að taka 4-5 ár. Beðið verður með allar stærri framkvæmdir þar til vatnsmál eru komin í lag.

18.08.2010 09:32

Staðan í landsbankamótaröðinni

Svona er staðan í landsbankamótaröðinni,
3 bestu skor gilda

Nafn mót 1 mót 2 mót 3 mót 4 mót 5 mót 6 samtals
Benedikt Lárus Gunnarsson *  32 37 38 28 31
166
Sverrir Karlsson *  33 39 33 29 30
164
Dóra Henriksdóttir *  26 32 34 30 36
158
Anna María Reynisdóttir *  36 35 45
27
143
Bergur Einar Dagbjartsson  27 20 41 38

126
Ásgeir Ragnarsson *  28
34 34 27
123
Gunnar Ragnarsson *  32 36

40
108
Kolbrún Haraldsdóttir *  22
22 30 32
106
Sigurður Helgi Ágústsson *  28

33 39
100
Kjartan Sigurjónsson *  32

26 35
93
Þórey Jónsdóttir  28
33 32

93
Bent Christian Russel * 

28 25 37
90
Dagbjartur Harðarson *  34 26 27


87
Hinrik Konráðsson *  29
28
29
86
Jón Björgvin Sigurðsson *  30
27
26
83
Páll Guðfinnur Guðmundsson *  26 21

30
77
Garðar Svansson *  0
32
37
69
Baldur Þór Sigurðarson *  42

25

67
Hermann Geir Þórsson *  31 3667
Pétur Vilbergur Georgsson *  0 33

34
67
Ágúst Jónsson *  35


31
66
Heimir Þór Ásgeirsson  29

37

66
Steinar Þór Alfreðsson *  40
26


66
Eva Kristín Kristjánsdóttir 

28 37

65
Guðni E Hallgrímsson *  0 29
34

63
Guðrún Björg Guðjónsdóttir *  26 19 14


59
Hákon Gunnarsson *  27
30


57
Þórður Áskell Magnússon *  29


28
57
Ólöf Hildur Jónsdóttir *  33


23
56
Helga Ingibjörg Reynisdóttir *  23
21


44
Jófríður Friðgeirsdóttir *  18
23


41
Kristín Pétursdóttir  0

19 19
38
Guðlaugur Harðarson *  36
36
Þór Geirsson *  35
35
Höskuldur Goði Þorbjargarson *  34
34
Halldór Sigurjónsson *  33
33
Magnús Jónsson *  0 3131
Hjörtur Guðmundsson  29
29
Katrín Elísdóttir * 

29


29
Kristófer Jónasson *  29
29
Sigríður Guðbjörg Arnardóttir 

28


28
Hugrún Elísdóttir *  0
27


27
Ingólfur Örn Kristjánsson  0 2727
Örvar Ólafsson *  27
27
Eva Jódís Pétursdóttir * 

26


26
Sturlaugur Grétar Filippusson * 
26


26
Ragnar Smári Guðmundsson *  25
25
Bryndís Theódórsdóttir * 

22


22
Friðfinnur Níelsson  0 2020
Freydís Bjarnadóttir  0 1919
Nicola Hornsell 

9


9

15.08.2010 18:10

Úrslit karlasveitar

Það fór hálf illa hjá strákunum okkar.  Þeir stóðu sig mjög vel en óvenjuleg úrslit í öðrum leikjum gerðu það að verkum að fór sem fór.  Strákarnir unnu einn leik í dag sem hefði átt að duga en eins og fyrr greinir þá dugði það ekki í þetta skiptið.  Við unnum þrjár viðureignir sem verður að teljast mjög gott og hefði dugað undir öllum venjulegum kringumstæðum, þ.e. að vinna 3 af 5 leikjum, meðal annar unnu þeir þá sem stóðu uppi sem sigurvegarar - Grindavík.  En að þýðir ekki að gráta Björn bónda heldur safna liði og hefna.  Við rústum þessu bara að ári.

15.08.2010 15:06

Úrslit hjá kvennasveitinni.

Þá er leik lokið hjá konunum.  Þær gerði sér lítið fyrir og unnu alla leikina í dag, en þær kepptu við Siglufjörð í dag.
Lokaniðurstaðan er því fimmta sæti hjá stelpunum okkar.  Það er prýðisárangur og eru þær öruggar í annarri deild.  Við óskum stelpunum til hamingju með árangurinn.

14.08.2010 20:25

Fréttir af karlasveit

Þá er seinni degi lokið hjá strákunum.  Seinni umferðin fór þannig að strákarnir unnu Vatnsleysu 2-1.
Til að halda sér í fjórða flokk þufa strákarnir því að landa einu stigi á morgun.  Við erum ekki í nokkrum vafa um að það takist og sendum þeim baráttukveðjur.

14.08.2010 17:52

Nýjar fréttir af kvennasveit

2 leikir voru spilaðir í dag.  Fyrri leikurinn á móti Ólafsfirði tapaðist 1-2 en seinni leikurinn á móti Borgarnesi vannst 2-1.

Tryggði það stelpunum okkar áframhaldandi veru í annarri deild.  Á morgun er leikur kl 7 í fyrramálið og er spilað við Siglufjörð.  Úrslitin þar breyta ekki endanlegri niðurstöðu.

Við óskum stelpunum til hamingju með að halda sér í deildinni.

14.08.2010 12:56

Nýjustu fréttir

Strákarnir okkar unnu Grindavík, 2-1
Pétur vann sinn leik, Sveinbjörn vann Davíð sem er með einn í forgjöf! og Jón Kristbjörn og Ásgeir töpuðu fjórmenningnum.  Grindavík vann riðilinn með 6 stig, Hellishólar og Grundarfjörður voru jafnir í öðru og þriðja sæti með fimm stig, en Hellishólar komust áfram á innbyrðis viðureign.

Seinna í dag keppa því strákarnir við Vatnsleysuströnd.  Vinnist hann þá heldur Vestarr sér áfram í fjórðu deild.  Talsverðar líkur eru á því að við vinnum Vatnsleysuna.

13.08.2010 20:12

Fréttir frá Sveitarkeppni Karla

Í dag spiluðu strákarnir okkar við sveit Hellishóla.  Leikar fóru 1-2 (einn unninn og tvö töp).  Ásgeir Ragnars og Sveinbjörn töpuðu í fjórmenning, Jón Kristbjörn tapaði á 17. braut í tvímenning en Pétur vann afgerandi sigur í tvímenning.
Í öðrum leik var spilað við Patró, í fjórmenning unnu Benedikt og Hákon og í tvímenning vann Ásgeir Ragnarsson en Petur tapaði sínum leik.

Þetta er frábær árangur.  Á morgun er keppt við Grindarvík um keppnisrétt á því að spila um sæti í þriðja flokk.  Liðstjórinn Jón Björgvin biður um kveðjur heim en strákarnir okkar buðu stúlkunum í grillað læri í kvöld.  Höfflegir strákar og miklir riddarar.  Hákon er yfirkokkur og halda stelpurnar vart vatni yfir drengnum.

Við hér heima óskum þeim alls hins besta og hlökkum til að heyra frá þeim.

13.08.2010 19:15

Fréttir af Sveitarkeppni kvenna

Fyrsti leikur dagsins var á milli GVG og GÓ (golfklúbb Ólafsfjarðar) og fóru leikar 1-2  (við fengum einn vinning á móti tveim töpum).  Hugrún vann sinn leik á 15. braut, Dóra tapaði á 17. braut og Mæja og Jófríður töpuðu á 17. braut.

Næsti leikur var gegn langsterkasta liði annarrar deildar, GS (golfklúbbi Suðurnesja).  þar fóru leikar einnig 1-2.  Þar unnu Dóra og Eva í bráðabana á 19. braut.  Mæja tapaði á 15. braut og Jófríður á 12. braut.  Stelpurnar okkar voru að spila fantavel í dag og vonandi halda þær því áfram.  Á morgun verður spilað fyrst á móti GP (golfklúbbi Patreksfjarðar) en síðar hefjast fyrri undanúrslit.

Liðstjórinn, Gústi Jóns, bað að skila góðum hveðjum heim til allra félaga Vestarr.  Við sem heima sitjum sendum þeim baráttu kveðjur.

11.08.2010 19:55

Æfingarsvæði og breytingar á uppröðun gáma

Nú er nýja æfingasvæðið að taka á sig mynd.  Til útskýringa hvernig gámarnir uppraðast nú þá eru settagámurinn og gámurinn sem geymir lauslegt dót i eigu klúbbsins bakhliðin á útsláttarsvæði á nýju æfingarsvæði.  Þannig veita þeir skjól og virka ekki ólíkt básum þegar upp er staðið.  Við munum klæða þá gáma með bárustáli og gróðursetja bílastæðismegin við þá þannig að þeir munu ekki líta út sem gámar eftir að það er búið. 

Hvíti Ragnars og Ásgeirsgámurinn "screenar" af púttsvæðið frá útsláttarsvæðinu þannig að þeir sem eru að pútta séu ekki í lífshættu þegar undirritaður æfir sig með driverinn.  Verkfæragámurinn verður málaður en hann veitir einnig skjól fyrir púttsvæðið.  Hugmyndin er að gróðursetja einnig bílastæðismegin við þessa báða gáma.

ATHUGIÐ:
Þeir sem áttu sett í gamla bláa gámnum er bent á að sækja settin sín sem allra fyrst
, en þau eru nú inni í skálanum.  Hægt er að kaupa pláss í settagámnum eða leigja.  Vilji félagar leigja eða kaupa vinsamlega hafið samband við gjaldkera, ÞM í síma 898-5463

10.08.2010 10:42

Draumahöggið

Þann 8. ágúst síðastliðinn sló Þorvaldur Ingi Jónsson GKG draumahöggið á áttundu.
Hér eru myndir af kappanum teknar rétt á eftir:


Við í Vestarr óskum Þorvaldi innilega til hamingju með árangurinn.

09.08.2010 12:09

Liðskipan í kvennasveit.

Þá er liðskipanin klár hjá konunum.

Í liðinu verða; Hugrún Elísdóttir, Dóra Henriksdóttir, Anna María Reynisdóttir, Jófríður Friðgeirsdóttir, Eva Jódís Pétursdóttir. Liðstjóri er Ágúst Jónsson.

Gústi mun senda okkur allar fréttir af gengi kvennanna, einnig er hægt að fylgjast með inná golf.is

Við vonum öll að þeim gangi sem allra best.

Vafraðu um

Flettingar í dag: 450
Gestir í dag: 161
Flettingar í gær: 462
Gestir í gær: 175
Samtals flettingar: 2112849
Samtals gestir: 270375
Tölur uppfærðar: 1.12.2021 11:50:24

Tenglar