Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Færslur: 2011 Júní

30.06.2011 06:18

Meistarmót 2011

Búið er að opna fyrir skráningu á meistaramót Vestarr 2011. Skráning er á golf.is.
Samkvæmt reglugerð eru hér birt drög að flokkum en mótanefnd áskilur sér rétt til að breyta flokkum þegar skráning liggur fyrir. Sjá nánar í skrár.

Minnum á að 4 efstu í 1 flokki karla og kvenna vinna sér sæti í sveitaliði Vestarr.

Til viðmiðunar
Keppt verður í Eftirtöldum flokkum.
Karlaflokkur:
1. flokkur karla 0,0 - 18,0 72 holur, gulir teigar
2. flokkur karla 18,0 - 36,0 72 holur, gulir teigar
Öldungaflokkur karla 55+ 0,0 - 36,0 54 holur, rauðir teigar


Kvennaflokkur: 0,0 - 35,0 72 holur, rauðir teigar

2. flokkur kvenna: 35,1 +   54 holur, rauðir teigar

Unglingaflokkur: 0,0 - 36,0 54 holur, rauðir teigar


Spilaðir verða 4 dagar í röð frá þriðjudegi að föstudegi og verður raðað í rástíma á fyrsta degi en svo eftir það verður raðað eftir skori.
Á föstudegi verður ræst út fyrir þar sem ætlunin er að ljúka mótinu með grill veislu og krýningu klúbbmeistara.
Því er skráning rástíma á golf.is ekki sá tími sem keppendur verða ræstur út heldur mun mótanefnd raða út á fyrsta degi.
Í 2 fl kvenna, öldunga og unglingaflokki verða spilaðir 3 hringir á 4 dögum og verður hvíldardagur á fimmtudegi. Á fyrsta degi verður raðað í rástíma en svo verður raðað eftir skori.
Keppendum er uppálagt að mæta á fyrsta teig lágmark 5 mín. fyrir boðaðan rástíma. Keppandi ber einn ábyrgð á að mæta á réttum tíma á teig.
Verði tveir eða fleiri keppendur jafnir í verðlaunasæti án forgjafar, þá skulu þeir leika bráðabana á 9 holu til úrslita. Nándarverðlaun verða á holum 4/13 og 8/17 á síðasta degi.
Sigurvegarinn í höggleiknum í karla og kvennaflokkki verður krýndur Meistari GVG.
Einnig verður punktameistari krýndur


26.06.2011 22:25

Stjórnarfundur

Stjórnarfundur 25.06.2011

Mættir: Dagbjartur, Pétur, Helga, Anna María, Guðni, Bryndís.

1.       Síðustu þrjár vikur. Unglinga og barnakennsla var vel sótt og reynt verður að hafa annað námskeið seinna í sumar.  Sjómannadagsmót var vel sótt, um 60 keppendur voru á mótinu og skemmtu sér allir vel. Háforgjafarmót var loks haldið eftir nokkrar frestanir vegna veðurs og var spilað í hávaðaroki en mót samt klárað. Tvö Landsbankamót,  Arion Banka mót, Bikarkeppni, Fiskmarkaðmót eru mót sem hafa verið. Stjórn er sammála því að fólk sé almennt ekki farið í gang þar sem veður hefur verið frekar leiðnilegt við okkur þetta vorið og það sem af er af sumri.  

2.       Framkvæmdir á velli.

1.       Hreinsun á skurð í kring um 1500 fermetra svæði beint í austur af púttflötinni, þar sem hann mun keyra mold og sandi til að rækta bæði þökur og trjáplöntur.
2.  Jafna nýja annan teiginn.  Keyra möl í hann þannig að hann nái ca 2ggja metra hæð.
3.  Frágangur á svæði í kring um skálann, og í kring um rotþró og bílastæði.  Steypt verður undir grindarhliðið og girt meðfram vegi.
4.  Efni keyrt upp sem hleðsla upp við gáma, ca 15 sturtuvagnar.  Þó ekki fyrr en búið er að steypa inn í þá.
5.  Vatnsrás grafin hægra megin við aðra braut.  Efni ýtt út í byrjun brautar, mold keyrð yfir, jafnað og sáð í.
6.  Skoða efni í vegslóða yfir aðra braut.  Þarf að skoða betur.
7.  Keyra efni í vegslóða á annarri braut og nýtt ræsi sett niður til að tengja fyrstu flöt.
8.  Keyra mold og sandi á það svæði sem rækta á þökur fyrir nýju flatirnar.

Dagbjartur fór með starfsmönnum um völl og fór yfir það sem vel hefur verið gert og það sem betur má gera. Gera á áætlun fyrir starfsmenn til að fara eftir. Völlur mjög fallegur og vel hirtur.

3.       Mótnefnd eru öll mót komin á netið og búið að ná samningum um öll mót? Meistarmót?

4.       Golfbrautir sem setja átti upp inn í Grundarfirði , frestun verður á þessu.

5.       Vinnuskóli Grundarfjarðarbæjar kemur til okkar í þessari viku.

Fundi slitið.

21.06.2011 22:34

Framkvæmdafundur með Marteini

Hitti Martein í dag og fór með honum yfir þær framkvæmdir sem hann hefur verið í að undanförnu og þær sem hann fer í á næstu dögum.  Marteinn okkar hefur verið afskaplega duglegur undanfarið, búinn að setja helling af nýjum vatnsleiðslum og rafmagnsleiðslum - bæði að nýja æfingarsvæðinu sem og að nýja gámasvæðinu.  Þetta á eftir að líta vel út þegar þetta er búið.  Steypt verður inn í gámana nú sennilega á Fimmtudaginn sem og undir grindarhliðið.  Til hliðar við grindarhliðið verður svo sett trukkahlið þar sem grindarhliðið ræður ekki við allra þyngstu trukkana.

Einhver fingralangur tók sig til og stal af klúbbnum 100 metra langri rafmagnssnúru, fimmleiðara sem kostar um og yfir 150 þús.  Þetta er um 50 kg hönk.  Ef einhver veit meira um það mál endilega hafið samband við undirritaðan eða lögregluna.

Það sem Marteinn ætlar að gera næstu daga er:
1.  Hreinsun á skurð í kring um 1500 fermetra svæði beint í austur af púttflötinni, þar sem hann mun keyra mold og sandi til að rækta bæði þökur og trjáplöntur.
2.  Jafna nýja annan teiginn.  Keyra möl í hann þannig að hann nái ca 2ggja metra hæð.
3.  Frágangur á svæði í kring um skálann, og í kring um rotþró og bílastæði.  Steypt verður undir grindarhliðið og girt meðfram vegi.
4.  Efni keyrt upp sem hleðsla upp við gáma, ca 15 sturtuvagnar.  Þó ekki fyrr en búið er að steypa inn í þá.
5.  Vatnsrás grafin hægra megin við aðra braut.  Efni ýtt út í byrjun brautar, mold keyrð yfir, jafnað og sáð í.
6.  Skoða efni í vegslóða yfir aðra braut.  Þarf að skoða betur.
7.  Keyra efni í vegslóða á annarri braut og nýtt ræsi sett niður til að tengja fyrstu flöt.
8.  Keyra mold og sandi á það svæði sem rækta á þökur fyrir nýju flatirnar.

Sem sagt nóg að gera...

21.06.2011 22:28

Myndir frá kennslunni í dag

Myndir teknar af Sverri Karls í dag:

18.06.2011 22:47

Bikarkeppni Vestarr 2011Hér er listinn yfir þá sem spila saman í bikarkeppninni.

1. umferð skal lokið fyrir 1. júlí.

Í fjórða hverjum leik er bara einn þar sem það eru 28 þátttakendur en þetta eru 32 manna úrslit, þannig að þeir sem eru stakir eru komnir áfram í 16 manna úrslit:

Bergur Einar Dagbjartsson- Svanur Tryggvason
Dagbjartur Harðarson- Dóra Henriksdóttir
Guðlaugur Harðarson- Hermann Geir Þórsson
Anna María Reynisdóttir
Ásgeir Ragnarsson- Bryndís Theódórsdóttir
Páll Guðfinnur Guðmundsson- Hákon Gunnarsson
Kjartan Sigurjónsson- Helga Ingibjörg Reynisdóttir
Freydís Bjarnadóttir
Gunnar Ragnarsson- Guðrún Björg Guðjónsdóttir
Sigurður Helgi Ágústsson- Eva Jódís Pétursdóttir
Bent Christian Russel- Þórður Magnússon
Kolbrún Haraldsdóttir
Pétur Vilbergur Georgsson- Gunnar Ragnar Hjartarson
Garðar Svansson- Benedikt Lárus Gunnarsson
Ágúst Jónsson- Guðni Hallgrímsson
Sverrir Karlsson

14.06.2011 21:31

Ótitlað

Barna- og unglinganámskeið 20. júní-23.júní

Í næstu viku hefst barna- og unglinganámskeið hjá GVG. Kennari er Einar Gunnarsson PGA golfkennari og mun hann vera með kylfur á staðnum fyrir þá sem ekki eiga slíkt.

Námskeiðið stendur yfir í fjóra daga. Þátttakendur læra grunnatriði golfíþróttarinnar, pútt, vipp og sveifluna ásamt því að umgangast og spila golfvöllinn.

Námskeiðið er á eftirfarandi tímum:

Mánudaginn 20 júní 9:00 - 11:00

Þriðjudaginn 21. júní 9:00 - 11:00

Miðvikudaginn 22. júní 9:00 - 11:00

Fimmtudaginn 23. júní 9:00 - 11:00

Námskeiðsverð er 4000 kr.

Skráning og upplýsingar hjá Einari í síma 894-2502 og/eða á netfanginu [email protected]

 

10.06.2011 13:57

Bikarkeppni.

Innanfélagsmót, þátttökugjald 1000.-

 

Bikarkeppni GVG í samstarfi við Toyota og Vífilfell.

 

Bikarkeppnin fer þannig fram að byrjað er að draga leikmenn saman í leiki, en þeir sem dragast saman þurfa svo að ljúka viðureigninni fyrir ákveðin tímamörk. Í hverri umferð er leikin 18. holu holukeppni þar sem sigurvegarinn heldur áfram í næstu umferð. Keppendur hafa fulla vallarforgjöf. Þannig að ef keppandi sem er með 24 í vallarforgjöf fær mótherja með 10 í vallarforgjöf, þá á hann 14 högg, það er að segja 1 högg á 14 forgjafarlægstu brautir vallarinns. Reglugerð vegna keppninar er að finna í skrár undir ýmis skjöl

 

 

Tímamörk:

Skráningu skal lokið fyrir 17 júní.

Fyrstu umferð skal lokið ekki síðar en 1. júlí

Annarri umferð skal lokið ekki síðar en 15. júlí

Þriðju umferð skal lokið ekki síðar en 29.júlí

Fjórðu umferð skal lokið ekki síðar en 12. ágúst

Fimmtu umferð skal lokið ekki síðar en 26. ágúst.

 

 

Skráning í Bikarkeppnina fer fram hér á golf.is.  en þeir sem ætla að taka þátt í mótinu þurfa að greiða mótsgjaldið í skála áður en fyrsta umferð er leikin.

Buið er að stofna mótið og opna fyrir skráningu

06.06.2011 11:54

Lækurinn á 9 braut

Vegna framkvæmda hjá eiganda vallar og hönnunargalla á nýja æfingasvæðinu verður lækurinn við 9 þurr í einhvern tíma
Beðist er velvirðingar á þessu

Hér er lækurinn ógurlegi.04.06.2011 15:48

Fiskmarkaðsmótaröðin

Mót númer 2 í Fiskmarkaðsmótaröðinni verður haldið á Bárarvelli
Miðvikudaginn 8 júní

Rástímar eru frá kl. 15.50 til 18.00. Búið er að opna fyrir skráningu á golf.is


Næstu mót eru svo
Ólafsvík - miðvikudag 15.júní
Staðarsveit - miðvikudag 22.júní

Þrír efstu í mótinu hjá Mostra


1 Bent Christian Russel * GVG 38
2 Margeir Ingi Rúnarsson * GMS 37
3 Auður Kjartansdóttir * GMS 33

03.06.2011 22:00

G.RUN mót.

Sjómannadagsmót G.RUN. Um 60 keppendur tóku þátt í mótinu og einir 10 kylfuberar, ekki skipti neinu máli þó veðrið hafi farið misblíðum höndum um okkur. Að vanda fór mótið vel fram og gleði skein úr hverju andliti. Kolbrún Haraldsdóttir og Þorsteinn Bergmann urðu í öðru sæti og Freydís Bjarnadóttir og Hermann Þór Geirsson urðu í fyrsta sæti. Eitthvað var kvartað yfir því að ekki væru nein verðlaun fyrir þriðja sæti en því var fljót svarað að spilamennskan yrði bara að vera betri til að fá verðlaun. Golfklúbbur Vestarr þakkar G.RUN fyrir góðar veitingar og gott mót.
Fleiri myndir eru í myndaalbúmi undir flokknum Golfmót 2011.

02.06.2011 10:06

Stjónarfundur 2.06.2011

Stjónarfundur 2.06.2011 

Mættir: Helga, Dagbjartur, Anna María, Þórður, Bryndís, Guðni, Kjartan.

1.       Verkefni á velli.Farið yfir þau verkefni sem framkvæma á á velli í sumar.

Starfmaður í sjoppu verður ráðinn.

Gámar á velli: Þórður lýsir hvernig gámar eiga að vera, settagámar til útleigu og geymslur fyrir starfsmenn. Frágangur á gámum verður þannig að ekki sést að um gáma er að ræða.

Sett verður auglýsingaskilti á hlið sem snýr að vegi. Vinnuskóli á vegum Grundarfjarðarbæjar kemur í tvö daga á völlinn í sumar til að sinna ýmsum verkefnum og kynnast golfíþróttinni.

2.       Sveitakeppni. Skipuð verður mótstjórn eftir meistaramót.

3.       Ungli og nýliðanefnd.  Í júní byrjar mótið Haltur leiði blindann. Mótið verður með svipuðu sniði og í fyrra.  

4.       Famkvæmd á bikarkeppni. Toyota ætla að gefa okkur bikar í bikarkeppni. Bikarkeppni verður auglýst síðar. Bikarkeppnin fer þannig fram að byrjað er að draga leikmenn saman í leiki, en þeir sem dragast saman þurfa svo að ljúka viðureigninni fyrir ákveðin tímamörk. Í hverri umferð er leikin 18. holu holukeppni þar sem sigurvegarinn heldur áfram í næstu umferð. Keppendur hafa fulla vallarforgjöf.

5.       Nefnid mannaðar. Mótanefnd: Kjartan, Gaðra, Gunnar Ragnarsson, Gunnar Hjartarsson, Berglind, Ung og nýliðanefnd: Dagbjartur, Steinar, Vallarnefnd: Guðni, Dagbjartur, Ásgeir, Kvennanefnd: Bryndís, Kolbrún, Guðrún, Unnur Brina, Skálanefnd: Helga, Anna Maíra, Hermann Geir.

6.       Fundur með Grundarfjarðarbæ. Útbúa á þrjár holur á svæði þar sem Steinartjörn var, Grundarfjarðarbær sér um að sækja tæki til að slá svæði inn í bæ. Lögð var fram beiðni um styrk til endurnýjunar á grínum.

7.       Mótanefnd, ekki fullmönnuð. Þeim sem langar að vera í mótanefnd vinsamlega hafið samband við Kjartan.

  • 1

Vafraðu um

Flettingar í dag: 270
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 337
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 5438
Samtals gestir: 1081
Tölur uppfærðar: 23.1.2022 18:19:26

Tenglar