Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Færslur: 2011 Júlí

30.07.2011 22:02

Stjórnarfundur

Stjórnarfundur 26.07.2011

Mættir: Guðni E. , Pétur Vilberg, Þórður, Anna María, Helga Ingibjörg

1.       Síðustu tvær vikur / næstu tvær vikur.  Síðustu tvær vikur gegnu vel, búið er að setja inn á heimsíðu www.vestarr.net   hvað búið er að vera í gangi og hvað verður gert næstu tvær vikur.  Meistarmót gekk í alla staði vel, völlur góður og veður var gott alla fyrir utan einn grillað í lokin fyrir keppendur og gesti. Soffamót, mótið gekk vel , veðrið gott eina sem var að aðeins of fáir keppendur 38 og aðeins 15 frá GVG. Þórður tekur næstu viku og Anna María vikuna þar á eftir.

2.       Sveitakeppni karla. Það lítur út fyrir að einungis 4 lið að okkur meðtöldum taki þátt, sem er afar slök þáttaka.  Sérstök fjagramanna mótstanefnd; einn út mótstjórn, Þórður, Guðni, Dagbjartur.

3.       Sveitakeppni kvk fer fram á Sauðaárkróki sömu helgi og sveitakeppni kk fer fram.

26.07.2011 16:18

Framkvæmdir ofl

Jæja félagar þá erum við byrjuð á gróðursetningu.  En það er ekki úr vegi að fara aðeins yfir helstu framkvæmdir sem eru í gangi núna á og við golfvöllinn.
Við fengum í dag vinnuskólann til að hjálpa okkur bæði við gróðursetningu og grjóthreinsun.  Þökkum við krökkunum fyrir þeirra framlag sem og við þökkum Grundarfjarðarbæ fyrir almennilegheitin.

Þessi mynd er tekin ofan við rotþrónna okkar bak við skála.  Þar settum við ca 60-70 birkitré

Séð hér frá öðru sjónarhorni.

Einnig gróðursettum við í mönina við hlið tækjagámsins, séð hér:
Marteinn er búinn að sá grasfræjum í stærstu púttflöt Íslands.  Þarna mun hann rækta upp fyrir okkur nýtt flatargras sem mun nýtast þegar við breytum flötunum okkar.  Dúkurinn er til að hjálpa til við spírun.  Til gamans má geta þess að Marteinn var að til klukkan þrjú í gær nótt og var mættur galvaskur klukkan átta í morgun að hjálpa til við gróðursetningu.


Við gróðursettum um tuttugu tré hinum megin við fyrstu flöt, það er hugsað sem skjól fyrir þá flöt.  Þetta rétt sést á myndunum en þetta stækkar með tímanum.


Einnig fóru slatti af trjám ofan við fyrstu flöt, til hliðar við annan teig og svo líka ofan við annan teig.  Hugsað sem skjól fyrir annan teig sem og prýði.

Hér sést annar teigur í öllu sínu veldi.  Þetta verður skemmtilegur teigur.

Hér sjást hetjurnar okkar í slagviðri að koma furum og grenitrjám niður ofan við annann teig.

Búið er að gróðursetja ca 200-250 trjám.  Það eru því um 450 tré eftir.  Næsta svæði sem við munum taka undir plöntur, og mun megnið af því sem eftir er fara þar, er svæðið þar sem vatnsdælan er - aftan og vinstra megin við áttundu flöt, hægra megin við byrjun níundu brautar.

Hér er Marteinn að verða klár með nýtt pútt og vipp svæði.  Það er nú klárt til sáningar.

Settagámurinn fer að taka á sig mynd.  Efnið sem búið er að setja upp að gámnum verður undirlag fyrir þökur.  Bláa ræman sem sést víkur fyrir nýju auglýsingarskilti sem segir; "Bárarvöllur - velkominn" eða eitthvað álíka.  Dagbjartur Harðars hefur haft veg og vanda af undirbúning og vinnu við þetta og bróðir hans, Gulli, ætlar í vikunni að fara að sjóða festingar fyrir þak sperrum en þær voru keyptar í síðustu viku.

Búið er að steypa nýtt gólf inn í gáminn.  Það fóru litlir 14 rúmmetrar af steypu í þetta.

Hér verður sett á steypuna gervigras og vonandi á næsta ári smá skýli yfir þannig að hægt verði að æfa sveifluna lengur fram eftir vetri.  Einnig er gert ráð fyrir yst og syðst svæði fyrir kennara.

Þess utan erum við búnir að kaupa nýtt efni á bílastæðin.  Það verður sett á á næstu dögum.


25.07.2011 19:04

Gróðursetning

Á morgun, í fyrramálið, kemur vinnuskólinn til okkar og við ætlum að fara í gróðursetningu.
Þeir sem hafa getu, möguleika og áhuga eru endilega hvattir til að koma og hjálpa okkur.

24.07.2011 19:01

Fór aftur holu í höggi á 8 braut

Draumahöggið aftur

Þann 8. ágúst 2010 sló Þorvaldur Ingi Jónsson GKG draumahöggið á áttundu holu á Bárarvelli Notaði Þorvaldur 5 járn.

Núna síðasta laugardag þann 23 júlí var Þorvaldur að spila Bárarvöll með félaga sínum Sigurði Péturssyni. Þegar komið var að 8 braut óskaði Sigurður eftir því að Þorvaldur sýndi hvernig ætti að slá á 8 braut. Þar sem nokkur meðvindur var, ákvað Þorvaldur að nota 7 járn núna. Þeir félagar sáu að boltinn skoppaði í átt að pinna en héldu að hann hafði farið framhjá og yfir flöt. Þeir leita stutta stund að boltanum og ákvað Sigurður að kýkja í holu hvort hann væri nokkuð þar. Þar lá boltinn og Þorvaldur með annað draumahögg á 8 braut á Bárarvelli. Glæsilegur árangur

Hér eru myndir af kappanum teknar 2010.


Við í Vestarr óskum Þorvaldi innilega til hamingju með árangurinn.

19.07.2011 12:55

Félagsfundur Vestarr

Í samræmi við ákvörðun stjórnar Vestarr verður haldinn í haust (vonandi fáum við að nota menntaskólann) félagsfundur þar sem lögð verður fram skýrsla Edwin Rolands.  Skýrslan er hér
Farið verður yfir skýrsluna í smáatriðum.  Hafi félagsmenn tillögur er ekki of seint að bæta þeim við.  Það verður þó að gerast fyrir fundinn þannig að þær séu á dagskrá áður en fundur hefst, annars gæti fundurinn staðið í marga daga.  Tillögur um breytingar er hægt að senda stjórn eða hreinlega skrá þær inn í "álit" hér fyrir neðan.  Hér kemur fyrsta uppkast af því hvernig fundurinn verður settur upp:

Verkefni fyrir stóra fundinn.

Borið undir atkvæði:
bls 5: hætt verði að hirða hluta graslendis milli 1 og 9 brautar.  (sama tilaga í lið 9.1) Borið undir atkvæði.

Bls 5: staðfest af fundi breytingar á annarri braut skv lýsinu Rolands.  Borið undir atkvæði.

Bls 6:  aukið við gróður beggja megin 2 brautar. Borið undir atkvæði.

Bls 6 braut 3:  liður 3.1 til 3.4 borinn undir atkvæði.
Ný tillaga frá ÞM.  Í tjörnina framan við þriðju flöt verði sett rör til að taka við leysingarvatni á vorin, drenmöl/perlumöl notuð til að fylla botninn á tjörninni, ofaná það verði sett drendúkur og búinn til grunnur bönker í stað vatnstorfærunnar.  Þessi vatnstorfæra hefur verið vatnslaus í nokkur ár og erfitt að viðhalda henni.

Bls 6 braut 4.  Liður 4.1 til 4.4 borinn undir atkvæði

Bls 7 braut 5.  Liður 5.1 til 5.4 borinn undir atkvæði

Bls 7 braut 6.  Liður 6.1 til 6.6 borinn undir atkvæði.

Ný tillaga frá ÞM á braut 6; liður 6.7  Bönker framan við flöt verði færður og settur vinstra megin við flötina.  borið undir atkvæði.

Bls 7 braut 7.  liður 7.1 til 7.7 borinn undir atkvæði

Bls 8 braut 8.  Liður 8.1 til 8.4 borinn undir atkvæði

Bls 8 braut 9.  Liður 9.1 til 9.2 borinn undir atkvæði (ath sama tillaga og á bls 5)

Bls 8 Almennt:  tillaga almennt a)-c) um völl borin undir atkvæði.

Nýtt:  tillaga frá ÞM:  d) Stefnt verði af því að mismunur á gulum og rauðum teigum sé hvergi minni en 20%  og hvergi meiri en 25%.  Rökstuðningur á fundinum

Bls 9.  Gróður.  Í heild sinni lagt til staðfestingar.

Bls 10 Staðsetning, afstaða og umfang hindrana..  Textinn lagður fram í heild sinni til staðfestingar.

Bls 11-12 Teigar.  Lagt fram til staðfestingar.  Nýtt; tillaga frá ÞM að þessi kafli verði ekki inn í endanlegri "stjórnarskrá" klúbbsins vegna kostnaðar.

Bls 13-14 Stígar og vinnuvegir:  í heild sinni lagt fram til staðfestingar.

Bls 15-19 Flatir.  Í heild sinni lagt fram til staðfestingar

Fundarlok.


Félagsmenn eru því hvattir til að kynna sér efni skýrslunar vel og koma með tillögur ef þeim finnst einhvað vanta eða einhverju ofaukið.

16.07.2011 15:26

Meistaramót 2011

Meistarmót Vestarr lokið.
Úrslitin urðu þessi,
 
í fyrsta flokki karla
1.sæti Pétur Vilberg Georgsson    317
2.sæti Ásgeir Ragnarsson          334
3.sæti Garðar Svansson            341

Í fyrsta flokki kvenna
1.sæti Eva Jódís Pétursdóttir     362
2.sæti Dóra Henriksdóttir         365
3.sæti Anna María Reynidsdóttir   393

Unglingaflokki
1.sæti Bergur Einar Dagbjartsson  293

Í öðrum flokki karla
1.sæti Jón Björgvin Sigurðsson    377
2.sæti Þórður Áskell Magnússon    394
3.sæti Sigurður Helgi Ágústsson   395

Í öðrum flokki kvenna
1.sæti Freydís Bjarnadóttir       333
2.sæti Kristín Pétursdóttir       345
3.sæti Guðrún Björg Guðjónsdóttir 358

Punktameistari Garðar Svansson 146 punktar, 31-38-39-38

Mótið heppnaðist í alla staði mjög vel, spilað var í góðu veðri að undaskildum einum degi.
Í mótslok var grillað fyrir keppendur og gesti. Við óskum verðlaunahöfum meistarmóts til hamingjum titlana. Fleirri myndir eru í myndaalbúmi undir mót 2011.

Hjónin Pétur og Eva Jódís klúbbmeistarar Vestarr 2011


13.07.2011 07:33

Rástímar dagur 2

Meistaramót Vestarr


Tími Kennitala Nafn Klúbbur Forgjöf
Fjöldi þátttakenda : 32
 15:00  2003456819 Svanur Tryggvason GVG 36.0
1006484829 Sverrir Karlsson GVG 27.6

 15:10  0710632089 Helga Ingibjörg Reynisdóttir GVG 29.5
0508605079 Kolbrún Haraldsdóttir GVG 33.4

 15:20  1908602219 Bryndís Theódórsdóttir GVG 29.0
2805653939 Anna María Reynisdóttir GVG 18.0

 15:30  1411745419 Jófríður Friðgeirsdóttir GVG 23.4
0604662469 Dóra Henriksdóttir GVG 15.6
1611743359 Eva Jódís Pétursdóttir GVG 16.4
 15:40 


 15:50  2302972589 Bergur Einar Dagbjartsson GVG 20.5
1704618359 Edvarð Felix Vilhjálmsson GVG 34.2
0804932909 Sigurður Helgi Ágústsson GVG 21.4
 16:00  2508653849 Gunnar Ragnarsson GVG 25.3
1811673789 Þórður Áskell Magnússon GVG 19.2
2810635889 Jón Björgvin Sigurðsson GVG 19.3
 16:10  0205442529 Guðni E Hallgrímsson GVG 16.3
0908603219 Ágúst Jónsson GVG 15.5
1508913109 Hákon Gunnarsson GVG 11.8
 16:20 


 16:30  3012593529 Dagbjartur Harðarson GVG 11.3
2108642889 Ásgeir Ragnarsson GVG 9.1
2211913079 Benedikt Lárus Gunnarsson GVG 10.2
 16:40  2508714309 Steinar Þór Alfreðsson GVG 14.6
0607793339 Hermann Geir Þórsson GJÓ 5.2
2708713569 Pétur Vilbergur Georgsson GVG 4.2
 16:50  2204584749 Unnur Birna Þórhallsdóttir GVG 36.1
2101624299 Anna Bergsdóttir GVG 36.4

 17:00  1611633929 Guðrún Björg Guðjónsdóttir GVG 36.7
2602632779 Kristín Pétursdóttir GVG 37.4
2101823579 Freydís Bjarnadóttir GVG 35.2
 17:10  2306614059 Guðlaugur Harðarson GVG 11.5
2001713659 Kjartan Sigurjónsson GVG 13.5
1711685039 Garðar Svansson GVG 14.0
 17:20 

12.07.2011 14:39

Stjórnarfundur

Stjórnarfundur 10.07.2011                                                                                                                                                    Mættir Þórður, Guðni, Dagbjartur, Pétur, Kjartan, Bryndís, Anna María.

1.       Síðustu tvær vikur hafa gengið vel, Guðni og Dagbjartur voru starfsmönnum innanhandar þessar vikur. Allt gekk fínt og farið var yfir það sem bæta mætti við. Búið er að steypa undir settagám og rúlluhlið.  Starfsmenn á velli að standa sig vel.

Næstu tvær vikur, vallarnefnd sér um vikuna sem meistarmót er í gangi og Þórður tekur vikuna þar á eftir.

2.       Mót framundan, Meistaramót og Mótið á Góðri Stundu. Boðið verður uppá grill á lokadegi meistaramóts, fyrir gesti kostar 2.000.- Soffamótið á Góðri Stundu er á sínum stað á sunnudeginum 24.07.

3.       Önnur mál rædd, Internetmál, forgjafaröðun á brautum, Bikarkeppni, Landsbankamótaröð, starfslýsing nefnda.

11.07.2011 20:04

Fánastangir

Við erum að setja upp fánastangir amk á tveim stöðum á vellinum, reiknum með að þriðji staðurinn bætist við næsta sumar.  Hugmyndin er að selja fyrirtækjum hverja fánastöng til eignar á kr 20.000 og þetta virkar þannig að við setjum þetta upp, fyrirtækið á sína stöng um aldur og ævi en þarf að skaffa okkur nýja fána þegar sá gamli er farinn að líta illa út.  Þeir sem þegar hafa keypt stöng eru; G. Run, Soffanías Cecilsson, Ragnar og Ásgeir og Djúpiklettur.

Viti félagsmenn um fleiri áhugasama þá endilega látið mig vita.
Þetta getur sett skemmtilegan svip á völlinn.

Sjáumst á meistaramóti   emoticon

11.07.2011 10:06

Meistarmót

Meistaramót Vestarr verður dagana 12.-15. júlí. Á lokadegi verður boðið upp á grill. Þeir sem ekki eru að keppa en vilja koma og borða með okkur á lokadeginum tilkynni það til Önnu Maríu í síma 869-6076. Það kostar 2.000 kr. fyrir þá sem ekki eru að keppa. Alltaf gaman að loka meistaramóti í góðra vina hópi.

09.07.2011 12:35

Völlurinn pantaður frá 15 til 19

emoticon  Búið er að panta völlinn frá kl 15 til 19í dag.

Kveðja Þórður Magg

06.07.2011 16:45

Tapað, já - Fundið?

Fyrir helberan aulagang tapaði ég fjarlægðamælinum mínum á golfvellinum okkar á þriðjudagskvöld.
Þetta er heiðgulur (eins og Sóley í blóma) Callaway kíkir.

Ef einhver hefur rekist á hann vinsamlegast hafið samband við undirritaðann í síma 898-5463

UPPFÆRT!
Kíkirinn fannst!  Hulla á inni hjá mér einhverja drykki á barnum. Frábært.

06.07.2011 00:04

Trjátalning

Við þurftum að færa tréin á heppilegri stað í dag.  Um leið gerðum við trjá-talningu.  Svona leit þetta út:
Mispill = 26 stk
Stór fura = 103 stk
Lítil fura = 16 stk
Birki = 364stk
Lerki = 15 stk
Grenitré = 108 stk
Annað 10 stk
Og svo einhverjir bakkar af einhverju sem við vitum ekki hvað er.
Þannig að þetta er heil glás.  Setjum þetta niður í annarri eða þriðju viku í júlí.

Og Grundfirðingar - Til hamingju með sumarkomuna.  Þetta ætlaði aldrei að koma þetta árið...

04.07.2011 21:26

Íslandsmót 35+

Það voru tólf keppendur frá Vestarr sem tóku þátt í 35+ sem haldið var á Kiðjabergi og í Öndverðarnesi. Hjá körlum tóku tveir þátt í öðrum flokki, tveir í þriðja flokki og þrír í fjórða flokki. Hjá konum tók ein þátt í öðrum flokki, ein í þriðja flokki og tvær í fjórða flokki. Við komum sigursæl heim þar sem Jón Kristbjörn Jónsson varð í öðru sæti í öðrum flokki, Ágúst Jónsson vann fjórða flokkinn, Jón Björgvin Sigurðsson lenti í þriðja sæti í fjórða flokki og Anna María Reynisdóttir lenti í öðru sæti í þriðja flokki. Við óskum þessum keppendum innilega til hamingju með frábæran árangur sem og öðrum keppendum sem settu svip sinn á mótið. Það voru níu keppendur ásamt þremur stuðningmönnum sem gistu að Minniborgum og þar fór svo vel um keppendur að ekki var annað hægt en að landa öllum þessum sigrum. Nánari úrslit úr mótinu má sjá inn á golf.is 
Fleiri myndir inni í albúmi undir mót 2011. Sjá hér

04.07.2011 13:18

Framkvæmdir á Báravelli

Birti hérna smá fréttastúf frá Marteini.  Hann er búinn að vera ofurduglegur og aldeilis búinn að vera á fullu í sumar:

Sælir félagar

 

Nýr enduruppfærður listi yfir framkvæmdir:

 

(1) Steypuramminn undir grindarhliðið er nú eins og ég vil hafa hann - sjá mynd.

     Ég fékk leigða góða brotvél hjá Árna Jóni fyrir 3þús og frían flutning báðar leiðir.  Nú er ca 1 klst vinna fyrir 2 menn að ganga frá hliðinu.

 

(2) Ég er búinn að plægja upp um 3.000 fermetra norðan 1.brautar - þar mun ég keyra í sáningarlag (sand/mold) til að geta sáð í um 1.500 fermetrum af green-fræi. Mér sýnist hver flöt sem við förum í vera um 20 x 20 metrar eða frá 350-450 fermetrar þannig að við ættum að eiga þökubanka fyrir 3-4 flatir tilbúnar haustið 2012.

 

(3) Fyrir norðan nýja æfingasvæðið geri ég moldarnám og keyri í góðan haug nyrst í malarnámunni, vestan nýja æfingasvæðisins.  Mér reiknast til að ef við förum í 9 flatir á næstu árum, og hver flöt er um 400 fermetrar, aðflutt rótarlag 30cm, og geri ráð fyrir 15% rýrnun á lausu efni þá þurfum við að hafa til reiðu 1.250 rúmmetra af rótarlagi.  20% af því er mold.  80% sandur.  Sem gerir 250 rúmmetra af mold og 1.000 rúmmetra af sandi.

 

(4) Teigurinn á annarri braut, og viðbótin á brautinni bíður fram í næstu viku, þá fæ ég annan sturtuvagn í lið með mér til að keyra í bæði möl og mold.  Ég geri ráð fyrir að teigurinn hækki um 50cm og verði 15m á lengd og 8 á breidd.    Viðbótin við brautina er um 950 fermetrar.  Þar set ég drénlögn og vatnsrás við að leiða í burt vatn.

 

(5) Ég legg til að við göngum frá umhverfi norð-austur af skálanum sem fyrst. Hér er verkefnalisti:

  a)  Setja meiri drénmöl við enda rotþróar þannig að affallið fari ekki beint út í læk.

  b) Færa trjáplöntur efst í reitinn norðan við 1.braut. Þar er hægt að vökva þeim þangað til þær verða gróðursettar.

  c) Færa fiskikör, dúka og fl upp að vegi vestan við nýja æfingasvæði.  Þar geri ég plan sem hægt er að setja gróður í kring til að hafa þau í friði.

  d) Leggja varanlega raflögn frá skála í gáma. Ég mun grafa ídráttarrör niður en gott væri að vera í samráði við rafvirkja áður.

  e) Efni í kringum rotþró verður mótað upp í jarðvegsmön, ca 150cm háa.  Þar kemur gróður.

   f) Skipulag á bílastæði.  Tilvalið að nota jarðýtuna til að slétta bílastæðið.  Ég fæ stóran valtara/þjappara á staðinn til að þjappa niður 2.teig.

       Vill klúbburinn láta þjappa niður bílastæðið ? - kannski keyra betra efni í það áður ?

 

(6) Keyrsla á efni til að hlaða upp við gáma -  ca 15 sturtuvagnar af möl og mold.  Bíður sturtuvagna.

 

(7) Eigum við að byggja upp nýjan fremri teig á 9.braut ?

 

(8) Svo mun ég klára að keyra mold í kringum nýja útsláttarsvæðið og púttflötina.  Sá grasfræi í, og helst þökuleggja eins mikið og við höfum orku í.

 

Með kveðju

Marteinn


Vafraðu um

Flettingar í dag: 159
Gestir í dag: 81
Flettingar í gær: 159
Gestir í gær: 115
Samtals flettingar: 2090544
Samtals gestir: 264099
Tölur uppfærðar: 26.10.2021 11:43:44

Tenglar