Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Færslur: 2011 September

30.09.2011 02:20

Skipulagsfundur

Þá eru óritskoðaðar niðurstöður funadrins klárar.  Eftir er að vinnna þetta í lokaniðurstöðu en svona lítur þetta út eftir fundinn:

Stóri Skipulagsfundurinn


Fundarstjóri var Björg Ágústsdóttir.
Fundurinn var 29 september kl 20.02 í sögumiðstöðinni.

1 Braut

1.1  Tillaga um að hætta að hirða hluta graslendis.  Fellt

1.2  Tillaga um stækkun á glompum.  Samþykkt

1.3  Bæta við öspum. 

a) að bæta við öspum.  Fellt

b) farið verði að tillögu Edwins um að bæta við trjám sem betur falla í umhverfið að hans mati og eða leitað til garðyrkjufræðings.   Samþykkt

 

2 Braut

 

2.1  Tillaga um að byggja upp nýjan teig.   Samþykkt.

2.2  Tillaga um stækkun á braut.  Samþykkt.

2.3  Tillaga um aukningu gróðurs beggja vegna brautar:  Eftirfarandi tillaga var borin upp:

"Að aukið verði við gróðursetningu beggja vegna brautar þó ekki þannig að slíkt þrengi brautina."    Samþykkt

 

3 Braut 

3.1  Tillaga um að rétta af

a) kvennateig.  Samþykkt

b) karlateig.  Samþykkt

3.2  Breytingartillaga frá Garðari (eða viðbótartillaga) Tillaga; á þriðju braut, við flöt vinstra megin er meðfram flötinni dæld eða laut sem síðan endar í brekku. Fylla ætti þessa laut með mold og þökuleggja svo og stækka flötina með þeim hætti um ca 3 metra til vinstri.  Samþykkt.

3.3  Gera sandglompu í brautarkanti hægra megin.  Fellt.

3.4  Gróðursetja tré hægra megin við braut, við lendingarsvæði högga.  Samþykkt

3.5 Ný tillaga frá ÞM:  Í tjörnina framan við þriðju flöt verði sett rör til að taka við leysingarvatni á vorin, drenmöl/perlumöl notuð til að fylla botninn á tjörninni, ofaná það verði sett drendúkur og búinn til grunnur bönker í stað vatnstorfærunnar.  Þessi vatnstorfæra hefur verið vatnslaus í nokkur ár og erfitt að viðhalda henni.

Viðauki gerður á fundi; gerð verði tilraun til þess að viðhalda vatni í tjörninni.  Verði ekki árangur af því á næstu tveim árum að mati stjórnar og vallarnefndar þá verði ráðist í að setja glompu í staðinn.   Samþykkt.

 

4 Braut

 

4.1 Flöt stækkuð.  Samþykkt.

4.2  Gróðri komið fyrir aftan við flöt, hindrun fyrir þá sem slá of langt.

Kosið var um:
a) sett verði glompa.  Fellt.

b) settur verði gróður.  Fellt.

4.3  Stækka og dýpka glompu.  Þar sem tveir leggja til stækkun og einn dýpkun verður kosið um hvort fyrir sig:
a) kosið um stækkun.  Samþykkt

b) kosið um dýpkun.   Samþykkt.

4.4  Gróðursetja tré vinstra megin við stækkaða flöt.  Samþykkt.

 

5 Braut

 

5.1  Gróðri komið fyrir ofan austan brautar (vinstra megin þegar braut er leikin, uppi í melnum).  Samþykkt.

5.2  Leiðrétta stöðu fremra teigs (kvennateigur - er skakkur).  Samþykkt.

5.3  Stalla flötina. (hluti af hugmyndum um nýjar flatir).  Samþykkt.

5.4  Gróðursetja tré beggja vegna brautar til móts við lendingu teighögga.

Afgreiðsla: gróðursetja tré í samræmi við teikningu sem er fyrirliggjandi af vellinum. Samþykkt.

 

6 Braut

 

6.1 Flötin "rétt af".  Í samræmi við hugmyndir um upptöku flata á vellinum.  Samþykkt.

6.2   Rétta af teiga

a)  Karlateig.  Samþykkt.

b)  Kvennateig.  Samþykkt.

6.3  Gróðursetning.

Gróðursett ný tré í stað trjánna sem fyrir voru.  Samþykkt.

6.4  Setja tré austan teiga til að verja þá frá höggum af fimmtu braut.  Samþykkt
6.5 Flytja flöt upp á hólinn og aðeins aftar.  Fellt.

6.6  Gróðursetja tré beggja vegna brautar til móts við lendingu teighögga:

gróðursetja tré í samræmi við teikningu sem er fyrirliggjandi af vellinum.  Samþykkt

6.7  Ný tillaga frá ÞM; Bönker framan við flöt verði færður og settur vinstra megin við flötina.   Fellt.

 

7 Braut.

 

7.1  Flöt breytt með viðbótarefni.  Aftasti hluti hennar hækkaður upp og látinn halla á móti högginu. (Mön) Afgreiðsla:

Flöt breytt með viðbótarefni.  Aftasti hluti hennar hækkaður upp og látinn halla á móti högginu og flötin lækkuð öll í landinu.  Samþykkt

7.2  Ef brautin verður lengd þá þarf að laga flötina að aftanverðu.  Fellt.  (Samþykkt að fella út)

7.3  Gróðursetja tré í "röffhól".  Fellt.

 

8 Braut.

 

8.1  Gróðri bætt við aftan við flöt.   Samþykkt.

8.2  Stækka vatnstorfæru, að mestu til austurs.  Samþykkt.

8.3  Slétta landið framan við flöt.  Fellt.

8.4   Stækka flöt og glompu hægra megin og gróðursetja á hægri hönd.

a)  Stækka flöt.  Samþykkt.

b)  Stækka glompu.  Samþykkt

c)  gróðursetja á hægri hönd.  Samþykkt.

 

9 Braut.

 

9.1  Tillaga um tvær glompur vinstra megin við braut skv teikningu.  Samþykkt.

 

Almennt.

a)      Allar flatir teknar upp, skipt um jarðveg í þeim og golfvallahönnuður látinn skapa "líf" í þeim. Sett lágmark 30 cm þykkt moldarlag undir.Sjákafla um flatir.  Samþykkt.

b)    Nýr stígur/vinnuvegur sunnan lækjar við aðra flöt.  Fellt.

c)    Skjólbelti gróðursett norðausatnn golfvallar. Samþykkt.

d)    Meiri gróður við skála.  Samþykkt

e)   Stefnt verði af því að mismunur á gulum og rauðum teigum sé hvergi minni en 20%  og hvergi meiri en 25%.    Samþykkt.

 

Gróður.

Í heild sinni upp til samþykktar/synjunar.  Samþykkt.

 

Staðsetning, afstaða og umfang hindrana  (bls 10)

Í heild sinni upp til samþykktar/synjunar.  Samþykkt.


Teigar  (bls 10)

Í heild sinni upp til samþykktar/synjunar.  Samþykkt.

Félagsfundur samþykkir textann með fyrirvara um "þriðja" teig  Félagsfundur lætur ákvörðun um þetta atrið bíða sökum kostnaðar fram að næstu endurskoðun framtíðarsýnar.  Samþykkt.

 

Stígar og vinnuvegir  (bls 13)

Í heild sinni upp til samþykktar með fyrirvara um að búið var að fella tillögu um stíg á braut 2 niður.  Endursemja þarf textann með tillit til þess.  Samþykkt.

 

Flatir (bls 15)

Í heild sinni upp til samþykktar/synjunar.  Samþykkt.26.09.2011 12:16

Stóri Skipulagsfundurinn

Þá höfum við fengið fundarstjóra og erum búin að festa niður fundartíma fyrir stóra skipulagsfundinn.

Fundarstjóri verður Björg Ágústsdóttir.
Fundurinn verður 29 september kl 20.02 í sögumiðstöðinni.

Fyrirkomulag fundarins verður þannig að allar athugasemdir og tillögur Edwins (sjá hér) verða bornar undir samþykki fundarins.  Þeir sem komið hafa með tillögur mega, ef þeir vilja, rökstyðja tillögu sína.  Umræður um tillögur verða ekki á fundinum heldur verða þær bornar upp til samþykkis eða synjunar.
Frestur til að koma með nýjar tillögur er til 28 sept þannig að allir hafi tíma til að kynna sér tillögur sem koma munu á fundinum áður en til fundarins kemur.

Hér er staðan á þeim tillögum sem liggja fyrir fundinum:  http://vestarr.123.is/blog/2011/09/03/540874/
Það er enn nægur tími til að koma með breytingartillögur eða alveg nýjar tillögur.  Við birtum á heimasíðunni á miðvikudag nákvæmlega hvaða tilllögur eru komnar og hvernig þær verða bornar upp á fundinum.

Það er mjög mikilvægt að sem flestir mæti, þetta er plagg sem unnið verður eftir að minnsta kosti næstu tíu ár.

Sjáumst heil.

PS  Hér er nýjasta útgáfa af þeim tillögum sem komið hafa fram og mjög líkleg uppsetning á kosningu um þá: (frábært ef einhver hefur athugasemdir, endilega koma með það fram)


Uppsetning fundar:

Til afgreiðslu:

1 Braut (bls 5)

1.1  Tillaga um að hætta að hirða hluta graslendis.

Roland tekur ekki undir þessa hugmynd.

1.2  Tillaga um stækkun á glompum.

Roland hefur enga umsögn um þetta atriði.

1.3  Bæta við öspum.

Roland telur að aðrar plöntur henti betur.  Kosið verður um; (hægt er að samþykkja báða liði og hafna báðum)
a) að bæta við öspum

b) farið verði að tillögu Edwins um að bæta við trjám sem betur falla í umhverfið að hans mati og eða leitað til garðyrkjufræðings.


2 Braut (bls 5)

2.1  Tillaga um að byggja upp nýjan teig.  (framkvæmdir hafnar)

Roland tekur undir þessa hugmynd.

2.2  Tillaga um stækkun á braut.

Roland tekur undir þessa hugmynd.

2.3  Tillaga um aukningu gróðurs beggja vegna brautar

Roland tekur undir þessa hugmynd með fyrirvara um að þrengja ekki um of að brautinni.  Tillaga sem borin verður upp ef ekki eru mótmæli er að aukið verði við gróðursetningu beggja vegna brautar þó ekki þannig að slíkt þrengi brautina.


3 Braut (bls 6)

3.1  Tillaga um að rétta af teig.

Roland taldi að slíkt þyrfti að skoða betur.

3.2  Stækka flöt (green) að mestu til vinstri.
3.2  Breytingartillaga frá Garðari (eða viðbótartillaga) Tillaga; á þriðju braut, við flöt vinstra megin er meðfram flötinni dæld eða laut sem síðan endar í brekku. Fylla ætti þessa laut með mold og þökuleggja svo og stækka flötina með þeim hætti um ca 3 metra til vinstri.

3.3 Gera sandglompu í brautarkanti hægra megin

3.4  Gróðursetja tré hægra megin við braut, við lendingarsvæði högga.

3.5 Ný tillaga frá ÞM:  Í tjörnina framan við þriðju flöt verði sett rör til að taka við leysingarvatni á vorin, drenmöl/perlumöl notuð til að fylla botninn á tjörninni, ofaná það verði sett drendúkur og búinn til grunnur bönker í stað vatnstorfærunnar.  Þessi vatnstorfæra hefur verið vatnslaus í nokkur ár og erfitt að viðhalda henni.


4 Braut (bls 6)

4.1 Flöt stækkuð

4.2  Gróðri komið fyrir aftan við flöt, hindrun fyrir þá sem slá of langt.

Roland mælti ekki með þessu, leggur fremur til að sett verði glompa

Kosið verður um:
a) sett verði glompa

b) settur verði gróður

Ath hægt er að fella báðar eða aðra en ekki gengur að samþykkja báðar eðli máls samkvæmt.

4.3  Stækka og dýpka glompu.  Þar sem tveir leggja til stækkun og einn dýpkun verður kosið um hvort fyrir sig:
a) kosið um stækkun

b) kosið um dýpkun

Ath hægt er að samþykkja aðra, báðar eða hafna báðum.

4.4  Gróðursetja tré vinstra megin við stækkaða flöt

Fellur út ef ekki er fallist á stækkun flatar.


5 Braut (bls 7)

5.1  Gróðri komið fyrir ofan austan brautar (vinstra megin þegar braut er leikin)

5.2  Leiðrétta stöðu teigs (skakkur)

Roland taldi að þetta þyrfti betri skoðunar

5.3  Stalla flötina (hluti af hugmyndum um nýjar flatir)

5.4 Gróðursetja tré beggja vegna brautar til móts við lendingu teighögga.

Roland telur hér að fara beri varlega.

Kosið verður um:

a)      gróðursetja tré í samræmi við teikningu sem er fyrirliggjandi af vellinum

b)      gróðursetja tré beggja vegna brautar


 

6 Braut (bls 7)

6.1 Flötin "rétt af".  Í samræmi við hugmyndir um upptöku flata á vellinum.

6.2  Rétta kvennateig af.

Roland telur að skoða beri þetta betur

6.3  Taka grenitré burt og setja sandglompu í staðinn

Hér verður aðeins kosið um:

a)      glompuna þar sem trén eru nú á bak og burt

b)      gróðursetningu nýrra trjáa í stað trjánna sem fyrir voru

Hægt er að samþykkja aðra en ekki báðar og einnig er hægt að hafna báðum.

6.4  Setja tré austan teiga til að verja þá frá höggum af fimmtu braut.
6.5 Flytja flöt upp á hólinn og aðeins aftar

6.6  Gróðursetja tré beggja vegna brautar til móts við lendingu teighögga.

Roland telur hér að fara beri varlega.

Kosið verður um:

a)      gróðursetja tré í samræmi við teikningu sem er fyrirliggjandi af vellinum

b)      gróðursetja tré beggja vegna brautar

6.7  Ný tillaga frá ÞM; Bönker framan við flöt verði færður og settur vinstra megin við flötina. 

 

7 Braut (bls 7)

7.1  Flöt breytt með viðbótarefni.  Aftasti hluti hennar hækkaður upp og látinn halla á móti högginu.

Roland telur þetta hljóma vel að varar við landsigi.  Um smá misskilning var að ræða þar sem upphaflega hugmyndin var að lækka flötina einnig í landslagi.  Roland leist vel á þá hugmynd.

Kosið verður um:

a)       Flöt breytt með viðbótarefni.  Aftasti hluti hennar hækkaður upp og látinn halla á móti högginu og flötin lækkuð öll í landinu.

b)      Flöt breytt með viðbótarefni.  Aftasti hluti hennar hækkaður upp og látinn halla á móti högginu.

Hægt er að samþykka aðra eða fella báðar

 

7.2  Ef brautin verður lengd þá þarf að laga flötina að aftanverðu.

Roland telur að slíkt verði að gera hvort sem er.  Kjósa um breytingu á lengd brautar?

7.3  Stækka flöt í átt frá teig.  Fellur út ef samþykkt er 7.1 a eða b.

7.4  Gróðursetja tré í "röffhól".

 

8 Braut (bls 8)

8.1  Gróðri bætt við aftan við flöt.  (vinna þegar hafin.)

8.2  Stækka vatnstorfæru, að mestu til austurs.

8.3  Slétta landið framan við flöt

8.4    Stækka flöt og glompu hægra megin og gróðursetja á hægri hönd.

Hér verður kosið um:
a)  Stækka flöt

b) Stækka glompu

c)  gróðursetja á hægri hönd

 

9 Braut (bls 8)

9.1  Tillaga um að hætta að hirða hluta graslendis.  (sama hugmynd og 1.1)

Roland tekur ekki undir þessa hugmynd.

9.2  Tillaga um tvær glompur vinstra megin við braut skv teikningu

 

Almennt  (bls 8)

Liðir a-d bornir upp til samþykktar/synjunar)

Nýr liður, tillaga frá ÞM:  Stefnt verði af því að mismunur á gulum og rauðum teigum sé hvergi minni en 20%  og hvergi meiri en 25%.  Rökstuðningur á fundinum

 

Gróður  (bls 9)

Í heild sinni upp til samþykktar/synjunar

 

Staðsetning, afstaða og umfang hindrana  (bls 10)

Í heild sinni upp til samþykktar/synjunar

Teigar  (bls 10)

Í heild sinni upp til samþykktar/synjunar

Tillaga frá ÞM.  Ekki sé stefnt að uppsetningu þriðja teigs að svo stöddu vegna kostnaðar, slíkt bíði þar fram að næstu endurskoðun framtíðarsýnar sökum kostnaðar.  Textinn látin halda sér með þeirri ábendingu að félagsfundur láti ákvörðun um þetta atrið bíða sökum kostnaðar.

Kosið um tillögu ÞM fyrst og síðar um tillögu Rolands

 

Stígar og vinnuvegir  (bls 13)

Í heild sinni upp til samþykktar/synjunar

 

Flatir (bls 15)

Í heild sinni upp til samþykktar/synjunar

 

Fundarlok-kaffi?18.09.2011 17:51

Rider

Mostramenn unnu Vestarr

Í dag fór fram seinni hluti bæjarkeppni Vestarr og Mostra á Bárarvelli Grundarfirði í frábæru veðri. Mostra menn mættu með 6 vinninga í forskot frá fyrri hluta keppninnar sem fór fram á Víkurvelli í vor. 

í fyrsta leik dagsins - Texas Scramble þar sem 11 lið frá hvorum aðila mættust, bættu Mostramenn við forskotið og leiddu með 9 vinningum .

Næst öttu menn kappi í Greensome - nú unnu Vestarr með 1 vinningi og minnkuðu forskotið í 8 vinninga.

Í lokaleiknum sem var tvímenningur náði Vestarr að vinna með 1 vinningi - 

Mostramenn unnu Ryderbikarinn með 7 vinningum.

Sjá má myndir frá deginum inní albúmi undir Golfmót 2011 

Myndir tók Systa


11.09.2011 22:03

Ryder á laugardaginn

Vinaklúbbakeppni Vestarr og Mostra

Þátttakendur Vestarr eru minntir á að koma með veitingar. (kökur, brauðtertur, salat, flatkökur, kleinur,  ofl.)

Seinni keppnisdagur er  laugardagurinn 17 september. Spilað er á Báravelli

Skráning er opin  hér á golf.is og keppendur beðnir um að skrá sig í tíma til að auðvelda

liðstjórum skipulagningu.

Að lokinni keppni verður boðið upp á grillmat og meðlæti. Matur kostar kr. 2500.-

Ætlast er til að keppendur verði mættir fyrir 9.30 og ræst verður út á öllum teigum kl. 10.00

Keppni hefst á Texas, síðan er spilað Greensome og að lokum tvímenningur.

Eftir fyrri keppnisdag hafa Mostramenn 6 vinninga í forskot.

 

Mótsstjórn

08.09.2011 15:08

Skuldlaus klúbbur!!!

Það er gaman á krepputímum að geta sagt svona fréttir. 
Frá og með deginum í dag er klúbburinn okkar skuldlaus.
Það eru vægast sagt skemmtilegar fréttir og afl okkar til framkvæmda mun aukast til muna í framtíðinni við þetta.
Óskum okkur öllum til hamningju með þetta.

05.09.2011 10:06

Úrslit úr Landsbankamótaröð

Sjötta og síðasta mótið í Landsbankamótaröðinni var spilað í gær á Bárarvelli í blíðskapsveðri
25 keppendur tóku þátt

Úrslit urðu þau að Þorkell Már var fyrstur með 49 punkta, Davíð Hafsteins annar með 43 punkta og besta skor og í 3 sæti varð Ásgeir Ragnarsson með 36 punkta

Í heildakeppni urðu úrslit þau að Þorkell Már Guðnason vann punktakeppni og
Ásgeir Ragnarsson höggleik.

Hér að neðan má sjá 3 efstu í heildar punktakeppni

Mót númer 1 2 3 4 5 6
Þrjú bestu skor

samtals
Þorkell Már Guðnason 


39 43 49 131
Bergur Einar Dagbjartsson *    41 39 43

123
Sigurður Helgi Ágústsson *  41 37 43


121

04.09.2011 11:00

Vinnudagur.

Spáin fyrir þriðjudag er flott svo við ætlum að skella á vinnudegi til að klára þau verkefni sem bíða fyrir veturinn. Það þarf að loka gám og klára að setja niður tré. Frábært væri að sem flestir sæju sér fært á að mæta því margar hendur vinna létt verk. Stefnum á að byrja um 16.30, ef þú kemst ekki 16.30 er allt í lagi að þú komir kl: 17.00 eða 17.30....... verðum eitthvað fram eftir kveldi svo þú kemur þegar þú kemst. 

04.09.2011 10:54

Rider kvk

Seinnihluti Rider kvk var spilaur í gær á Víkurvelli. Fyrir daginn áttu Vestarr konur 4 vinninga á Mostrakonur. Í gær náðu Vestarrkonur 4 vinningum fram yfir Mostrakonur svo leikar enduð að Vestarr konur unnu með 8 vinningum. Stelpur við erum glæsilegar til hamingju með sigurinn í gær.  

04.09.2011 03:19

Staðan í landsbankamótaröð

Mót númer 1 2 3 4 5 6
Þrjú bestu skor

samtals
Bergur Einar Dagbjartsson *    41 39 43

123
Sigurður Helgi Ágústsson *  41 37 43


121
Jófríður Friðgeirsdóttir * 
35 33 36

104
Bryndís Theódórsdóttir *  33
32   37
102
Guðni E Hallgrímsson *    36   29 37
102
Sverrir Karlsson *    34   34 34
102
Kjartan Sigurjónsson *  31
30 40  
101
Ásgeir Ragnarsson * 

31 37 32
100
Svanur Tryggvason *  33 30     35
98
Dagbjartur Harðarson * 
28
36 33
97
Dóra Henriksdóttir * 
30 31 34

95
Anna María Reynisdóttir *  32 32 24


88
Guðrún Björg Guðjónsdóttir *  31
  24 33
88
Þórður Áskell Magnússon *    27 27 29

83
Þorkell Már Guðnason 


39 43
82
Þorsteinn Bergmann  23

27 30
80
Hákon Gunnarsson *  28 21
28

77
Kristín Pétursdóttir *  16
28 32

76
Freydís Bjarnadóttir *  36
38


74
Ágúst Jónsson * 

39 32

71
Benedikt Lárus Gunnarsson * 
30 34


64
Bent Christian Russel *  29 3059
Kolbrún Haraldsdóttir *  25
27


52
Ingólfur Örn Kristjánsson * 47
47
Pétur Vilbergur Georgsson * 38
38
Viðar Gylfason * 34
34
Atli Freyr Friðriksson 


33

33
Eysteinn Jónsson    3333
Páll Guðfinnur Guðmundsson * 


32
32
Sæþór Gunnarsson * 32
32
Edvarð Felix Vilhjálmsson * 31
31
Hermann Geir Þórsson *  31
31
Ásgeir Þór Ásgeirsson 30
30
Guðmundur Smári Guðmundsson 


29
29
Magnús Jónsson * 28
28
Rafn Guðlaugsson * 28
28
Unnur Birna Þórhallsdóttir * 28
28
Rakel Þorsteinsdóttir    2727
Helga Ingibjörg Reynisdóttir * 
2626
Guðlaugur Harðarson *    2121
Haraldur Kristjánsson * 

16


16

03.09.2011 19:54

Það styttist í fundinn...

Við birtum aftur þessa færslu frá 19. júlí
Fundurinn verður haldinn nú í september þannig að allir þeir sem hafa athugasemdir, óskir eða drauma endilega komið þeim annað hvort til stjórnar eða hér inn á síðuna.
Farið verður yfir hvern lið á fundinum og hann borinn undir atkvæði, allir sem koma með tillögur geta rökstutt sína tillögu á fundinum.  Þó verður tillagan að berast amk sólarhring fyrir fundinn þannig að hægt sé að kynna hana hér á vefnum.  Uppkastið af fundinum hefur ekki breyst frá 19 júlí, hér er það:

Í samræmi við ákvörðun stjórnar Vestarr verður haldinn í haust (vonandi fáum við að nota menntaskólann) félagsfundur þar sem lögð verður fram skýrsla Edwin Rolands.  Skýrslan er hér
Farið verður yfir skýrsluna í smáatriðum.  Hafi félagsmenn tillögur er ekki of seint að bæta þeim við.  Það verður þó að gerast fyrir fundinn þannig að þær séu á dagskrá áður en fundur hefst, annars gæti fundurinn staðið í marga daga.  Tillögur um breytingar er hægt að senda stjórn eða hreinlega skrá þær inn í "Bæta við athugasemd" hér fyrir neðan.  Hér kemur fyrsta uppkast af því hvernig fundurinn verður settur upp:

Verkefni fyrir stóra fundinn.

Borið undir atkvæði:
bls 5: hætt verði að hirða hluta graslendis milli 1 og 9 brautar.  (sama tilaga í lið 9.1) Borið undir atkvæði.

Bls 5: staðfest af fundi breytingar á annarri braut skv lýsinu Rolands.  Borið undir atkvæði.

Bls 6:  aukið við gróður beggja megin 2 brautar. Borið undir atkvæði.

Bls 6 braut 3:  liður 3.1 til 3.4 borinn undir atkvæði.
Ný tillaga frá ÞM.  Í tjörnina framan við þriðju flöt verði sett rör til að taka við leysingarvatni á vorin, drenmöl/perlumöl notuð til að fylla botninn á tjörninni, ofaná það verði sett drendúkur og búinn til grunnur bönker í stað vatnstorfærunnar.  Þessi vatnstorfæra hefur verið vatnslaus í nokkur ár og erfitt að viðhalda henni.

Bls 6 braut 4.  Liður 4.1 til 4.4 borinn undir atkvæði

Bls 7 braut 5.  Liður 5.1 til 5.4 borinn undir atkvæði

Bls 7 braut 6.  Liður 6.1 til 6.6 borinn undir atkvæði.

Ný tillaga frá ÞM á braut 6; liður 6.7  Bönker framan við flöt verði færður og settur vinstra megin við flötina.  borið undir atkvæði.

Bls 7 braut 7.  liður 7.1 til 7.7 borinn undir atkvæði

Bls 8 braut 8.  Liður 8.1 til 8.4 borinn undir atkvæði

Bls 8 braut 9.  Liður 9.1 til 9.2 borinn undir atkvæði (ath sama tillaga og á bls 5)

Bls 8 Almennt:  tillaga almennt a)-c) um völl borin undir atkvæði.

Nýtt:  tillaga frá ÞM:  d) Stefnt verði af því að mismunur á gulum og rauðum teigum sé hvergi minni en 20%  og hvergi meiri en 25%.  Rökstuðningur á fundinum

Bls 9.  Gróður.  Í heild sinni lagt til staðfestingar.

Bls 10 Staðsetning, afstaða og umfang hindrana..  Textinn lagður fram í heild sinni til staðfestingar.

Bls 11-12 Teigar.  Lagt fram til staðfestingar.  Nýtt; tillaga frá ÞM að þessi kafli verði ekki inn í endanlegri "stjórnarskrá" klúbbsins vegna kostnaðar.

Bls 13-14 Stígar og vinnuvegir:  í heild sinni lagt fram til staðfestingar.

Bls 15-19 Flatir.  Í heild sinni lagt fram til staðfestingar

Fundarlok.


Félagsmenn eru því hvattir til að kynna sér efni skýrslunar vel og koma með tillögur ef þeim finnst einhvað vanta eða einhverju ofaukið.
  • 1

Vafraðu um

Flettingar í dag: 483
Gestir í dag: 164
Flettingar í gær: 462
Gestir í gær: 175
Samtals flettingar: 2112882
Samtals gestir: 270378
Tölur uppfærðar: 1.12.2021 12:52:10

Tenglar