Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Færslur: 2012 Janúar

26.01.2012 17:52

Fundur hjá mótanefnd

Fundur hjá mótanefnd á næsta mánudag.

Dagskrá

1. Uppfærsla á forgjöf samkvæmt ráðleggingum GSÍ.
2. Drög að mótaskrá komandi sumars.
3. Önnur mál

Mótanefnd er að mestu orðinn full mönnuð en ef einhver hefur
áhuga á að taka þátt í starfinu þá vinsamlegst hafið samband við
Kjartan Sigurjóns form mótanefndar í síma. 8600714

15.01.2012 13:57

Félagsgjöld 2012

Sælir félagar.  Félagsgjöldin 2012 verða þau sömu og undanfarin ár.

Þeir sem vilja spara gjaldkera smá tíma og fyrirhöfn geta lagt inn fyrir gjöldunum á reikning:
0191-26-36   -   kt 621295-2689
Láta koma fram í skýringum fyrir hvern er greitt, eða senda tölvupóst í d[email protected] eða hringja bara í Þórð Magg í síma 898-5463

Annars verða gjöldin innheimt með sama sniði og undanfarin ár, í apríl með greiðsluseðli.

Bestu kveðjur, ÞM

09.01.2012 22:42

Facebooke

Slóðin á nýju facebook síðuna okkar http//www.facebook.com/profile.php?id=100003317149679

09.01.2012 22:39

Stjórnarfundur

Stjórnafundur haldinn 7.01.2012 kl: 14.00 en vegna leikaraskaps gjaldkera var fundi frestað til 16.00, Gjalkeri baðst afsökunar og bauð uppá kaffi.
Mættir: Dagbjartur, Bryndís, Anna María, Helga Ingibjörg, Kjartan, Pétur Vilbeg, Ásgeir, Þórður.
Vetrarstarf:
1.     Verklýsing nefnda = yfirfara verklýsingar.
2.    Fjáöflunarnefnd =  fjáöflunarnefnd fari af stað nú í janúar, PVG verður tengiliður við Arion Banka.
3.    Skilti á velli = koma upp skiltum fyrir sumarið, bæði á gám og 1.teig. Einnig að fá leyfi fyrir skilti við Vindás.
4.    Steypa flaggstangir, klára að ganga frá gám fyrir sumarið.
5.    Byrja undirbúning útgáfu fréttablaðs.
6.    Búa til facebooke síðu fyrir klúbbinn.
7.    Byrja undirbúningsvinnu fyrir skemmtun til fjáröflunar liðum sem taka þátt sveitakeppni fyrir hönd klúbbsins.
8.    Skemmtimót í sumar verða í höndum unglinga-nýliðanefndar og kvennanefndar.
9.    Fá íþróttahús undir æfingaaðstöðu fram á vor. Verður nánar auglýst síðar.
10.    Búið er að fjárfesta í öryggismyndavélum og verða þær komnar upp fyrir sumarið.   

07.01.2012 22:02

Aðalfundur

Aðalfundur Vestarr 29.nóvember 2011                                                                                                                  
Haldinn í Sögumiðstöðinni kl: 18.00.
Dagskrá:
1.    Kosning fundarstjóra
2.    Kosning fundaritara
3.    Skýrsla stjórnar og framkvæmdir á liðnu ári
4.    Endurskoðaðir reikningar lagðir fram
5.    Umræður og atkvæðagreiðsla um skýrslu stjórnar og ársreikninga
6.    Framkomnar tillögur og fjárhagsáætlun
7.    Kosning formanns
8.    Kosning gjaldkera
9.    Kosning og /eða tilnefning í aðrar nefndir, sbr. 8.grein.
10.    Kosnir tveir endurskoðendur og einn til vara
11.    Önnur mál

1.    Fundarstjóri Þórður Magnússon

2.    Fundaritar Anna María Reynisdóttir

3.    Pétur gefur skýrslu stjórnar. Sumarið fór rólega af stað hjá okkur eins og öðrum klúbbum á landinu
vegna kulda, mótum vara frestað og fáir nentu að spila golf af einhverju viti í maí og framan af júní.  
Mörg stór verkefni voru í gangi í sumar , Marteinn afrekaði mikið auk þess sem fjórir starfsmenn voru við vinnu á velli.
Verkefni sem meðal annars voru unnin, klæðning á gámum fyrir settageymsla og vinnuskúr, nýtt æfingasvæði,
breytingar á bílastæði, gróðursetning í stórum stíl, lenginging 2. Brautar og uppbyggingu á nýjum karlateig.
Að auki var búið til framtíðarskipulag fyrir golfvöllinn. Stærsta málið í náinni framtíð er að það þarf að taka upp flatirnar,
en fyrsti áfangi í því verkefni var unnin í sumar þar sem búinn var til grasbanki.
Árangur í sveitakeppni GSÍ var frábær, bæði  í golfi en ekki síður í framkvæmd, en klúbburinn hélt 5. Deild karla í sumar
og allir þátttakendur voru alsælir með framkvæmd mótsins og ástand vallarins. Margir komu að þessu verkefni bæði sem
keppendur og starfsmenn og er þeim þakkað hér með. Kvennaliðið mun leika í efstu deild að ári í fyrsta sinn þar sem
spilað verður á 18. Holu velli Kjalar í Mosó. Karlasveitin fór líka upp um deild og mun spila í 4. deild í Hveragerði næsta sumar.
Íslandsmót 35 ára og eldri var tekið með trompi af klúbbmeðlimum.  Ágúst Jónsson vann sinn flokk og varð Íslandsmeistari í 4. flokki karla,
Jón Björgvin Sigurðsson  þriðji. Jón Kristbjörn Jónsson varð í 2. sæti í öðrum flokki karla og Anna María Reynisdóttir varð í 2. sæti í þriðja flokki kvenna.
Fyrsta tilraun okkar til að halda bikarkeppni gekk mjög vel og vonandi er það mót komið til að vera. Mótadagskrá var annars með hefðbundnu sniði sem er
frábært þar sem við héldum öllum stærstu styrktaraðilum mótanna.
Vel gekk að safna styrkjum, en margir koma að því að safna fé fyrir klúbbinn.  Klúbburinn er orðinn skuldlaus sem er með ólíkindum þar sem við höfum
staðið í miklum framkvæmdum og fjárfestingum allt frá upphafi.
Félagsmenn eru orðnir um 190, en í vor var undirritaður samstarfssamningur við golfklúbb starfsmannafélag Arion banka þar sem við fáum ákveðna
þóknun fyrir það að halda utan um þeirra skráningu hjá golfsambandinu. Félagsmenn okkar eru um 100, einhver fækkun varð frá í fyrra í þeim hópi.

4.    Endurskoðaðir reikningar. Þórður fer yfir reikninga og rekstur klúbbsins. Klúbburinn var rekinn með tæplega 2,2 miljóna hagnaði
á þessu rekstrarári. Rekstrarútgjöld voru 7.875.305.- en rekstrartekjur voru 10.145.876.- . Klúbburinn á 18.801.510.- í eigið fé og er skuldlaus
sem er alveg frábær árangur. Hægt er að skoða ársreikninga inná heimasíðu www.vestarr.net  og eins að fylgjast með daglegu bókhaldi.


5.    Skýrsla stjórnar samþykkt, ársreikningar samþykktir.

6.    Þórður leggur fram fjárhagsáætlun næsta árs. Rekstartekjur eru áætlaðar 9.215.þús, rekstrargjöld áætluð 8.070.þús,
hagnaður ársins áætlaður 1.145.þús. Áætlaðar fjárfestingar 1.100 þús. Fjárhagsáætlun samþykkt.
Ein tillaga barst um breytingu á stjórn.Þar sem kvennanefnd færi út úr stjórn. Tillaga féll á jöfnu.

7.    Formaður Dagbjartur Harðarson

8.    Gjaldkeri Þórður Magnússon, ritari Anna María Reynisdóttir

9.    Formenn nefnda kosnir                                    
Mótanefnd             Kjartan Sigurjónsson                
Vallarnefnd            Ásgeir Ragnarsson                    
Unglinga og nýliðanefnd        Pétur Vilberg Georgsson                
Skálanefnd             Helga Ingibjörg Reynisdóttir (Systa )        
Kvennanefnd                     Bryndís Theodórsdóttir
Fjáröflunarnefnd         Guðni E. Hallgrímsson

10.    Endurskoðendur Deloitte hf. og G. Smári Guðmundsson, Freydís Bjarnadóttir til vara.
      11. Önnur mál. Dagbjartur Harðarson nýr formaður þakkkar traustið og þakkar einnig fráfarandi formanni Pétir Vilberg fyrir gott starf. Fundi slitið kl: 19:20
  • 1

Vafraðu um

Flettingar í dag: 440
Gestir í dag: 160
Flettingar í gær: 462
Gestir í gær: 175
Samtals flettingar: 2112839
Samtals gestir: 270374
Tölur uppfærðar: 1.12.2021 11:17:29

Tenglar