Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Færslur: 2012 Maí

31.05.2012 19:18

Stjórnarfundur

Stjónarfundur 31.05 2012 mættir: Bryndís, Guðni, Dagbjartur, Þórður. Anna María
1. Panta golfvörur, verðlaun og bikara fyrir sumarið.
2. Bárarvöllur verður í útleigu 11 ágúst. Nánar auglýst síðar.
3. Ath. hvað kostar að hlaða grjóti í kringum annan teig.
4. Loka velli sem fyrst til að halda fjórfætlingum frá.
5. Sett verða upp 3 skilti á velli og við völl þar sem upplýsingar verða um æfingasvæði, að það þurfi að skrá sig í klúbbhúsi bæði félagsmenn og aðrir gestir og að eftirlitsmyndavél sé á svæðinu. 

31.05.2012 08:43

Skemmtimót G.RUN

Skemmtimót G.Run hf

Í tilefni Sjómannadags heldur G.Run hf sjómönnum og öðrum golfurum skemmtimót á Bárarvelli
Mótið er í boði G.Run hf.

Skráning á Golf.is og einnig er skráning á staðnum
Keppendur eru beðnir að mæta tímalega.

Mæting er kl. 17.30 í skála.

Spilað verður Greensome. Báðir spilarar taka upphafshögg á teig
og síðan spilaður betri bolti i holu.

Ætlast er til að vanur og óvanur spili saman
Raðað verður í pör á staðnum.

Allir velkomnir, veitingar að móti loknu.

Áríðandi er að skrá í mótið tímalega til að auðvelda uppsetningu og tryggja að mótið hefjist á réttum tíma
Upplýsingar um mótið og skráning fyrir þá sem ekki geta skráð sig á golf.is eru hjá
Garðari s: 6621709 og Kjartani s: 8600714

20.05.2012 21:42

Bikarkeppni Vestarr og Toyota.

Í dag var dregið í Bikarkeppni Vestarr og Toyota

Það ánægulega vandamál kom upp  að 35 keppendur eru skráðir til keppni og þurfti því að draga út 6 keppendur til forkeppni. Það voru eftirfarandi keppendur.

Eva Jódís Pétursdóttir 15.6 15
Guðrún Björg Guðjónsdóttir 38.3 36 21

Benedikt Lárus Gunnarsson 9.9 8 5
Hermann Geir Þórsson 5.5 3

Pétur Vilbergur Georgsson
4.5 2
Jófríður Friðgeirsdóttir 20.4 20 18

Þessir einstaklingar þurfa því að spila aukaleik,
Jafnfram þarf leikur þeirra verði lokið eigi síðar en 1 júní. 

Að því loknu var dregið í bikarkeppninni sjálfri og eru þar 32 keppendur

Keppt er um Toyota bikarinn

Til glöggvunar eru settar með upplýsingar um forgjöf og vallarforgjöf. Keppendur eru vinsamlegast
beðnir um að skoða forgjöf sína þegar leikur er spilaður. Forgjöf getur breyst og því nauðsynlegt að fylgjast vel með.

Neðar á síðunni eru reglur keppninar og eru keppendur áminntir um að kynna sér reglurnar vel.

Við minnum á að ef upp koma vandkvæði um framkvæmd keppninar eða ágreiningur skal hafa samband við dómar en ákveðið hefur verið að Garðar Svansson verði dómar keppninar

Sími hjá Garðari er 6621709.


32 keppendur  forgjöf  vallarforgjöf mismunur
Ágúst Jónsson 15.2 14
Sverrir Karlsson 28.6 29 15
Jón Björgvin Sigurðsson 18.6 18 6
Steinar Þór Alfreðsson 13.0 12
Þór Geirsson 9.9 8
Eva Jódís/Guðrún Björg


Þórður Áskell Magnússon 20.0 20
Kolbrún Haraldsdóttir 34.2 34 14
Edvarð Felix Vilhjálmsson 33.6 35 17
Anna María Reynisdóttir 18.7 18
Bergur Einar Dagbjartsson 18.0 17 8
Bent Christian Russel 10.4 9
Bryndís Theódórsdóttir 27.9 27 15
Kjartan Sigurjónsson 13.1 12
Hugrún Elísdóttir 13.1 12 3
Guðlaugur Harðarson 10.7 9
Freydís Bjarnadóttir 34.0 34 23
Dagbjartur Harðarson 11.9 11
Guðni E Hallgrímsson 16.5 16
Gunnar Ragnarsson 25.5 26 10
Kristín Pétursdóttir 38.0 36 24
Garðar Svansson 12.9 12
Svanur Tryggvason 36.0 38
Benedikt/ Hermann


Anna Bergsdóttir 37.0 36
Unnur Birna Þórhallsdóttir 37.1 36              0
Ásgeir Ragnarsson 8.3 7
Dóra Henriksdóttir 16.0 15 8
Hákon Gunnarsson 14.4 13
Viktor Örn Jóhannsson 36.0 38 25
Helga Ingibjörg Reynisdóttir 25.6 25
Pétur / Jófríður20.05.2012 19:59

Myndir frá vinaklúbbakeppni karla.

Fleiri myndir frá vinaklúbbakeppni karla sem fram fór á Bárarvelli í gær eru í myndalbúmi, Golfmót 2012.

20.05.2012 19:53

Hjónamót-Paramót

Þá er komið að því, fyrsta hjóna og paramótið er runnið upp.

Mótið verður mánudagskvöld kl 18.30
Fyrirkomulagið er Texas Scramble.
Mótsgjöldin eru afar hófleg, 500 per mann, 1.000 per par.
Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sæti, höggafjöldi mínus forgjöf.

Nú er bara að draga alla á völlinn, lengra komnir eru beðnir um að taka nýliða með sér og fylgjast vel með því að engin sitji eftir heima.  Veðurspáin er fallleg og engar afsakanir verða teknar gildar.


Sjáumst á vellinum.

20.05.2012 15:35

Ryder, staðan.

Síðbúin Ryder frétt.

Ryder keppnin fór fram á laugardaginn síðasta.
Það er skemmst frá að segja að Vestra-menn leiða með þrem stigum eftir fyrsta keppnisdag.  Það stefnir því í hörkuslag í haust...

20.05.2012 00:20

Hola í höggi


Sá ánægjulegi atburður gerðist hér á fimmtudaginn 17 maí  að þessi snillingur sló draumahöggið.
Á fjórðu braut, með 7 járni.
Við óskum Steinari Þór Alfreðssyni innilega til hamingju með höggið.  Frábært alveg og ekki amalegt að byrja sumarið svona.

19.05.2012 16:32

Fréttir frá kvennagolfinu

Golfklúbburinn Vestarr

Golfkonur - golfkonur - golfkonur

Sumarið 2012

Vorferð til Suðurnesja helgina 25. - 27. maí

          Gisting í Keflavík

             Spilað í Grindavík laugardaginn 26.maí - Sandgerði sunnudaginn 27. Maí


     Ryderkeppni milli Vestarr kvenna og Mostra kvenna.

Sunnudaginn 10. júní í Stykkishólmi, haust Grundarfjörður /dags. Sept.


Golfkennsla mánudaga/þriðjudaga - Einar Gunnarson PGA golfkennari

Konukvöld - mánudaga kl.17.15

Skemmtileg mót t.d. Texas scramble/Greensome/vanar,óvanar

29. Júní - Síðkjólamót,

júlí - bleikt mót, ágúst - hattamót.

Meistaramót Vestarr 10. - 13.júlí

Sveitakeppni GSÍ 1. deild kvenna á Akranesi helgina 12-14 ágúst

Vesturlandsmót kvenna á Bárarvelli, Grundarfirði 25. ágúst.Eigum ánægjulegt sumar á golfvellinum hvort sem við förum oft eða einstaka sinnum, njótum útiverunnar og hreyfingarinnar sem því fylgir og ekki síst félagsskaparins.Kvennanefnd GVG 2012 skipa þær:

Bryndís Theodórsdóttir form.  438 6788/862 1355

Guðrún Björg Guðjónsdóttir     845 9269

Kolbrún Haraldsdóttir                438 6606/845 0004

Unnur Birna Þórhallsdóttir        438 6937/

18.05.2012 07:39

Vinaklúbbakeppni karla

Nú styttist í fyrri keppnisdag hjá körlum

Það er mæting kl. 09.30 í skála og keppni hefst stundvíslega kl. 10.00

Liðstjóri er Steinar Alfreðsson, snillingur sem holu í höggi í gær á 4 braut.
líklegt að hann verði með sýnikennslu svo á laugardag.

Keppendur Vestarr eiga að mæta með veitingar og er miðað hráefni veitnga kosti ekki minna en 3000. Semsagt veglegar veitingar.17.05.2012 23:37

Rafmagnsþyrla

Ef einhver á, eða þekkir einhvern sem á, svona leikfangarafmagnsþyrlu af ekki allra minnstu gerð þá endilega hafið samband.

Það sem vakir fyrir okkur er að við höfum aðgang að HD vídeóvél sem er agnarlítil sem hægt er að festa neðan á svona græju.  Þannig gætum við tekið á fallegum degi "live" mynd af vellinum þar sem þyrlan flygi yfir hverja braut fyrir sig og haft videoið hér á síðunni.  Gott fyrir þá sem ekki þekkja völlinn og vilja aðeins skoða þetta til dæmis fyrir mót nú eða bara fyrir áhugamenn sem ekki hafa spilað völlinn.  Þannig að ef þið þekki einhvern tækjadellugæja (eða skvísu) þá endilega látið okkur heyra.


17.05.2012 22:57

Stjórnarfundir

Sælir félagar.

Nú er golfsumarið að hefjast smá saman, styttist í fyrstu mót og svoleiðis.

Stjórnarfundir sumarið 2012 verða á eftirfarandi dögum:

31. maí   Tímasetning auglýst síðar
1. júlí   Tímasetning auglýst síðar
7. ágúst  Tímasetning auglýst síðar

Þeir sem vilja koma málum, athugasemdum, kvörtunum, hrósi (alltaf vel þegið) eða hverju sem er geta gert það bæði með því að koma þeim á framfæri við einhvern í stjórn eða nafnlaust/með nafni í hvíta boxið sem tekur á móti peningum í anddyri klúbbsins.

Með sumarkveðju, Þórður Magg

14.05.2012 13:20

Vinaklúbbakeppni 2012

Fundur verður haldinn í Sögumiðstöðinni þriðjudaginn 15 maí kl. 20.30

Fundurinn er bæði fyrir karla og konur

Leikið er í báðum flokkum þann 19 maí.
Karlar spila á Bárarvelli og konur fara á Víkurvöll

Farið verður yfir ýmis atriði sem skipta máli fyrir keppnina

1. Hverir eru sveitarstjórar,
2. Ferðir í Austurbæinn (Stykkishólm)  konur
3. Veitingar á Bárarvelli,


Sveitalið Vestarr 2011, karlar og konur

13.05.2012 12:34

Vinaklúbbakeppni kvenna

Vinaklúbbakeppni kvenna hjá Mostra og Vestarr

Á laugardaginn 19 maí spila konur í Vestarr og Mostra á Víkurvelli fyrri dag í vinaklúbbakeppni félaganna. Konur í Vestarr skrá sig á Golf.is og skrá sig þar á 10 teig.

Konur í Vestarr eru hvattar til að fjölmenna og taka þátt í skemmtilegu mót.

Samkvæmt langtímaspá veðurstofunar er útlit fyrir hæglætis veður á laugardag

Á fundi formanna og mótanefnda klúbbanna var þessi dagsetning ákveðið og var það
einróma samþykkt að hafa fyrri dag keppninar í karla og kvennaflokki á sama leikdegi.

Seinni leikdagur kvenna verður svo í haust á Báravelli,


10.05.2012 15:08

Kríumótið í Staðarsveit

Nágrannar okkar í Golfklúbbi Staðarsveitar halda golfmót á laugardag.
Upplagt fyrir kylfinga Vestarr að taka þá og fá æfingu fyrir komandi keppni við Mostra í vinaklúbbakeppninni
Hvetjum sem flesta til að taka þátt

Skráning á Golf.is

Nú förum við hressilega á stað og höldum stórmót til heiðurs Kríunni.

Landsbankinn styrkir þennan viðburð af stórhug.

Puntakeppni. 1.2.3. verðlaun auk nándarverðlauna á 3. og 8. braut.

Keli vert tekur vel á móti öllum sem þurfa næringu.

06.05.2012 14:10

Bikarkeppni Vestarr 2012

Búið er að opna fyrir skráningu í bikarkeppni Vestarr 2012

Skráning er á Golf.is

Dregið verður í Golfskála þann 20 maí kl. 16.00 á kynningarfundi um sumarstarfið.

Reglur um keppnina hafa verið uppfærð og eru keppendur hvattir til að lesa þær og kunna. Ef upp kemur ágreiningur skulu keppendur leita til dómar.


Reglugerð fyrir Bikarkeppni GVG.

 1. grein

Leika skal golf í einu og öllu eftir reglum "The Royal and Ancient Golf Club of St. Andrews and The United States Golf Association". Staðarreglur gilda eins og þær eru hverju sinni. Leikið er með fullri vallarforgjöf, en leikin er 18. holu holukeppni í hverri umferð. Verði keppendur jafnir eftir 18 holur skal spila 4 holu bráðabana þangað til úrslit fást. Spila skal  1,2,8 og 9 holu með forgjöf.

 2. grein

Leikmenn skulu koma sér saman um leiktíma og spila keppendur samkvæmt leikreglum um holukeppni saman. Komi leikmenn sér ekki saman um leiktíma þannig að þeir ljúka ekki leiknum innan tímaramma, falla báðir leikmenn úr keppni. Mæti leikmaður ekki til leiks fellur hann úr keppni og hinn telst sigurvegari og kemst áfram í næstu umferð.

 3. grein

Komi upp ágreiningur um reglur, skor eða annað skulu leikmenn fá úrskurð dómara mótsins. Úrskurður dómara er endanlegur. Mótanefnd skipar dómar

 4. grein

Leikmaður á rétt á vitneskju um forgjöf keppinautar síns eins og hún er þegar leikur hefst og er skylt að gefa keppinauti sínum upp eigin forgjöf eins og hún er á leikdegi.Gefi leikmaður upp ranga vallarforgjöf dæmist hann sjálfkrafa úr keppni.

 5. grein

Leikmenn skulu leytast við að trufla ekki leik hjá andstæðingi sínum á neinn hátt. Framkoma leikmanna skal vera tilhlýðileg að öllu leyti. Brot geta varðað frávísun.

 6. grein

Mótanefnd dregur leikmenn saman í fyrstu tvær umferðir, en fjöldi leikja þar ræðst af þátttöku og miðar að því að í næstu umferð séu leikin 32/16/8 manna úrslit.  (Ef t.d. 26 skrá sig þá þarf að leika 26-16=10 leiki þannig að næsta umferð er þá 16 manna úrslit, en dregið er hver mætir hverjum í þeirri umferð.

Þegar leikmenn eru dregnir saman á að prenta nöfn allra sem eru skráðir á sambærilega miða, brjóta þá saman og blanda þannig að alger tilviljun ráði hverjir leika saman.

  7. grein

 Tímamörk:

Skráningu skal lokið fyrir 20 maí.

Fyrstu umferð skal lokið ekki síðar en 11 júní

Annarri umferð skal lokið ekki síðar en 29 júní

Þriðju umferð skal lokið ekki síðar en 20 júlí

Fjórðu umferð skal lokið ekki síðar en 1 ágúst

Fimmtu umferð skal lokið ekki síðar en 15 ágúst

 8. grein

Sigurvegari hlýtur farandbikar sem er gefinn af Toyota á Íslandi og skal hann afhentur á lokahófi GVG að hausti.

Vafraðu um

Flettingar í dag: 132
Gestir í dag: 81
Flettingar í gær: 159
Gestir í gær: 115
Samtals flettingar: 2090517
Samtals gestir: 264099
Tölur uppfærðar: 26.10.2021 11:11:07

Tenglar