Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Færslur: 2012 Ágúst

27.08.2012 14:50

Vestarr Víkingur og Valkyrja.

Vestarr Víkingur og Valkyrja verður haldinn 2 september.
Mæting hjá körlum kl: 14, hjá konum 14:30
Mótanefnd áskilur sér rétt að raða í flokka eftir skráningu.
Þátttökugjald 1.000.- skráning á www.golf.is 

26.08.2012 14:29

Vesturlandsmót kvenna.

Vesturlandsmót kvenna fór fram á Bárarvelli í gær. Alls tóku 40 konur þátt í mótinu. Keppt er um efstu þrjú sæti í höggleik, efstu þrjú í punktum og sveit sem skorar flestar punkta (fjórar efstu úr hverjum klúbbi telja) vinnur mótið. Úrslit urðu:

Höggleikur:
Eva Jódís Pétursdóttir GVG 86 högg VESTURLANDSMEISTARI
Hugrún Elísdóttir GVG 89 högg
Jófríður Friðgeirsdóttir GVG 92 högg

Punktar: Ekki er hægt að vera í verðlaunasæti bæði í punktum og höggleik
Katrín Elísdóttir GVG 37 punktar
Lára Guðmundsdóttir GMS 32 punktar
Helga Björg Marteinsdóttir 32 punktar

Vestarr vann liðakeppninna og fær að halda styttunni í ár.Verðlaunasveitina skipuðu:
Katrín Elísdóttir GVG 37 punktar
Eva Jódís Pétursdóttir GVG 37 punktar
Jófríður Friðgeirsdóttir GVG 32 punktar
Hugrún Elísdóttir GVG 32 punktar

Að móti loknu fóru konur á markaðinn í Grundarfirði og fengu svo leiðsögn um Sögumiðstöðina þar sem Ingi Hans og Sigurborg tóku á móti okkur.
Góður dagur í alla staði. Kvennanefnd Vestarr á heiður skilið fyrir frábært mót og góða skemmtun,
Myndir hér

19.08.2012 18:00

Stjórnarfundur

Stjórnarfundur 19.08.2012
Mættir: Pétur Vilberg, Þórður, Dagbjartur,Guðni, Bryndís, Helga Ingibjörg (Systa), Anna María, gestu Unnur Birna.

1. Vesturlandsmót kvenna. Allur undirbúningur fyrir Vesturlandsmót á góðu skriði. Haldinn verður vinnudagur fimmtudaginn 23.08 til að klára að leggja lokahönd á allan undirbúning vegna mótsins. Meðal annars yfirfara bönkera, hreinsa ruslatunnur, taka til á teigum. Gaman væri að sjá sem flesta og einnig þeir karlar sem ætla að vinna við mótið láti vita af sér til formanns kvennanefndar Bryndís Theodórsdóttir.

2. Önnur braut, æfingasvæði, stækkun skála,
Klára að gera samning um að koma nýja teignum á annari braut í leik fyrir næsta sumar. Koma æfingasvæði í gagnið fyrir næsta vor. Láta gera teikningu af stækkun á skála og kostnaðaráætlun við stækkun. Dagbjartu og Þórður stefna á fund með Marteini um framkvæmdir á velli.

3. Samningar við sveitarfélagið.
a. Beiðni um að Grundarfjarðarbær komi að framkvæmdum á grínum.
b. Sláttursamningur við Grundarfjarðarbæ er runnin út. Hefja viðræður við Grundarfjarðarbæ um áframhaldandi samning. 
Dagbjartur og Pétur fara á fund bæjarstjóra á næstu dögum.

4. Mótanefnd hvött til að setja inn á www.golf.is dagsetningu vegna Vestarr Víkingur/Valkyrja og Vinaklúbbakeppni Vestarr-Mostra kvenna.

19.08.2012 16:00

Kristmundsbikarinn

Kristmundsbikarinn fór fram í dag til minningar um góðann dreng. Alls tóku 46 keppendur þátt í mótinu sem fór fram í blíðskaparveðri og var spilaður Texas. Eftir níu holu leik var boðið uppá súpu og að loknum átjánholuleik bauð fjölskylda Kristmundar uppá veglegar kaffi veitingar.
Úrslit urðu þessi:

1. Margeir Ingi Rúnarsson og Gunar Björn Gunnarsson á 63 höggum
2. Pétur Vilberg Georgsson og Eva Jódís Pétursdóttir á 65 höggum
3. Viðar Gylfasin og Ævar Rafn Þrastarson á 67 höggum
4. Garðar Svansson og Dóra Henriksdóttir á 69 höggum

Verðlaun fyrir fæst pútt: Margeir Ingi og Gunnar Björn 20 pútt
Nándar veðlaun á 1/10 í öðru höggin Margeir Ingi 66 cm.
Nándarverðlaun á 4/13 Davíð Einar Hafsteinsson1.98 m
Nándarverðlaun á 8/17 Pétur Vilberg Georgsson 2.87

Stjórn Vestarr þakkar mótanefnd fyrir frábært mót.

Myndir frá mótinu koma inn von bráðar.

18.08.2012 12:50

Vesturlandsmót KVK

Vesturlandsmót kvenna 2012

Bárarvelli Grundarfirði

Mótið er sveitakeppni klúbbanna og teljast punktar fjögurra bestu frá hverjum klúbbi, árangur sveitarinnar.

Vesturlandsmótið er ætlað konum frá Golf.kl. Borgarnesi, Akranesi, Stykkishólmi og Grundarfirði. Aðrar konur geta tekið þátt sem gestir með leyfi mótsstjóra en geta þó ekki unnið til verðlauna.

Samhliða keppninni er haldin 18 holu höggleikskeppni án forgjafar og hlýtur sigurvegarinn titilinn Vesturlandsmeistari kvenna. Einnig verður keppt í 18 holu punktakeppni með forgjöf.

Mótsgjald er 7000 kr..  Innifalið í því er morgunverður, hressing á velli, fordrykkur, kvöldmáltíð á Kaffi 59 og góð skemmtun í frábærum félagsskap emoticon 

Nánari upplýsingar á www.golf.is
14.08.2012 15:42

Kristmundarbikarinn

Kristmundarbikarinn verður sunnudaginn 19.08 2012. 18 holu texasmót haldið til minningar um góðan félaga. Skráning er á golf.is, ATH! aðeins 48 keppendur komast að. Mæting kl:10:00 ræst út á öllum teigum kl: 11:00. Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir fjögur efstu sætin.
Nándarverðlaun á par 3 brautum, annað högg á 1/10 braut, dregið úr skorkortum.

12.08.2012 20:50

Sveitakeppni dagur 3

Í dag var lokadagur sveitakeppninnar. Leikfyrirkomulagi hjá körlum var breytt þar sem fella þurfti gærdaginn út hjá þeim, í stað átján holu holukeppni voru leikir styttir niður í 9 holur. Strákarnir okkar gerðu sér lítið fyrir í dag og spiluðu eins og englar og enduðu í öður sæti sem þýðir að þeir spila í þriðju deild að ári.  
                TIL HAMINGJU STRÁKAR. 
Konurnar spiluðu í morgun við GA um sjöunda sætið og fengu tvö vinninga úr þeim leik sem dugði ekki til og enduðu í áttunda sætinu og spila í annarri deild að ári. Liðsmenn sveitaliðanna þakka liðstjórum og golfklúbbi Vestarr fyrir góðan stuðning. 

11.08.2012 18:37

Sveitakeppni dagur 2

Dagur tvö var ekki góður til spilamensku í golfi, rigning og rok frá kl. 8.30 í morgun. Konur spiluðu einn leik og fengu einn vinning, aðrir leikir kláruðust á 14-16 braut. Einu leik var aflýst vegna veðurs í dag sem verður til þess að GVG kvk fellur niður í aðra deild að ári. Í fyrramálið spilar GVG kvk við golfklúbb GA um sjöunda sætið ef ekki verður aflýst vegna veðurs.  Strákar spiluðu engan leik í dag vegna veðurs en ákváðu að skella sér í keilu og bíó í höfuðborginni í stað þess að láta sér leiðast. Myndir eru hér http://vestarr.net/photoalbums/232464/

10.08.2012 20:31

Dagur 1 sveitakeppni

Fyrsti dagur í sveitakeppninni spilaður í roki og rigningu, allir blautir og veðurbarðir eftir daginn bæði í Hvergerði og á Akranesi. Strákarnir okkar unnu báða sína leiki 2-1 og eiga góðann möguleika á spila í efri riðli eftir síðasta leik í riðlinum sem fram fer í fyrramálið, sá leikur er á móti heimaliðinu. Konurnar hafa staðið sig vel í sínum leikjum í dag og eru stoltar af því að hafa náð að draga leikina á 12 til 14 braut gegn konum sem eru með 0-6 í forgjöf. Á morgun er síðasti leikur í riðlinum gegn GS ef veður leyfir. Áfram GVG.....

08.08.2012 22:05

Sveitakeppni

Á morgun fimmtudag leggja lið karla og kvenna í sveitakeppni GSÍ, spilaður verður æfingahringur fyrsta daginn. Sveit karla spilar á Gufudalsvelli í Hveragerði í fjórðu deild og sveit kvenna spilar á Garðarvelli á Akranesi í fyrstu deild. Keppnin hefst svo á föstudagsmorgun og líkur á sunnudag, leiknir eru fimm leikir þar sem karlar spila tvö tvímenninga og einn fjórmenning, konur spila fjóra tvímenninga og einn fjórmenning. Sveit karla skipa Jón Kristbjörn Jónsson, Pétur Vilberg Georgson, Ásgeir Ragnarsson, Bent Russel, Hermann Geir Þórsson, Þór Geirsson, liðstjóri er Steinar Þór Alfreðsson. Sveit kvenna skipa Hugrún Elísdóttir, Anna María Reynisdóttir, Dóra Henriksdóttir, Jófríður Friðgeirsdóttir, Eva Jódís Pétursdóttir, Helga Ingibjörg Reynisdóttir (Systa), Kristín Pétursdóttir, liðstjóri er Ágúst Jónsson. Reynt verður að setja fréttur hér inn jafnóðum og leikjum líkur.
  • 1

Vafraðu um

Flettingar í dag: 450
Gestir í dag: 161
Flettingar í gær: 462
Gestir í gær: 175
Samtals flettingar: 2112849
Samtals gestir: 270375
Tölur uppfærðar: 1.12.2021 11:50:24

Tenglar