Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Færslur: 2012 Desember

29.12.2012 20:29

Aðalfundur

Aðalfundur Golfklúbbsins Vestarr haldinn 28. nóvember 2012 klukkan 18.00 í Sögumiðstöðinni.

Dagskrá aðalfundar.

1. Kosning fundarstjóra.

2. Kosning fundarritara.

3. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.

4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.

5. Umræður og atkvæðagreiðslur um skýrslu stjórnar og ársreikninga.

6. Framkomnar tillögur og fjárhagsáætlun.

7. Kosning formanns

 Kosning ritara / gjaldkera

9. Kosning og /eða tilnefning í aðrar nefndir, sbr. 8.grein.

10. Kosnir 2 endurskoðendur og einn til vara.

11. Önnur mál.


1. Fundarstjóri er kosinn Dagbjartur Harðarson.

2. Fundarritari er kosinn Helga Ingibjörg Reynisdóttir

3. Formaður las upp skýrslu stjórnar og fór yfir framkvæmdir á liðnu starfsári.

Starf kúbbsins gekk vel í flestu og nokkuð hefðbundið starfsár.

Mótahald var með hefðbundnu sniði. Bættum við einu móti til styrktar sveitakeppnisliðunum. Misstum gott 36 holu mót Arionbanka sem haldið var í samstarfi við Golfklúbbinn Mostra.

Framkvæmdir á vellinum voru ekki eins miklar og vonir stóðu til. Þrátt fyrir það skartaði völlurinn sínu besta. Vorum með tvo fasta starfsmenn í sumar og stóðu þeir sig vel.

Meistararmót klúbbsins var fært aftur um eina viku til að koma til móts við strandveiðisjómennina okkar.

Meistarar klúbbsins:

1.   flokkur kvenna. Hugrún Elísdóttir

2.   flokkur kvenna. Unnur Birna Þórhallsdóttir

1. flokkur karla. Jón Kristbjörn

2. flokkur karla. Bergur Einar Dagbjartsson

Öldungaflokkur. Þór Geirsson

Sendi klúbburinn bæði kvenna og karlalið í sveitakeppni, stúlkurnar spiluðu í efstu deild og stóðu sig með prýði, féllu reyndar niður aftur en komu heim reynslunni ríkari og stefna að því að komast upp aftur. Strákarnir komust upp um deild og skildu mikla reynslubolta eftir, frábær árangur hjá þeim.

Félagslífið var í blóma eins og fyrri ár, þátttaka félaga alltaf að aukast sem er vel.

Boðið var upp á golfkennslu fyrir börn og unglinga og fengum til þess styrk frá Grundarfjarðarbæ og erum við afskaplega þakklát fyrir það. Vilji kúbbsins til að auka þátttöku barna er mikill og höfum við boðið börnum í Grunnskóla Grundarfjarðar að vera í klúbbnum án gjalds og ætlunin er að halda því áfram og gera sérstakt átak í barna-, unglinga og nýliðastarfi á næstu árum.

Nefndarstörf gegnu vel og félagar fúsir til verka fyrir kúbbinn. Þegar klúbbur hefur um 13% bæjarbúa innan sinna raða er ekki yfir miklu að kvarta.

Afgangur var af rekstri klúbbsins og getum við verið fjandi stolt af því.

4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram. Þórður fór yfir og skýrði allt út. Sumt jákvætt, annað ekki. Kreppan lætur á sér kræla og sýnir það sig í minnkandi mótatekjum, vallargjaldi og vallarleigu ásamt sjoppu. Lottótekjur hafa ekki skilað sér!!! Rekstrargjöld mun minni en reiknað var með í áætlun. Klúbburinn er algerlega skuldlaus sem er frábært. Verður að auka innkomu á næstu árum. Það má reikna með meiri kostnaði v/viðhalds á vélum og öðru á næstu árum. Sluppum mjög vel þetta árið.

Hægt er að sjá ársreikninga á heimasíðu Golfklúbbsins www.vestarr.net og eins er hægt að fylgjast þar með daglegu bókhaldi.

Klappað vel og lengi fyrir fráfarandi gjaldkera Þórði Magg. Hann varð síðan að yfirgefa fundinn vegna anna.

Fundastjóri tekur við.

Nú skal skrá öll börn undir 16 ára aldri í klúbbinn til að fá meiri lottótekjur. Sambærileg fjárhagsáætlun næsta ár.

Kjartan hættir sem formaður mótanefndar og tekur Garðar við.

Ásgeir hættir í  vallanefndar og tekur við sem formaður fjáröflunarnefndar.

Þórður hættir sem gjaldkeri og tekur Unnur Birna við því embætti.

Guðni hættir sem formaður vallarnefndar og Hermann Geir tekur við því.

Dagbjartur gefur kost á sér sem formaður annað ár og er kosin með miklum meirihluta.

Systa býður sig áfram í skálanefnd og er jafnframt kosin með gríðarlegum meirihluta.

Endurskoðendur Deloitte.

Samþykkt að hækka félagsgjöld um 5.000 kr fyrir einstaklinga og 10.000 fyrir hjón.

Önnur mál.

  • 1

Vafraðu um

Flettingar í dag: 468
Gestir í dag: 162
Flettingar í gær: 462
Gestir í gær: 175
Samtals flettingar: 2112867
Samtals gestir: 270376
Tölur uppfærðar: 1.12.2021 12:21:46

Tenglar