Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Færslur: 2013 Mars

28.03.2013 10:08

Stjórnarfundur

Stjónarfundur 18.03 2013

1.   Mótakrá yfirfarin

2.   Mönnun nefnda, yfirfarið hvernig gegnur að manna nefndir.

3.   Dagbjartur og Pétur fóru á fund með bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar. Nýr sláttursamningur gerður, framtýðarsýn á golfvelli kynnt og rætt með hugsanlega þátttöku Grundarfjarðarbæjar í einhverjum framkvæmdum á velli.

Fundi slitið

18.03.2013 18:57

Stjórnarfundur 18.03

Stjórnarfundur haldinn 18. mars mættir Helga Ingibjörg, Dagbjartur, Garðar, Bryndís, Anna María.
Dagbjartur og Pétur Vilberg fóru á fund bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar. Rætt var um notkun á Paimpol garði undir brautir fyrir börn auk framtýðarsýnar á golfvelli með von um  þátttöku Grundarfjarðarbæjar. Einnig var gengið frá nýjum sláttursamning.
Formenn nefnda eru byrjaðir að manna nefndir og verður það vonandi frágengið fyrir næsta fund.

Mótaskrá sumarsins var yfirfarin og mót sumarsins eru:
18.05 Kynning á sumarstarfi
19.05 Dregið í bikarkeppni
31.05 Sjómannadagsmót G.RUN
 4.06 Vestarr mót 1
13.06 Vestarr mót 2
20.06 Háforgjafamót
22.06 Jónsmessumót
27.06 Vestarr mót 3
28.06 tveggja daga mót?
09-12.07 Meistaramót
15.07 Vestarr mót 5
26.07 Góðri Stundu mót
08.08 Vestarr mót 6
11.08 Kristmundsmótið
20.08 Vestarr mót 7
22.08 Vestarr Vikingur/Valkyrja
07.09 Ryderkeppni karla
14.09 Opið mót.

Næsti fundur 2.04 2013
Fundi slitið

07.03.2013 08:52

1 fundur mótanefndar

Fundargerð Mótanefndar.

1 Fundur Mótanefndar  Vestarr  2013

4 Mars 2013 kl. 15.30

Haldinn í Samkaup Grundarfirði

 Mættir,  Garðar Svansson, Gunnar Ragnar Hjartarson,  Eðvarð F Vilhjálmsson

Forföll, Gunnar Ragnarsson, ,Dóra Henriksdóttir og Helga Reynisdóttir

 

1.       Mótadagskrá 2013.  Farið var yfir dagskrá sumarsins. Ekki er útlit fyrir að Landsbankinn verði með fyrirtækja mótaröð  þetta árið, lagt hefur verið til að hvert  félag leiti styrktaraðila í sínu bæjarfélagi til að halda mótaröðinni  áfram.  

19.maí, kynning á sumarstarfi, dregið í bikarkeppni  og mögulega 9 holu mót í framhaldinu. 25, maí, Ryder karla hjá Mostra.  31 maí, Sjómannadagsmót G.Run hf.  4 júní, Fyrirtækjamótaröð.  6 júní, GVG mótaröð. 13 júní GVG mótaröð, 20 júní, Háforgjafarmót. 22 júní , Jónsmessumót. 27 júní, GVG mótaröð. (28-29 júní 2 dagamót) 4 júlí, GVG mótaröð. 9 -12 júní, Meistaramót GVG.  15 júlí. GVG mótaröð.   26 júlí, Á góðri stundu. 8 ágúst, GVG mótaröð.  11 ágúst, Kristmundarbikarinn. 16 - 18 ágúst Sveitakeppni GSÍ. 22 ágúst, Víkingur /Valkyrja. (23-24 ágúst, 2 daga mót)  31 ágúst. Vesturlandsmót Kvenna GMS.  7 sept. Ryder karla GVG.  14 sept. Opið mót.

 

 Mót hjá nágrannaklúbbum.   11- 18 og 25 júní, Fyrirtækjamótaröðin  (GST-GMS- GJÓ) 18-20 júlí, 35+.  24 júlí  HSH mót, GMS. 10 ágúst, Landsbankamótið, GST.    

Inn í dagskránna vantar paramót. Einnig rydermót kvenna.  

2.       Kynning á mótum sumarsins ásamt starfi félagsins.  Lagt til að opin fundur verði svo haldinn kl. 13 þann 19 maí  í golfskálanum, þar sem farið verði yfir sumardagskrá, dregið í bikarkeppni og starf félagsins. Mögulegt að vera með 9 holu mót í framhaldinu.

3.       Bikarkeppni Vestarr, samþykkt að spilað verði tvöfalt mót. Að lokinni 1 umferð eru þeir sem tapa dregnir út aftur og spila um Biggest loser.

4.       Mótanefndin.  Nefndin eru skipuð, Garðar Svansson, Gunnar Ragnarsson, Eðvarð F Vilhjálmsson, Gunnar R Hjartarson, Dóra Henriksdóttir og Helga Reynisdóttir. Ákveðið að kanna með áhuga fleiri félagsmanna um að taka þátt í starfinu.

5.       Árleg endurskoðun forgjafar samkvæmt tölfræði GSÍ. Farið yfir list um breytingar. Samþykkt.

 

6.       Önnur mál. Ekkert undir önnur mál.

 

 

Fundi slitið kl. 16.03
Garðar Svansson
  • 1

Vafraðu um

Flettingar í dag: 450
Gestir í dag: 161
Flettingar í gær: 462
Gestir í gær: 175
Samtals flettingar: 2112849
Samtals gestir: 270375
Tölur uppfærðar: 1.12.2021 11:50:24

Tenglar