Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Færslur: 2013 Nóvember

24.11.2013 08:23

Aðalfundur

Aðalfundur Golfklúbbsins Vestarr haldinn í Bæringstofu 16.11.2013
Dagskrá fundar. 
1. Kosning fundarstjóra.
2. Kosning fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram. 
5. Umræður og atkvæðagreiðslur um skýrslu stjórnar og ársreikninga.
6. Framkomnar tillögur og fjárhagsáætlun.
7. Kosning formanns
8  Kosning ritara / gjaldkera
9. Kosning og /eða tilnefning í aðrar nefndir, sbr. 8.grein.
10. Kosning endurskoðenda.
11. Önnur mál.

1. Fundarstjóri Garðar Svansson

2. Ritari Anna María Reynisdóttir

3. Skýrsla stjórnar, á síðasta starfsári voru fjórir starfsmenn á golfvelli og kom það vel út.
Stjórnin þakkar þeim vel unnin störf. Golfvöllurinn var í frábæru ástandi þetta sumarið þrátt fyrir leiðinda veður sem einkenndi golfsumarið. Mikil vinna var lögð viðhald véla sem orðið var ábótavant, einnig voru starfmenn duglegir að koma frá sér fréttum um starfsemi á velli bæði á heimasíðu og á facebook. Störf nefnda gegnu að mestu vel.
Skýrslur nefnda:
Mótanefnd: Vestarr 2013 Starfssemi mótanefnda var með hefðbundnu sniði eins og síðustu ár. Ágætis þátttaka var í mótum sumarsins þrátt fyrir ekkert sérstak golfveður en kylfingar reyndu að lágmarka áhrif veðurs á iðkun golfs í sumar.Á mótaskrá sumarsins voru 22 mót en 3 mót voru ekki haldinn af ýmsum ástæðum. Frábær þátttaka var í Sjómannadagsmóti Guðmundar Runólfssonar hf. En yfir 60 keppendur mættu og tóku þátt í skemmtilegu móti sem gengur út á skemmtun og gleði en keppni er í aukasæti. Í mótaröðinni var þátttaka upp og ofan en þar kom veður einna mest inn. Góð mæting var á Opna Soffamótinu eins og vanalega og er föstudagurinn að festa sig sem mótsdagur á Góðri stundu. Reynt hefur verið að færa mótið til á alla daga helgarinnar og hafa gefist misvel. Í Toyotabikarkeppninni var reynt nýtt fyrirkomulag en það gekk út að þeir sem duttu út í fyrstu umferð héldu áfram í úrsláttarkeppni um hver væri mesti taparinn. Því miður kláraðast sú keppni ekki en byrjaði ágætlega. Helmingi færri voru skráðir í bikarkeppnina þetta árið en árið á undan. Í mótanefnd voru  Edvarð F. Vilhjálmsson, Helga Reynisdóttir, Dóra Henriksdóttir, Gunnar Ragnarsson og Ágúst Jónsson þakka ég þeim öllum mikið og gott starf. Garðar Svansson.
Kvennanefnd: Skýrsla kvennanefndar  2013 Kvennastarfið byrjaði með skemmtilegri vorferð í umsjón þeirra Unnar Birnu Þórhallsdóttur fyrir Vestarr og Elísabetar Valdimarsdóttur fyrir Mostra. 26 konur úr báðum félögum skelltu sér í Grímsnesið í lok mai, til að kynna sér velli þar um kring. Þrátt fyrir fremur óhagstætt veður skemmtu konur sér vel og eitthvað var spilað. Mikil tilhlökkun var hjá klúbbum fyrir komandi sumarstarfi og tilheyrandi golfiðkun en heldur rólegt reyndist þó sumarstarfið vera er yfir lauk. Veður lék ekki alveg við okkur heilt yfir og hafði það m.a. áhrif á hve fáar konur mættu almennt á völlinn.   Kvennakvöldin breyttust frá mánudögum yfir á þriðjudaga  kl. 17.15.  Þurfum að skoða það fyrir næsta sumar þar sem oft voru mót sett á þriðjudaga, sérstaklega fyrri hluta sumars. Ekki tókst að halda úti þeim skemmtimótum sem fyrirhuguð voru um sumarið, ef tíminn hentaði þá kom veðrið í veg fyrir framkvæmdir, má þar nefna t.d. síðkjólamótinu vinsæla. Ekki var heldur haldin ryderkeppni kvenna milli Vestarr og Mostra en til stóð að halda a.m.k. eina keppni yfir sumarið. Nokkrar konur spiluðu þó, á almennum mótum, meistaramótinu og í sveitakeppninni í 2.deild í Stykkishólmi. Kvennanefndin vonar að sjálfsögðu að betur takist til næsta sumar og að meira líf verði á golfvellinum okkar. Stjórn kvennanefndar Vestarr 2013 skipuðu þær, Bryndís Theodórsdóttir formaður, Guðrún Björg Guðjónsdóttir, Kolbrún Haraldsdóttir, Unnur Birna Þórhallsdóttir. 
Unglinga og nýliðanefnd hélt námskeið þar sem um 40 börn mættu. Mikil ánægja var með námskeiðið bæði hjá börnum og foreldrum þeirra. 

Stjórnin þakkar öllum félögum fyrir gott og óeigingjarnt starf. Golfklúbburinn okkar endurspeglar það fólk sem í honum er og stendur fyrir það sem við erum. 
Einnig þakkar stjórnin öllum þeim styrktaraðilum sem styrkt hafa okkur í gegnum árin á þessara styrktaraðila væri okkar gegni ekki svona gott. 
Sveitakeppni karla fór fram á Norðfirði, þar stóð okkar sveit sig mjög vel og enduðu í fjórða sæti. Strákarnir unnu sig upp í 3 deild fyrir ári. Sveit karla skipuðu: Hermann Geir Þórsson, Ásgeir Ragnarsson, Margeir Ingi Rúnarsson, Pétur Vilberg Georgsson, Magnús Jónsson, Steinar Þór Alfreðsson sem einnig var liðstjóri. Sveitakeppni kvenna fór fram í Stykkishólmi þar sem konur lentu í þriðja sæti í annari deild, sveit kvenna skipuðu: Anna María Reynisdóttir, Eva Pétursdóttir, Hugrún Elísdóttir, Jófríður Friðgeirsdóttir, Unnur Birna Þórhallsdóttir, Kolbrún Haraldsdóttir, liðstjóri var Dagbjartur Harðarsson.
Vestarr konur komu og sáu og sigruðu á Vesturlandsmóti kvenna þar sem Kristín Pétursdóttir varð punktameistari og Anna María Reynisdóttir varð Vesturlandsmeistari í höggleik. 

Gerður hefur verið sláttursamningur við Grundarfjaðarbæ til fimm ára þar sem meira svæði verður slegið en verið hefur. Skoðuð verða kaup á nýrri röffvél þar sem núverandi vél er komin á tíma. 
Golfklúbbur festi kaup á SNAG  til að efla áhuga á golfi. Á þessari slóð er hægt að finna upplýsingar um það hvað SNAG snýst um http://www.snaggolf.com/ SNAG er fyrir  alla aldurshópa
og gott að nýta til æfinga inni yfir vetratímann.Golfklúbbur ætlar að færa íþróttahúsi Grundarfjaðrar SNAG að gjöf til að allir aldurshópar fái tækifæri til að æfa SNAG og verði til þess að fjölga iðkendum í golfi. Haldið verður leiðbeinenda námskeið í kjölfarið og mun GSÍ styrkja komu kennara á svæðið.
Dagbjartur Harðarson lætur af stöfum sem formaður og Anna María Reynisdóttir lætur af störfum sem ritari.Stjórn Vestarr þakkar þeim vel unnin störf. 

4. Endurskoðaðir reikningar. Unnur Birna fer yfir reikninga og rekstur klúbbsins. Klúbburinn var rekinn með tæplega 1 miljóna hagnaði á þessu rekstrarári. Rekstrarútgjöld voru 7.280.482.- en rekstrartekjur voru 8.383.002.- . Klúbburinn á 20.981.583.- í eigið fé.

5. Skýrsla stjórnar samþykkt, fundur tekur undir þau orð að klúbbur okkar stendur fyrir góðu félagsstarfi. Unni þakkað gott starf, reikingar samþykktir. 

6. Útbúa reglugerð (umgjörð) um greiðslur og framkvæmd vegna þátttöku í sveitakeppni GSÍ. Ágúst bendir á að kostnaður okkar eigi eftir að aukast þar sem umræða hefur komið upp um þátttöku í öldungaflokkum kk og kvk. Vísað til stjórnar. Fjárhagsáætlun lögð fram og samþykkt. 

7. Formaður Garðar Svansson

8. Ritari Kristín Pétursdóttir, Gjaldkeri Unnur Birna Þórhallsdóttir

9. Mótanefnd Ágúst Jónsson   Kvennanefnd Bryndís Theodórsdóttir      Skálanefnd Helga Ingibjörg Reynisdóttir         Unglinga og nýliðanefnd Pétur Vilberg Georgsson        Vallarnefnd Hermann Geir Þórsson          Fjáröflunarnefnd Ásgeir Ragnarsson  

10. Endurskoðandi Delottie

11. Bryndís vill þakka fyrir afnotin af loftdælunni sem Kristján kom með fram á völl í sumar. Hugrún vill benda á að alltof seint sér farið í að ganga frá fyrir veturinn á vellinum.  Pétur Vilberg vil sjá 36 holu mót verði endurvakið, synd að svo skemmtilegt mót sé fallið út. 
Tillaga um ógreidd félagssgjöld. Ef félagsgjöld eru ógreidd eða ekki búið að semja um þau verði félagi tekin útaf golf.is í byrjun júní. Samþykkt.

Fundi slitið.11.11.2013 15:09

Aðalfundur

Aðalfundur golfklúbbsins Vestarr verður haldinn

17.nóv 2013 kl:17.00 í Sögumiðstöðinni.

 

Dagskrá aðalfundar.

1. Kosning fundarstjóra.

2. Kosning fundarritara.

3. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.

4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.

5. Umræður og atkvæðagreiðslur um skýrslu stjórnar og ársreikninga.

6. Framkomnar tillögur og fjárhagsáætlun.

7. Kosning formanns

8  Kosning ritara / gjaldkera

9. Kosning og /eða tilnefning í aðrar nefndir, sbr. 8.grein.

10. Kosnir 2 endurskoðendur og einn til vara.

11. Önnur mál.

Veitingar í boði. 

06.11.2013 22:16

Golfblaðið

Sæl félagar.

Langar að gera smá könnun hér á heimasíðu Vestarr.

Eins og venjulega gefur GSÍ út nokkur blöð af Golfblaðinu á hverju ári. Nú síðast 14 október kom 4 tölublað þess út þetta árið.

Samkvæmt mínum heimildum hafa ekki allir kylfingar Vestarr fengið blaðið þetta árið, alla vega ekki öll tölublöð.

Ég vil biðja kylfinga í Vestarr að skrá hér fyrir neðan hvort þeir hafa fengið blaðið eða ekki.
Ýtt er á flipan bæta við áliti og skrá þar nafn og hvort blaðið hafi borist eður ei. 

Kv Garðar
  • 1

Vafraðu um

Flettingar í dag: 483
Gestir í dag: 164
Flettingar í gær: 462
Gestir í gær: 175
Samtals flettingar: 2112882
Samtals gestir: 270378
Tölur uppfærðar: 1.12.2021 12:52:10

Tenglar