Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Færslur: 2014 Maí

29.05.2014 21:01

Bikarkeppni Vestarr

Bikarkeppni Vestarr 2014

Dregið var í bikarkeppni Vestarr í kvöld. Spiluð veður forkeppni þar til átta lið standa eftir.

Forkeppni skal lokið 10. júní

Fyrstu umferð skal lokið 5. júlí

Annari umferð skal lokið 20. júlí

Þriðju umferð skal lokið 5. ágúst

Úrslitum skal lokið 20. ágúst.

Ef til bráðabana kemur, þá skulu 10, 11 og 18 braut spilast. Forgjöf heldur sér miðað við þær holur.

Leikir í forkeppni:

Gunnar Ragnarsson / Ásgeir Ragnarsson

Kolbrún / Anna María

Guðrún Björg / Systa

Gústi / Kjartan Sigurjóns

Guðni / Benedikt

Kristín Péturs / Bryndís

Sverrir / Unnur Birna

Margeir / Heimir Þór

1. Umferð Bikarkppni spila:

Sigur úr fyrstu forkeppni / Pétur Vilberg

Sigur úr annari forkeppni / Garðar

Sigur úr þriðju forkeppni / Jófríður

Sigur úr fjórðu forkeppni / Steinar

Sigur úr fimmtu forkeppni / Svanur

Sigur úr sjöttu forkeppni / Dagbjartur

Sigur úr sjöundu forkeppni / Bent

Sigur úr áttundu forkeppni / Edvarð

26.05.2014 08:58

Sjómannadagsmót

Í tilefni Sjómannadags heldur G.RUN hf sjómönnum og
öðrum golfurum skemmtimót á Bárarvelli. Mótið er í boði G.RUN hf.

Skráning er á golf.is, einnig er skráning á staðnum. Mótið er föstudaginn 30 maí. Keppendur eru beðnir að mæta tímalega. Mæting er kl. 17.30 í skála og ræst verður út kl: 18.00. 

Spilað verður Greensome. 
Báðir spilarar taka upphafshögg á teig og síðan spilaður betri bolti i 
holu. Ætlast er til að vanur og óvanur spili saman. Raðað verður í pör á 
staðnum. Allir velkomnir, veitingar að móti loknu. Aríðandi er að skrá í
mótið tímalega til að auðvelda uppsetningu og tryggja að mótið hefjist á
réttum tíma Upplýsingar um mótið og skráning fyrir þá sem ekki geta 
skráð sig á netinu eru hjá Gústa S: 863-3138

25.05.2014 18:10

Ryderkeppnin

Keppni lokið
Þá er Ryderkeppninni þ.e. fyrri hálfleik lokið en seinni hálfleikurinn verður spilaður seinna í sumar inn í Stykkishólmi. Staðan eftir fyrri hálfleik er sú að Vestarr er með 7 yfir. Við viljum þakka félögum okkar í Mostra fyrir skemmtilega og drengilega keppni og bíðum spenntir eftir seinni hálfleiknum.

22.05.2014 09:40

FUNDUR

Liðsstjóri karlaliðs klúbbsins Ágúst Jónsson kallar lið sitt saman á fund annað kvöld þ.e. föstudaginn 23. maí kl. 20:00 á RúBen, vegna keppninnar n.k. sunnudag. Ef menn sjá sér ekki fært að mæta þá hafa samband við liðsstjórann. 

21.05.2014 15:28

Það sem gert hefur verið í dag

Búið er að slá allar brautir í dag og verið að slá teigana og er þetta í fyrsta skiptið í sumar, en við fengum lánaða brautarsláttuvél hjá félögum okkar í Mostar og kunnum þeim þakkir fyrir. Þá er verið að hreinsa æfingasvæðið og búið er að mála alla ramma utan um skiltin á teigunum og setja þau upp aftur. Þá er verið að slá æfingasvæðið. Erum nú að undirbúa verkefni fyrir þá sem koma í dag á vinnudegi.

21.05.2014 13:56

MYNDASAFN


Nú hafa myndir frá 2013 og þær sem teknar hafa verið enn í sumar verið settar í sérstakar möppur á heimasíðu golfklúbbsins. Möppurnar eru merktar Myndir 2013 og Myndir 2014 en sú mappa verður uppfærð jafnóðum. Myndir í möppunni frá 2013 eru 1300 og spanna mest allt sumarið. Vonandi hefur fólk gaman að skoða þessar myndir. Ég vil svo minna á vinnudaginn kl. 17:00 í dag.

21.05.2014 09:08

Sáð og sandað

Í gær þriðjudaginn 20. maí var farið í að sá í og sanda flatirnar. Gekk þetta mjög vel fyrir sig en áður var búið að skera í flatirnar með sérstöku tæki sem fengið var frá Akranesi. Einnig var sérstakur bíll sem notaður er við söndun fenginn frá félögum okkar í Mostra. Þá mætti formaður vallarnefndar á traktorsgröfu sem Friðrik Tryggva lánaði ásamt Ásgeiri Ragnarssyni sem mætti á lyftara og færði sandkörin upp á völl. Er öllum þessum aðilum færðar miklar þakkir fyrir þessa aðstoð. Í dag miðvikudag 21.maí er vinnudagur sem hefst kl. 17:00. Nú eru allar myndir sem teknar hafa verið í sumar komnar í sérstaka möppu sem heitir Golfvöllur 2014 í flokknum myndir 2014 og verður mappan uppfærð jafnóðum.

20.05.2014 07:55

Vinnudagur á morgun

Vinnudagur verður á Bárarvelli á morgun miðvikudag kl. 17.00 og framúr. Setja upp skilti, bekki, ruslatunnur, lagfæra sandbönkera. Sanda flatir.

Í dag munu starfsmenn hefja djúpskurð á flötum og sáningu.
Ætlunin er að því verði lokið á morgun

Ef það eru einhverjir sem hafa tök á að mæta í dag og sanda þá væri það vel þegið.

Félagar eru hvattir til að fylgjast með FB og heimasíðu með fréttum

Stjórnin.
18.05.2014 00:59

Stjórnafundur 8 maí

Stjórnarfundur hjá Vestarr, 8 maí 2014 kl. 20.30

Haldinn í Golfskála Bárarvelli.

Mættir, Steinar Alfreðsson, Unnur Birna Þórhallsdóttir, Ásgeir Ragnarsson, Garðar Svansson Bryndís Theodórsdóttir, Pétur V. Georgsson. Fjarverandi. Kristín Pétursdóttir, Helga Reynisdóttir, Ágúst Jónsson.1. Starfsmenn.  Gengið hefur verið frá ráðningu þeirra Guðmundar Reynissonar og Margeir Rúnarssonar. Einn starfmaður úr unglingavinnu verður á vellinum í sumar og unnið er að ráðningu 4 starfsmanns
2. Gjaldskrá.  Garðar lagði fram tillögur að gjaldskrá vallargjalda og mót í sumar.

Vallargjöld 

Fullorðnir 3000 kr. Hjón  4500 kr. Börn og unglingar yngri en 16 ára borga hálft vallargjald.
Félagsmenn Vestarr geta tekið með sér 3 gesti og greiðir þá hver gestur 1500.kr,  Samþykkt.

Mótsgjöld

Innanfélagsmót,  1000.kr

Soffanías Cecilsson hf, Ragnar og Ásgeir ehf.  4500kr  Kristmundarbikarinn,  3500 kr.

Meistaramót GVG, 5000kr.  Samþykkt

3. Vinnudagur.  Sunnudagurinn 25 maí
4. fjölskyldudagur. Fimmtudagurinn 29 maí.
5. yfirlit nefnda, hver nefnd (Hvað hefur gerst síðan síðast og hvað er framundan.)

a.       Unglinga og nýliðanefnd. Ekkert

b.      Kvennanefnd. Framundan er ferð 23 maí og undirbúningur vegna þess ásamt starfi sumarsins.

c.       Vallarnefnd, vantar enn fulltrúa í nefndina, ekki fundað enn.

d.      Fjáröflunarnefnd. Vegna anna nefndarmanna hefur ekki tekist að klára fjáröflun. Verður farið í það strax í vikunni.

e.      Mótanefnd, vantar upplýsingar

f.        Skálanefnd, vantar upplýsingar

6. önnur mál.

       a.     Tryggja þarf að umhirða og frágangur á vellinum sé sem bestur í sumar.

       b.     Næsti fundur ákveðin 19 maí. Í skála

 

                                                                                        Fundi slitið kl. 21.42

                                                                                         Garðar Svansson

17.05.2014 20:41

Vinaklúbbakeppni Vestarr og Mostra

Vegna breytinga á útskrift í FSN ásamt annar óviðráðanlegra orsaka er leik frestað um einn dag.

Spilað er Sunnudaginn 25 maí og hefst leikur kl. 10.00

Skráning á golf.is

Vestarr menn skrá sig á 1 teig

Mostra menn skrá sig á 10 teig

 

Kylfingar eru hvattir til að mæta á Grundarfjarðarvöll á laugardag í staðinn og styðja dyggilega við strákanna í fótboltanum  sem eiga sinn fyrst heimaleik á laugardaginn kl.14.00

 

Keppendur eru hvattir til að vera mættir tímalega á sunnudag.

Vestarr menn eru minntir á að mæta með veitingar.

Umsjón og ábyrgð er hjá Sveitaliði karla hjá Vestarr.


Fyrst er spilað Texas svo Greensome og að lokum tvímenningur og þar er raðað saman eftir forgjöf.

Dregið er um hvar forgjafarlægstu hefja leik í tvímenning.


15.05.2014 22:21

Háforgjafamót / Samkaup Úrval 1

Fyrsta móti sumarsins lokið. Spilað var samhliða Háforgjamót og fyrsta mót í innanfélagsmótatöð klúbbsins Samkaup Úrval.
Úrslit urðu þessi.

Háforgjafabikarinn:
1. sæti Edvarð Felix Vilhjálmsson 36 punktar
2. sæti Unnru Birna Þórhallsdóttir 36 punktar
3. sæti Guðrún Björg Guðjónsdóttir 34 punktar

Úrslit í mótaröð Samkaup Úrval
1. sæti Unnur Birna Þórhallsdóttir 36 punktar
2. sæti Edvarð Felix Vilhjálmsson 36 punktar
3. sæti Guðrún Björg Guðjónsdóttir 34 punktar

Höggleik vann:
Pétur Vilberg Georgsson 81 högg.

14.05.2014 13:23

Félagsfundur

Félagsfundur!
Fundur á morgun fimmtudag að móti loknu
um klukkan 21:15
Fundaefni kaup á slátturvél.
Minni á fyrsta mót sumarsins Háforgjafamót/Vestarr mótaröð
Skráning á golf.is
Einnig er búið að opna fyrir skráningu í bikarkeppnina. 
PS. allir beðnir um að koma með pening þar sem posi er ekki kominn. 

13.05.2014 14:24

Háforgjafamót / Vestarr

Fyrsta mót sumarsins fimmtudaginn 15.05.2014

Háforgjafamót Vestarr og fyrsta Vestarr mótaröðin spiluð samhlið.

Eingöngu kylfingar með 18+ geta unnið Háforgjafabikarinn.

Þetta er fyrsta mótið í Vestarr mótaröðinni, fyrirhugað er að halda 7 mót í mótaröðinni.

Þrjú mót telja til heildar stiga, veitt eru verðlaun fyrir hvert mót. 

Ræst verður út á öllum teigum kl: 17.00

Þátttökugjald 1.000 kr

Keppendur eru minntir á mæta tímalega.

Skráning á golf.is

Einnig er búið að opna fyrir skráningu í Bikarinn, skráningu líkur 28.05 og dregið verður 29.05

Þátttökugjald 1.000 kr.

  • 1

Vafraðu um

Flettingar í dag: 468
Gestir í dag: 162
Flettingar í gær: 462
Gestir í gær: 175
Samtals flettingar: 2112867
Samtals gestir: 270376
Tölur uppfærðar: 1.12.2021 12:21:46

Tenglar