Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Færslur: 2014 Júní

30.06.2014 14:14

Mótaröð

Snæfellsnesmótaröðin fer fram í dag á Bárarvelli 30.06. 
Skráning á golf.is
Mótanefndin. 

26.06.2014 21:14

Síðkjólamót 4 júlí

Síðkjólamót Vestarrkvenna 4.júlí 2014

 

Þá er komið að því að fara að dusta rykið af síðkjólnum

 

Leikfyrirkomulag: Texas scramble og spilaðar 9 holur

Vanar-óvanar: Raðað í lið á staðnum.

Mótsgjald.  kr. 2.500.-

 

Mæting í skála kl.17:30. Boðið verður upp á skvísulegan fordrykk. 

 

Ræst verður út frá öllum teigum kl. 18:00

 

Eftir mót verður boðið upp á dömulegar veitingar.

 

Veitt verða verðlaun fyrir m.a.:

Fæst högg

Nándarverðlaun á 4. og 8.braut

Glæsilegustu konuna og

Óvissuverðlaun

                      

Hvetjum allar golfskvísur til að taka með sér aðrar skvísur. Lofum skemmtilegum golfhring og eigum  saman ljúfa stund eftir hann.

Skráning á golf.is eða hjá Bryndísi í síma: 862-1355 eða Guðrún Björg í síma: 8459269.                                              netfang: [email protected]

Kveðja,  kvennanefndin

26.06.2014 20:39

Næst komandi mót

Mót hjá golfklúbbnum Vestarr næstu tvær vikurnar. 
Skráning á golf.is

30.06. Snæfellsnesmótaröðin Loka mót.
03.07 Samkaup Úrval mót 4
04.07 Síðkjólamót 
09.07 Meistarmót GVG byrjar. 

25.06.2014 15:33

Félagsskírteini 2014

Félagsskírteini GVG fyrir árið 2014 eru tilbúinn og
eru hjá Unni Birnu gjaldkera á Grundargötu 18

25.06.2014 10:35

Vinnudagur á Laugardag

Laugardaginn 28 júní verður vinnudagur á Bárarvelli.
Byrjað verður kl. 10.00

Unnið verður við flatir, sáning, söndun og snyrting.
Lagað til í sandbökerum.
Snyrt og lagfært á ýmsum stöðum við völlinn.

Allir sem tök hafa á að mæta eru hvattir til að taka þátt í starfi klúbbsins og
gera góðan völl betri.


Vallarnefndin.

24.06.2014 12:08

Samkaup Úrval 3

Úrslit úr Samkaup Úrval 19.06. 
Punktakeppni
1 sæti Bryndís Theódórsdóttir 37 punktar
2 sæti Steinar Þór Alfreðsson 34 punktar
3 sæti Jófríður Friðgeirsdóttir 34 punktar

Höggleik vann Pétur V Gerogsson á 76 höggum

Staðan eftir þrjú mót

Punktar 
1 sæti Guðni Hallgrímsson 100 punktar
2 sæti Gunnar Ragnarsson  93 punktar
3 sæti Svanur Tryggvasson  87 punktar

Höggleikur
1 sæti Margeir Rúnarsson 246 högg
2 sæti Guðni Hallgrímsson 270 högg
3 sæti Anna María Reynisdóttir 280 högg

24.06.2014 10:20

Mótinu frestað

Mótið sem átti að vera í dag 24. júní hefur verið frestað. Verður mánudaginn 30. Júní.

19.06.2014 10:23

Völlurinn frátekinn


Á morgun föstudaginn 20. júní frá kl. 20:00 er völlurinn frátekinn vegna hins árlega Akurtraðarmóts. En það er upplagt tækifæri fyrir þá sem áhuga hafa á að koma og fylgjast með því hvort Gunni múr sé jafn laghentur með golfkylfurnar og múrskeiðina.

18.06.2014 22:40

Samkaup Úrval 3


Þriðja mót í Samkaup Úrval mótaröðinni,


Ræst verður út á öllum teigum kl: 17.30


Keppendur eru minntir á mæta tímalega.


Skráning á golf.is

14.06.2014 23:52

SKemmtimót

Skemmtimót á morgun sunnudag 15.06. Mæting 15:45, ræst út kl: 16.00

13.06.2014 14:54

Ótitlað

Golfklúbburinn á hjólum
Á morgun laugardag mun golfklúbburinn aðstoða við framkvæmd reiðhjólakeppninnar Jökulmílan. Það er reiðhjólakeppni þar sem lagt er af stað frá Grundarfirði og hjólað fyrir jökul og endað í Grundarfirði. Þetta er fjáröflun fyrir klúbbinn og er vonandi að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að hjálpa til. Nú annars erum við búnir að slá brautir og flatir í dag. Aðeins einn hefur spilað völlinn í dag en það var Don Karlsson sem varð að spila einn þar sem félagi hans er enn á Heilsuhælinu í Hveragerði eins og hann sagði. Ekkert hefur sést til Finna Nilla.

12.06.2014 07:30

Fjáröflun

Í gær var fundur í skála um góða fjáröflun fyrir klúbbinn núna á laugardag.
Því miður hefði mæting mátt vera meiri en mikið um að vera og stundum er það bara þannig.
Ákveðið var að taka verkefnið að okkur og er það mannað en alltaf er hægt að bæta við hjálpsömum höndum. Okkur vantar lausar hendur upp við skóla frá kl. 12.30 og einhvað frameftir. Aðstoða við barnareiðhjólakeppni, grilla pulsur og við súpu fyrir keppendur í jökulmílunni.

Á morgun föstudag er mæting í Grunnskóla kl. 16.00 til að taka til nesti fyrir keppendur og áhöld á fyrir áningarstöðvar keppninar.

Þeir sem geta mætt eru beðnir að láta Garðar vita í síma 6621709 og svo einnig mæta á svæðið og taka þátt.

11.06.2014 07:45

Áríðandi fundur kl. 20.00 í skála

Áríðandi fundur verður haldinn í skála á Bárarvelli í kvöld kl.20.00

Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta.

Á laugardag 14 júní er reiðhjólakeppni á Snæfellsnesi sem hefst og endar í Grundarfirði og vantar fólk til að aðstoða við framkvæmd mótsins.
Frábær fjáröflun sem gefur vel af sér

Okkur vantar fólk til aðstoða okkur við verkefnið.

Kv Stjórn.

10.06.2014 12:48

Nýja röffvélinn komin

Þá er nýja röffsláttuvélin mætt á svæðið
Nú um helgina kom röffsláttuvélin sem keypt var í vor og á meðfylgjandi myndum má sjá er hún var tekin í notkun.
Mynd frá Golfklúbburinn Vestarr.
Mynd frá Golfklúbburinn Vestarr.Mynd frá Golfklúbburinn Vestarr.

10.06.2014 09:49

Snæfellsmótaröðin í dag hjá Mostra

Í dag er 2 mótið af 4 í Snæfellsnesmótaröðinni. Spilað er á Víkurvelli í Stykkishólmi.
Skráning á Golf.is hjá Mostra.

Hér er gengi okkar fólks í Vestarr eftir fyrsta mótið á Garðavelli í Staðarsveit

Okkar fólki gekk vel
Eins og við sögðum í gær þá hófst Snæfellsnesmótaröðin í gær. Alls tóku 11 félagar frá okkur þátt í mótinu og gekk þeim bara nokkuð vel. Hér fyrir neðan má sjá árangur þeirra.

Staða Kylfing Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir A
1 Gunnar Ragnarsson * GVG 25 F 18 21 39 39 39
2 Margeir Ingi Rúnarsson * GVG 4 F 18 21 39 39 39
10 Steinar Þór Alfreðsson * GVG 12 F 21 14 35 35 35
11 Jófríður Friðgeirsdóttir * GVG 12 F 16 17 33 33 33
16 Bent Christian Russel * GVG 10 F 15 16 31 31 31
17 Kristín Pétursdóttir * GVG 27 F 14 16 30 30 30
22 Guðni E Hallgrímsson * GVG 15 F 16 13 29 29 29
23 Garðar Svansson * GVG 10 F 14 14 28 28 28
24 Helga Ingibjörg Reynisd. GVG 28 F 14 14 28 28 28
25 Bryndís Theódórsdóttir * GVG 25 F 15 13 28 28 28
27 Anna María Reynisdóttir * GVG 13 F 11 16 27 27 27

Vafraðu um

Flettingar í dag: 440
Gestir í dag: 160
Flettingar í gær: 462
Gestir í gær: 175
Samtals flettingar: 2112839
Samtals gestir: 270374
Tölur uppfærðar: 1.12.2021 11:17:29

Tenglar