Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Færslur: 2015 Janúar

08.01.2015 08:47

Aðalfundur Vestarr 2014

Aðalfundur Golfklúbbsins Vestarr haldinn fimmtudaginn 8. janúar 2015 kl. 20.00 í Sögumiðstöðinni Grundarfirði.

 

1. Kosning fundarstjóra

Garðar Svansson sett fundinn og gerði tillögu um Pétur Vilberg Georgsson sem fundarstjóra Samþykkt samhljóða.

2. Kosning fundarritara

Tillaga um Kristínu Pétursdóttur sem fundarritara Samþykkt samhljóða.

3. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári

Garðar Svansson las skýrslu stjórnar. 4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram. Unnur Birna lagði fram ársreikning og skýrði út lykilatriði reikninga.

Rekstrarreikningur:

Rekstrartekjur 8.815.262

Rekstrargjöld 8.792.069

Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld 23.193

Vaxtagjöld og færslugjöld 165.664

Hagnaður (tap) ársins -142.471

Efnahagsreikningur:

Eignir Fastafjármunir 22.693.634

Veltufjármunir 127.167

Eignir samtals: 22.820.801

Eigið fé 20.820.801

Langtímaskuldir 2.000.000

Eigið fé og skuldir 22.820.801

5. Umræður og atkvæðagreiðslur um skýrslu stjórnar og ársreikninga

Umræða um launakostnað starfsmanna klúbbsins. Umræður hvort ráðningartími starfsmanna hafi verið óþarflega lengi og áætlun er um breytt fyrirkomulag næsta sumar. Almenn ánægja með störf starfsmanna í sumar og völlurinn í góðu standi. Útgjöld í viðhaldi á tækjum og vélum voru mikil en fundarmenn sammála um að þetta var eitthvað sem þurfti að gera. Ýmislegt annað rætt, tap á rekstri í fyrsta sinn í langan tíma en vonir eru um betri tíð á næstu árum. Fjárfest var í nýrri vél ásamt miklum kostnaði í viðhaldi. Mikil rigning gerði það að verkum að oftar þurfti að slá sem skýrir slit á tækjum. Skýrsla stjórnar samþykkt samhljóða. Ársreikningur félagsins samþykktur samhljóða.

6. Framkomnar tillögur og fjárhagsáætlun

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárið 2015. Þar er gert ráð fyrir tekjum að upphæð kr. 10.025.000 og rekstrargjöldum kr. 9.890.00. Hagnaður eftir fjármagnsliði kr. 135.000. Það er nauðsynlegt að draga úr kostnaði til að mæta afborgun af láni en hún verður kr. 1.100.000 á þessu ári. Bókun: Stjórnin sýni aðhald í rekstri klúbbsins og reyni að halda launakostnaði innan ramma fjárhagsáætlunar. Fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða.

7. Kosning formanns

Garðar Svansson bauð sig fram sem formaður og var það samþykkt samhljóða

8. Kosning ritara/gjaldkera

Unnur Birna bauð sig fram aftur í stjórn klúbbsins. Samþykkt samhljóða. Samþykkt að Kristín og Unnur Birna skipti um hlutverk. Unnur Birna verður ritari en Kristín gjaldkeri.

9. Kosning og/eða tilnefning í aðrar nefndir, sbr. 8. grein

Pétur Vilberg gefur ekki kost á sér áfram sem formaður ungliðanefndar og Bryndís gefur sig ekki fram áfram sem formaður kvennanefndar. Ekki voru framboð í þessar stöður, stjórn falið að leita eftir einstaklingum í stöðurnar. Aðrir formenn nefnda eru áfram

10. Kosnir 2 skoðunarmenn.

Guðni E. Hallgrímsson og Eðvarð Vilhjálmsson gáfu sig fram sem skoðunarmenn reikninga. Samþykkt samhljóða

11. Önnur mál

A. Tillaga um skýrari verkaskiptingu milli félagsmanna við hvern atburð.

B. Forsvarsmenn Jökulmílunnar búnir að hafa samband og biðja klúbbinn um að sjá um veitingar. Hagnaður var af þessu starfi í fyrra. Gert ráð fyrir mikilli aukningu í þátttöku í keppninni. Gert er ráð fyrir áframhaldandi samning um aðkomu Vestarr í framkvæmd keppninnar

C. Sveitakeppni karla 3. deild verður haldinn á Bárarvelli í sumar. Sótt var um að halda 2 deild kvenna en 3 deild karla til vara. Mótanefnd GSÍ úthlutaði svo 3 deild karla til Vestarr

D. Golfklúbburinn á 20. ára afmæli á þessu ári og er verið að athuga með golfferð til Spánar í haust. Einnig kom fram hugmynd um að fara til Skotlands í fjögurra daga ferð. Edvarð og Garðar eru að kanna hvað möguleikar eru í boði.

E. Rætt um að klúbburinn styðji við félagsmenn að taka þátt í sveitakeppni öldunga þar sem stór hluti félagsmanna er kominn á þann aldur, ef áhugi er fyrir hendi. Búinn verði til rammi utan um það hvað klúbburinn geri fyrir sveitirnar hvað varðar kostnað á mótin.

F. Bókun: stjórnin hvött til að athuga hver áhugi félagsmanna er á að taka þátt í sveitakeppni öldunga. Samþykkt samhljóða.

G. Lögð fram tillaga um að stjórnin skoði gjaldtöku á æfingasvæði og golfkúlum Samþykkt.

 

Fundi slitið kl. 21.30

Stjórnin

06.01.2015 23:37

Aðalfundur 8 janúar

Golfklúbburinn Vestarr boðar til

aðalfundar  í Sögumiðstöðinni

 

 

Fundurinn verður haldinn

fimmtudaginn 8 janúar og

hefst kl. 20.00

 

 

Hefðbundin aðalfundarstörf

samkvæmt lögum félagsins.

 

Meðal fundarefna

 

20 ára afmæli Vestarr

Framkvæmd Jökulmílunnar 2015

Sveitakeppni GSÍ 3 deild karla

Framkvæmdir á Bárarvelli

 

 

Félagar hvattir til að mæta

 

 

                                                                                                                

Stjórn Vestarr

  • 1

Vafraðu um

Flettingar í dag: 440
Gestir í dag: 160
Flettingar í gær: 462
Gestir í gær: 175
Samtals flettingar: 2112839
Samtals gestir: 270374
Tölur uppfærðar: 1.12.2021 11:17:29

Tenglar