Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Færslur: 2015 Júní

19.06.2015 23:33

Texasmót hjá Mostra á næstu helgi

Texsasmót hjá Mostra

Laugardaginn 27 júní verður haldi texasmót hjá Mostra í Stykkishólmi.

Glæsilegt mót.


Verðlaun:

1.sæti -Gjafabréf í Hole in One  2 x kr. 30.000,-

2.sæti -Gjafabréf í Hole in One  2 x kr. 20.000,-

3.sæti -Gjafabréf í Hole in One  2 x kr. 15.000,-

4.sæti -Gisting -Hótel Stykkishólmur 2 x fyrir tvo með morgunverði.

5.sæti - 2 x Matur fyrir 2 - Hótel Stykkishólmur

Nándarverðlaun:

6/15 hola - Matur á Veitingastaðnum Plássinu

9/18 hola - Matur á Veitingastaðnum Plássinu
3/12 hola  eftir 2.högg - Matur á veitingastaðnum Plássinu
4/13 hola eftir 3 högg - Gjafabréf frá frá versluninni Skipavík
Þátttökugjald kr. 4.500 á mann - Súpa og brauð að móti loknu er innifalið.

Mæting kl 18:00

Allir ræstir út kl 18:30

Hámarksforgjöf karla : 24,0

Hámarksforgjöf kvenna : 28,0


leikforgjöf liðs verður : samanlögð forgjöf leikmanna deilt með 3 - verður þó aldrei hærri  en forgjöf þess sem hefur lægri forgjöf. Styktaraðilar mótsins eru Hótel Stykkishólmur Þórsnes Mars sjávarafurðir Erla og Rabbi Group Skipavík og plássið.  Mótsstjóri Ásgeir Guðmundsson sími 8645549

16.06.2015 21:36

Jökulmílan 2015

Sæl öll
Skipulagið fyrir Jökulmíluna er allt að skríða saman,
Svona er staðan í dag, enn vantar í örfáar stöður og þeir sem hafa lausan tíma eru hvattir til að skrá
sig sem fyrst. Sjá nánar hér neðar.

Kl. 14.00 á föstudag er mæting í Grunnskólann þar sem smurt verður brauð v/drykkjarstöðva og
Kjötsúpan undirbúinn.

Þeir sem ætla taka þátt í verkefninu eru beðnir að hafa samband við Unni Birnu, Kristínu P eða
Systu.Einnig er hægt að skrá sig á FB síðu klúbbsins

Smurbrauð /Kjötsúpa

Unnur Birna

Anna María

Föstudagur kl. 14.00

Systa

Guðrún

Grunnskóli

Svanur

 

Kjötsúpa

Unnur Birna

Kjartan

Grunnskóla

Katrín

 

Laugardagur kl. 14.00

 

 

Pylsur í mílusprett

Gunnar Ragnarsson

Kjartan Sigurjónsson

Kl. 12.00 við Grunnskóla

 

 

Kothraun

Opnar kl. 11.00

Starfsmenn mættir 10.30

Starfsmenn

Svanur

Rósa

Búðir

Opnar kl. 11.30

Starfsmenn mættir 11.00

Starfsmenn

Gústi

Anna María

Vegamót

Opnar kl. 12.00

Starfsmenn mættir 11.30

Starfsmenn

Hreysti

 

Stykkishólmur

Opnar kl. 12.00

Starfsmenn mættir 11.30

Starfsmenn

Bent

Systa

Bjarnarhöfn

Opnar kl. 13.00

Starfsmenn mættir 12.30

Starfsmenn

 

 


15.06.2015 14:31

Jökulmílan 2015


Á næsta laugardag fer fram á Snæfellsnesi reiðhjólakeppnin Jökulmílan

Upphaf og endir keppninar er í Grundarfirði og hefur Golfklúbburinn Vestarr nokkra aðkomu að þessu móti en félagsmenn sjá um nesti fyrir keppendur og súpu í mótslok.

Á föstudaginn verður hist upp í skóla og gengið frá nesti fyrir keppendur, smurt brauð og fl.
Mætin kl. 14.00 í Grunnskólanum.

Einnig er það á ábyrgð okkar að manna drykkjarstöðvar á meðan keppnin stendur.
Drykkjarstöðvar eru á eftirfarandi stöðum og einnig opnunartími þeirra,

 
Hraunkot,             10.30 til 11.30 
Búðir                    11.00 til 13.30
Vegamót               12.00 til 16.00 (Hreysti)
Stykkishólmur       12.00 til 16.00
Bjarnarhöfn            12.30 til 17.00


Óskað er eftir að félagsmenn Vestarr taki virkan þátt í þessu starfi og skrái sig til starfa
Hægt er að skrá sig á FB síðu klúbbsins, hér á þessari síðu í athugasemdum og einnig
hjá Kristínu Pétur og Unni Birnu.


Grundarfjörður, 20. júní 2015

Jökulmílan er einn af lengstu hjólreiðaviðburðum sem eru skipulagður árlega á Íslandi. Hringurinn meðfram strandlengju Snæfellsness, vestur fyrir Jökul og til baka um Vatnaleið er um 162 km langur, eða rétt rúmlega 100 mílur. Jökulmílan er því "100 mílureið" eða á ensku "Century Ride" sem er vinsæl tegund hjólreiðaviðburða víða um heim. Eins og tíðkast með slíka viðburði, viljum við skipuleggjendur Jökulmílunna höfða til breiðs hóps hjólreiðamanna. Við skorum á þig að reyna Jökulmíluna á þínum eigin forsendum óháð því hvað aðrir kynnu að hjóla hana hægt eða hratt. 

Keppendur af sambandsvæði HSH fá 30% afslátt af keppnisgjöldum

Nota þarf afsláttarkóðann NES (ath! allt stórir stafir). Hann mega allir nota sem eiga lögheimili á Snæfellsnesi og veitir hann 30% á þátttökugjaldi í Jökulmílunni og Hálfri Jökulmílu. Þessi 30% afsláttur reiknast líka á fjölskyldugjaldið.


12.06.2015 11:37

Stjórnarfundur

Stjórnarfundur 10.júní 2015 kl.21.00

Haldinn í golfskálanum á Bárarvelli

Mættir: Guðrún Björg, Systa, Garðar, Kjartan (sem kom seint) og Unnur Birna.

Seinasta fundargerð samþykkt af öllum viðstöddum.

Jökulmílan: Verður 20.júní og byrjar kl.10.00. Það eru 90 keppendur skráðir en búast má við helmingi fleiri. Fer eftir veðurspá. Meðlimir golfklúbbsins þurfa að vera til taks þennan dag.  Garðar pantar matinn á þriðjudaginn; brauð, sætabrauð, kjöt í kjötsúpuna og álegg.  Þeir sem eiga heimangengt á föstudeginum fyrir Jónsmessumótið mæti til að smyrja brauð. Það vantar svo 6 manns í súpugerðina á laugardeginum og 8 manns á stöðvarnar. Garðar benti á að það ætti að skera brauðið í fernt og við munum eftir að setja smjörpappír á milli laga.

Mótamál:  Garðar er búinn að sækja verðlaun fyrir fyrirtækjamótaröðina og Ragnars og Ásgeirsmótaröðina hjá Golfskálanum.

Sveitakeppni: Guðrún Björg er búin að bóka fyrir konurnar í Ölfusborgum. Guðrún Björg athugaði og bókaði fyrir konur í 50+ en það er mjög dýrt. Athuga betur með gistingu fyrir það mót. Talað var um að halda styrktarmót fyrir öldunga þann 18.júlí. Karlarnir hafa ekki sýnt áhuga á að taka þátt í öldungasveitakeppninni. En Guðrún Björg sendir póst og kannar áhuga kvenna á þátttöku í sínu móti.

Vallarmál, vinnudagur:  Ræða við Kristínu P. um að redda sandi eins og í fyrra. Garðar er að reyna að fá gervigras sem á að farga til að setja á stíga.  Vaæri gott að fá malbik sem hefur verið fræst úr götunum, það bindur saman mölina.  Vallarnefnd þarf að far yfir völlinn og koma með staðarreglur. Kalla á út vinnudag til að sanda og fleira sem þarf að laga.

Önnur mál:

Við þurfum ný flögg. Garðar ætlar að athuga með það. Það kom upp hugmynd að hafa Grun flöggin á mótum og önnur flögg dagsdaglega. 

Settagámurinn er oft opinn. Þurfum nýjan lás með lykli. Jafnvel setja hurð sem hægt væri að læsa. Gjaldkeri þarf að fara yfir það hverjir eiga pláss og rukka þá sem vilja leigja.

Það eru verið að skipuleggja eitthvað í Þríhyrningi á 17.júní og við beðin um að vera með SNAG-ið þar. Garðar ætlar að sjá um það og fá jafnvel einhvern með sér.

Talað var um æfingarhögg inná grínin á vellinum. Þetta er sérstaklega áberandi á 9.braut.      Ábending: Spilum á vellinum og æfum á æfingarsvæðinu!

Kjartan vill að dráttarvélaförin á vellinum verði löguð.

Fundi slitið kl. 22.05

Unnur Birna Þórhallsdóttir

Ritari Golfklúbbsins Vestarr

11.06.2015 12:15

Veitingasala.

Á mótinu í dag verður boðið uppá dýrindis túnfiskssamlokur, grænmetissamlokur (takmarkað framboð) og hinar hefðbundnu lúxussamlokur (grilluð samloka með skinku og tveimur ostsneiðum).
Hlökkum til að afgreiða þig, kv. Rúna og Systa.emoticon

10.06.2015 11:27

Jónsmessumót

Jónsmessumót 19.júní 2015. Ræst út á öllum teigum kl: 20.00.
Punktamót með og án forgjafar.

Auka leikreglur:
Á 18 holum þarf að pútta með driver (trékylfu) 4 sinnum og bolti verður vera inná á flöt.
Ef keppandi er ekki með trékylfur tekur hann lægsta járn í pokanum.
Þegar holl leggja af stað í seinni hring bíður þeirra poki/kassi á 1 braut, 4 braut og 9 braut (Brautir taldar frá þeirri sem byrjað er á)með góðgæti í.
Þeir sem gera því skil sem í pokanum er fá eitt högg í mínus.

Mótsgjald 3.000 kr.
Eftir mót verður boðið við uppá veitingar.
Verðlaun verða veitt fyrir 1-3 sæti punktum með og án forgjafar.
Ekki hægt að vinna í báðum flokkum.
Nánari upplýsingar gefur Anna María 869-6076
Minnum á Ragnars og Ásgeirs mótaröðina á morgun fimmtudag 11.06

09.06.2015 12:52

Húsasmiðjumóti hjá Mostra

Opna Húsasmiðjumótið fyrir eldri kylfinga.

Miðvikudaginn 17.júní verður haldið i fyrsta sinn opið mót fyrir eldri kylfinga hjá Golfklúbbnum Mostra. Mótið er ætlað körlum 55 ára og eldri og konum 50 ára og eldri. Verðlaun verða veitt fyrir besta skor án forgjafar bæði í kvenna- og karlaflokki. Síðan verða veitt verðlaun fyrir fjögur efstu sætin í opnum flokki fyrir flesta punkta. Ekki er hægt að vinna til verðlauna bæði með og án forgjafar. Nándarverðlaun verða á par þrjú holunum.

Vestarr fólk sérstaklega hvatt til að taka þátt.
Skráning er á golf.is.

02.06.2015 20:05

Vestarr 1

VESTARR 1.
Reynum að skella 1 móti í Vestarr mótaröðinni á fimmtudaginn 4. júní. Ræst verður út á öllum teigum kl: 17.30
Skráning á golf.is
Mæting klukka 17:00
Mótstjóri Anna María s:869-6076
Mótanefnd

01.06.2015 10:51

Sjómannadagsmót G.RUN

SJÓMANNADAGSMÓT G.RUN 

Skemmtimót G.RUN hf. Í tilefni Sjómannadags heldur G.RUN hf sjómönnum og öðrum golfurum skemmtimót á Bárarvelli. Mótið er í boði G.RUN hf.
Skráning er á golf.is, einnig er skráning á staðnum. Keppendur eru beðnir að mæta tímalega. Mæting er kl. 17.30 í skála. Spilað verður Greensome. 
Báðir spilarar taka upphafshögg á teig og síðan spilaður betri bolti i holu. Ætlast er til að vanur og óvanur spili saman. Raðað verður í pör á staðnum. Allir velkomnir, veitingar að móti loknu. Aríðandi er að skrá í mótið tímalega til að auðvelda uppsetningu og tryggja að mótið hefjist á réttum tíma 
Upplýsingar um mótið og skráning fyrir þá sem ekki geta 
skráð sig á netinu eru hjá Önnu Maríu S: 869-6076

01.06.2015 09:22

Bikarkeppni

Bikarkeppni Vestarr

Leikreglur:

Forkeppni skal lokið 15.júní

Fyrstu umferð skal lokið 5.júlí

Annari umferð skal lokið 20.júlí

Þriðju umferð skal lokið 5. ágúst

Úrslitum skal lokið 20.ágúst

Leikreglur í Bikarkeppni.
Leikurinn er holukeppni með forgjöf.
Ef allt er jafnt eftir 18 holur skal leikinn bráðabani.

Bráðabani skal vera þannig:

Leikin skal 1 hola og ef enn er jafnt skal leikin 9 hola, ef enn er jafnt skal leikinn 10 hola og að lokum 18 hola.

Þessar brautir skulu leiknar á þennan hátt þar til úrslit nást.

ATH. Leikmaður heldur forgjöf sem hann á á þessar brautir.

  • 1

Vafraðu um

Flettingar í dag: 101
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 159
Gestir í gær: 115
Samtals flettingar: 2090486
Samtals gestir: 264097
Tölur uppfærðar: 26.10.2021 10:39:24

Tenglar