Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Færslur: 2015 Ágúst

09.08.2015 19:24

Sveitakeppni GSÍ 3 deild karla.

Daganna 7 -9 ágúst fór fram 3 deild karla í sveitakeppni GSÍ á Bárarvelli.

Átta lið tóku þátt og auk heimamanna í Vestarr GVG voru það Golfklúbbur Vatnsleysustrandar GVS, Golfklúbbur Hellu GHR, Golfklúbburinn Hamar Dalvík GHD, Golfklúbbur Akureyrar GA, Golfklúbbur Húsavíkur GH, Golfklúbbur Sauðárkróks GSS  og Golfklúbbur Ísafjarðar GÍ.

Allir keppendur voru á einu máli um að völlurinn væri góður og klúbbinum til fyrirmyndar. Veðrið var einnig með besta móti og skorið gott hjá keppendum.
Má þar nefna að í lokaumferð var Heiðar Davíð Bragason GHD var 7 undir eftir 14 holur en þá var hann búinn að vinna sinn leik. Vallarmet á Bárarvelli er 69 högg eða 3 undir.

Mikil og spennandi keppni var allan tíman og um tíma leit út fyrir að bráðabana þyrfti á milli 3 liða til að fá niðurstöðu í sætum 5 til 8.

Annars urðu úrslit þessi. 
1. GHD     2. GA     3. GSS      4. GH
5. GVS      6. GÍ      7. GHR      8. GVG

GHD og GA leika því að ári í 2 deild en GHR og Vestar féllu í 4 deild.

Mótstjóri var Guðlaugur Harðarson og í skála stóð úrvalslið vaktina og tryggðu að keppendur og aðstoðamenn hefðu nóg til matar og drykkjar.
Vill stjórn GVG þakka öllu þessu fólki kærlega fyrir þeirra framlag til að gera mótið sem best.
Að loknum leik á laugardag bauð klúbburinn keppendu að leik loknum í grillmat í tilefni þess að Vestarr varð 20 ára þann 27 júlí síðastliðinn.

Lið Vestarr


Lið GHD 1 sæti


Lið GA 2 sæti


Lið GSS 3 sæti

06.08.2015 11:21

Stjórnarfundur 05.08.2015

                Stjórnarfundur 05.08.2015 kl.20.30.                   

Haldinn í golfskálanum að Bárarvelli.

Mættir: Garðar Svansson, Steinar Alfreðsson, Ásgeir Ragnarsson, Eðvarð Vilhjálmsson og Unnur Birna Þórhallsdóttir.

Farið var yfir fyrirkomulag sveitakeppninnar um helgina.

Það eru allir í mat en maturinn kemur frá Ruben. Kostar 1800,- máltíðin. Garðar útbýr exelskjal sem auðvelt er að fylla inná. Ætlum að fá lánaða matardiska úr samkomuhúsinu.

Það vantar fleiri stóla í golfskálann og á að athuga með samkomuhússtólana.

Þurfum að setja útileguborðin inn í skálann.

Það vantar ennþá mann úr mótanefnd til starfa. Eddi getur verið eitthvað.

Það verður að þrífa skálann fyrir mótið.

Það mun kosta á æfingasvæðið og verða fötur í sjoppunni og verðið er 500.-

Búið er að manna skálann alla helgina.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.21.00

Unnur Birna Þórhallsdóttir

Ritari Golfklúbbsins Vestarr

04.08.2015 18:22

Stjórnarfundur 29.júlí 2015

                             Stjórnarfundur 29.07.2015 kl.20.30.                                       Haldinn í golfskálanum á Bárarvelli.

Mættir: Garðar Svansson, Helga I.Reynisdóttir, Guðrún Björg Guðjónsdóttir, Kristín Pétursdóttir, Ágúst Jónsson og Unnur Birna Þórhallsdóttir

Dæla og vökvun - Dælan er ónýt.  Búið að panta nýja varahluti sem koma á morgun. Umræður sköpuðust um dæluna og sýnist sitt hverjum.

Sveitakeppni karla - 5 lið eru skráð til leiks. Veitingastaðurinn Rúben ætlar að sjá um hádegismat föstudag til sunnudag. Það vantar ennþá menn í mótsstjórn. Gjaldkeri þarf að senda upplýsingar um kenppnisgjald og greiða fyrir kvennaliðin. Vantar fólk í afgreiðslu og vinnu á vellinum. Umræða um mótið, grill og fleira. Mótsstjórn þarf að hittast ekki seinna en á þriðjudag.

Sveitakeppni kvenna - Konurnar verða 5 talsins. Klúbburinn borgar fyrir hádegismat og bensín. Eru að spá í peysukaup. Peysurnar eiga að vera í boði fyrir allar konur í klúbbnum en verða niðurgreiddar um 5000.- fyrir sveitaliðin.

Brautarvél - Það er enn verið að vinna í henni.  Ætlum að reyna að fá vél að láni frá Akranesi.

Önnur mál - Rætt um sveitakeppni öldunga kvenna. Ábending til kvennanefndar að nota facebooksíðu klúbbsins líka en ekki bara kvennasíðuna. Liður í því að vera sýnilegri.

Gústi ræddi um Soffamótið. Er ánægður með þátttöku og mótshald. Allir fóru glaðir heim. Á morgun verður haldið par 3 mót. Og á laugardaginn verður Kaupfélagsstjóramótið. Þar verður spilaður einsmanns texas - hver maður spilar 2 boltum.  Árshátíðar/Afmælismótið er í fullum undirbúningi og ætlar Djúpiklettur að styrkja það mót. Einhverjir boðsgestir verða á mótinu og einhverjir líka um kvöldiðá hátíðinni. 

Það þarf að vera starfsmaður í skálanum um næstu helgi.  Gummi Gísla og Guðrún Björg eru bæði búin að bjóðast til að vera eitthvað.

Bryggjuchippið tókst vel og kom upp sú hugmynd að hafa keppni á milli hverfa á næsta ári. Jafnvel á föstudagskvöldinu.

Gústi bað um leyfi til að kaupa timbur á brúna á 9.braut og var það að sjálfsögðu veitt.

Fundi slitið kl.21.30

Unnur Birna Þórhallsdóttir

Ritari Golfklúbbsins Vestarr

  • 1

Vafraðu um

Flettingar í dag: 450
Gestir í dag: 161
Flettingar í gær: 462
Gestir í gær: 175
Samtals flettingar: 2112849
Samtals gestir: 270375
Tölur uppfærðar: 1.12.2021 11:50:24

Tenglar