Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Færslur: 2016 Janúar

26.01.2016 13:56

Aðalfundur Vestarr 2015


Aðalfundur Golfklúbbsins Vestarrs
Haldinn í Sögumiðstöðinni Grundarfirði
30.nóvember 2015

1.og 2. liður
Kosning fundarstjóra og fundarritara.  
Garðar formaður bauð fundargesti velkomna og gerði tillögu um Pétur Georg sem fundarstjóra og Unni Birnu sem  fundarritara og var það samþykkt af öllum viðstöddum.

3.liður
Skýrsla formanns um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári. 

Starfsárið fór rólega af stað, stjórn hittist nokkrum sinnum í undirbúningi fyrir sumarstarfið. Guðmundur Reynisson var ráðinn sem vallarstjóri, Sveinn Pétur var honum til aðstoðar og Guðmundur Gísla var einnig hluta af sumri. Starfið gekk að nokkuð vel í sumar og völlurinn í besta ástandi.  Þó svo að árið hafi farið rólega af stað þá var það viðburðarríkt.  Allt starf sumarsins var með besta móti og klúbburinn hélt upp á 20 ára afmæli í lok starfsárs með árshátíð, afmælisfagnaði og afmælismóti.  3 deild karla í sveitakeppni GSÍ var haldin á Bárarvelli og tókst með miklum ágætum. Guðlaugur Harðarson var mótsstjóri og þökkum við honum fyrir gott starf. Einnig fá allir þeir sem komu að framkvæmd mótsins með einum eða öðrum hætt þakkir fyrir gott starf.  Voru keppendur sammála um völlinn, aðbúnað og framkvæmd, að allt hafi verið á besta máta. Þrátt fyrir góða spilamennsku þá féllu okkar strákar niður um deild að þessu sinni, mótherjar okkar að þessu sinni voru bara of sterkir.  Á sama tíma var kvennaliðið okkar að keppa í Hveragerði  og stóðu þær sig með miklum sóma. Í fyrst sinni í sögu klúbbsins tók lið þátt í sveitakeppni GSÍ í öldungaflokki og voru það konurnar sem fóru í það verkefni.  Þær voru mjög ánægðar með ferðina og stefna á að gera þetta að árlegum viðburði.  Eins og áður segir var starfið nokkuð viðburðarrík og gekk í flestum tilfellum mjög vel  þó ekki hafi allt farið eins og vonast var til. Þetta sumarið voru hnífar í sláttuvélum ekki sendir í brýningu og náð þar sparnaði. Það gekk upp en í lok júlí bilaði brautarvél þannig að hún var ónothæf það sem eftir lifði sumar. Ætlunin er að vélin verði lagfærð í vetur og tilbúin til notkunar næsta sumar. Við nutum velvildar félaga okkar í Mostra og Leyni með afnot af brautarvélum það sem eftirlifði sumars.   Gamla flatarvélin var seld til Golfklúbbs Staðarsveitar og skýrir það að hluta hagnað ársins en þrátt fyrir afborganir lána og vaxtakostnað þá er rekstur klúbbsins nokkuð góður.  Viðræður hafa verið við Grundarfjarðarbæ um framlengingu sláttusamning til ársins 2020 ásamt því að kannaður verði möguleiki á aðkomu sveitarfélagsins með eflingu barna og unglingastarfs. Er þar verið að skoða bæði uppbyggingu æfingarsvæðis í nágrenni tjaldsvæðis og einnig með akstur ungmenna út á Bárarvöll.  Einnig hefur verið rætt við landeiganda um áframhald á leigu Bárarvallar og liggur þar fyrir loforð slíkt.   Leggja þarf áherslu á að fjölga aftur félögum í klúbbnum en nokkuð hefur fækkað síðustu 3 ár og eru félagsmenn hvattir til að taka nýja félaga með á völlinn hvort sem það er í leik eða keppni.  Að lokum viljum við þakka öllum þeim sem tóku þátt í starfi klúbbsins á liðnu starfsári. Sjáumst í golfvellinum næsta sumar. 

Fh. Stjórnar Vestarr
Garðar Svansson, formaður 

Ágúst Jónsson formaður mótanefndar las skýrslu mótanefndarinnar. Þar kom fram að ýmsar nýjungar voru í sumar sem allir viðstaddir voru ánægðir með. Má þar nefna að Jónsmessumótið hefur verið endurvakið einnig var haldið fjögurra manna texas mót, einsmanns texas mót og par þrjú holu mót. Einnig var afmælismót sem haldið var í september samhliða veglegri afmælishátíð klúbbsins en klúbburinn hélt uppá 20 ára afmæli sitt í sumar.

Helga Ingibjörg Reynisdóttir formaður skálanefndar las skýrslu skálanefndarinnar. Þar var allt með hefðbundnu sniði eins og undanfarin ár.  Helga Ingibjörg gefur ekki kost á sér aftur í skálanefnd.

Guðrún Björg Guðjónsdóttir formaður kvennanefndar las skýrslu kvennanefndarinnar. Það er aðeins ein kona í kvennanefndinni að þessu sinni. Kvennanefndin sá um að bóka gistingu fyrir þær konur sem fóru í sveitakeppni, bæði  þær sem kepptu í 2.deild og svo þær sem fóru á sveitakeppni öldunga. Guðrún gefur ekki kost á sér aftur í kvennanefndina.

Aðrar nefndir skiluðu ekki inn skýrslum fyrir aðalfundinn.


4.liður
Endurskoðaðir reikningar lagðir fram. Kristín gjaldkeri fór yfir stöðuna og lítur hún bara nokkuð vel út.
Hagnaður ársins er 1.003.819 og Eigið fé og skuldir er 23.258.273

5.liður
Umræður og atkvæðagreiðslur um skýrslu stjórnar og ársreikninga.
Almenn ánægja viðstaddra með ársreikningana. Ársreikningar og skýrsla stjórnar samþykkt með lófaklappi.

6.liður
Framkomnar tillögur og fjáhagsáætlun.
Tillaga um óbreytt árgjöld samþykkt. Engar athugasemdir gerðar við fjárhagsáætlun.

7.liður
Kosning formanns.
Garðar gefur kost á sér aftur og var það samþykkt með lófataki.

8.liður
Kostning ritara og gjaldkera.
Unnur Birna og Kristín gáfu kost á sér aftur og var það samþykkt með lófataki.

9.liður
Kosning í aðrar nefndir.
Ágúst gefur kost á sér aftur í mótanefnd og var það samþykkt með lófataki.
Vallar og tækjanefnd - vísað til stjórnar
Kvennanefnd - Enginn gaf sig fram
Fjáröflunarnefnd - Heimir Þór Ásgeirsson verður formaður
Skálanefnd - Guðrún Björg Guðjónsdóttir verður formaður
Ungliða og nýliðanefnd - Vísað til stjórnar.  Umræður um samvinnu á Nesinu.
Skemmtinefnd - Jófríður Friðgeirsdóttir, Heimir Þór Ásgeirsson og Ragnar Smári Guðmundsson.

10.liður
Kosning 2 endurskoðenda og einn til vara.
Það verða sömu endurskoðendur og eru það Guðni Hallgrímsson og Eðvarð Vilhjálmsson.

11.liður
Önnur mál
- Umræða um nýjar reglur varðandi GSÍ kortin. Voru menn nokkuð ánægðir með þær.
- Tillaga að átttökugjöld í innanfélagsmótum verði 1500 kr. en ekki 1000 eins og var sl.sumar. Var það samþykkt.
- Tillaga að nefndir skili inn starfslýsingum þar sem kemur fram hvað hver nefnd á að sjá um svo það valdi engum misskilningi.
- Stjórnin búi til reglur um þátttöku í sveitakeppnum þar sem sveitakeppnin er fyrir meistaramót næsta sumar.
- Garðar las upp bréf frá Marteini í Bár. Hugleiðingar og framtíðarplön varðandi golfvöllinn. 
- Hótelmót Mostra - Vesturlandsmót kvenna á Vesturlandi. Seinasta sumar voru mótin haldin sömu helgina. Klúbburinn hefur fengið fyrirspurn frá Golfklúbbnum Mostra að færa Vesturlandsmót kvenna vegan hótelmóts þeirra. Aðalfundur samþykkir að visa því til stjórnar að Vesturlandsmót kvenna verði haldið að óbreyttri dagsetningu.
- Gústi kom með hugmynd að koma á sameiginlegu móti á Nesinu. Halda 4x 9holumót á 2 dögum. Jafnvel 72 holu mót eða 36 holur, keppendur hefðu valmöguleika.  Gætum reiknað með að hver klúbbur kæmi með 20-40 keppendur. Það þyrfti að fá styrktaraðila til að fjármagna slíkt mót.

Formaður þakkaði fundarmönnum fyrir komuna og óskaði Guðna Hallgrímssyni og Önnu Maríu Reynisdóttur til hamingju með viðurkenninguna sem þau fengu frá GSÍ.
Þakkaði einnig fráfarandi stjórnarmönnum fyrir vel unnin störf og öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn á árinu. 
Fundi slitið kl. 21.40

Unnur Birna Þórhallsdóttir
Ritari Golfklúbbsins Vestarr

  • 1

Vafraðu um

Flettingar í dag: 101
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 159
Gestir í gær: 115
Samtals flettingar: 2090486
Samtals gestir: 264097
Tölur uppfærðar: 26.10.2021 10:39:24

Tenglar