Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Færslur: 2016 Maí

24.05.2016 01:56

Stjórnarfundur 9 maí 2016

Fundargerð.

Stjórnarfundur Vestarr

Haldinn í Golfskálanum Bárarvelli

9 maí 2016.  kl. 20.30

 

Mættir. Guðni Hallgrímsson, Garðar Svansson, Heimir Þór Ásgeirsson, Kristín Pétursdóttir, Guðrún Björg Guðjónsdóttir og Anna María Reynisdóttir í forföllum Ágústs Jónssonar. Unnur Birna Þórhallsdóttir, forfölluð

 

 

1.     Fundur settur. Garðar bauð fundarmenn velkomna og sérstaklega Önnu Maríu, en hún sat fundin sem fulltrúi mótanefndar

2.     Samþykkt fundargerðar. Ekki lá fyrir fundargerð síðasta fundar og liðnum frestað til næsta fundar

3.     Brautaslátturvél. Garðar greindi frá mögulegum vélum til kaups. Lagt til að keypt yrði vél frá Englandi. Kaupverð 1.100.000. kr.  Jacobsen slf 1880. Árgerð 2007, notuð í 2300 tíma. Ástand sagt gott. Samþykkt samhljóða

4.     Vinnudagur.  Samþykkt að vinnudagur verði föstudaginn 13 maí.

5.     Vinaklúbbakeppni Vestarr og Mostra, karlar. Fyrri keppnisdagur verður 28 maí. Garðar verður liðstjóri. Farið yfir undirbúning og fl.

6.     Sveitakeppni GSÍ.  Umræður um keppnina framundan. Áríðandi að fá liðstjóra sem fyrst. Konur keppa á Selfossi og karlar í Stykkishólmi. Uppstilling liða í höndum liðstjóra en þó æskilegt að lið verði að einhverju leiti byggð á liði síðasta árs. Þar sem meistarmót verður haldið eftir sveitakeppni þá er eiga reglur um val í sveitalið ekki við að þessu sinni.

7.     Reglugerðabreytingar hjá GSÍ. Garðar fór stutt yfir þær reglugerðarbreytingar sem hafa verið kynntar á heimasíðu GSÍ og í tölvupóstum.

8.     Starf nefnda.

a.        Kvennanefnd, ekki er formleg kvennanefnd en konur hafa þó hist á súpufundi og er kvennastarf að fara af stað. Konukvöld á mánudögum.   b.       Skálanefnd, Guðrún hefur leitað til Svans og Rósu um að vera í skálanefnd.  

c.        Mótanefnd hefur sett inn á golf.is mót sem verða á Bárarvelli. Eru mót fyrrihluta sumars kominn inn en von á öllum mótum fljótlega á golf.is.  Ekki er enn kominn styrktaraðili fyrir mótaröð Vestarr.

Farið yfir mótsgjöld sumarsins, sjá önnur mál. Samkvæmt mótaskrá eru um 21 mót á dagskrá sumarsins á Bárarvelli. Aukamót eins og skemmtimót verða sett inn eftir veðri og eftirspurn.   

d.        Vallarnefnd hefur ekki fundað formlega enn, áríðandi að hún hittist og fari yfir verkefni sem þarf að vinna á vellinum í sumar.                                                                              e.           Fjáröflunarnefnd er við störf og hafa fyrirtæki tekið í flestum tilfellum vel í styrkbeiðnir. 

9.     Næsti fundur.  Lagt til að næsti fundur verði miðvikudag 25 maí.

10.                        Önnur mál. 

a.     Vesturlandsmót Kvenna. Ekki er sátt um þá ákvörðun að færa til Vesturlandsmót kvenna. Kvennanefndir á vesturlandi stefna á að hittast og ræða hvaða möguleikar eru í stöðunni. Konur í Vestarr sem eru mótshaldarar þetta árið vilja helst halda óbreyttri dagsetningu.

b.     Kristin fór yfir möguleg frystiskápakaup. Þörf er á litlum frystiskáp vegna geymslu á matvörum, þó í litlu mæli. Guðni og Kristín mun skoða þetta saman.

c.      Skoða þarf stöðuna í holuflöggum og stöngum. Því miður er líftími flagga einungis 1 sumar og því þörf á reglulegri endurnýjun.

d.     Gjaldskrá móta og fl.  Farið var yfir gjaldskrá móta og sölu kaffikorta. Lagt til að mótsgjald í mótaröð verði kr. 2000. Og það sama í Bikarkeppni.  Kaffikort fyrir 1. á kr. 3000.-

 

 

                                                                                                                            Fundi slitið kl. 21: 38

               Garðar Svansson

23.05.2016 23:03

Bikarkeppni 2016


Dregið var í Bikarkeppni Vestarr 2016 á sunnudaginn.

Niðurröðun keppenda er eftirfarandi.
12.05.2016 14:14

Stjórnarfundur 26.04.2016

Stjórnarfundur Golfklúbbsins Vestarr haldinn í golfskálanum að Bárarvelli þann 26.04.2016 kl.20.30

Mættir: Garðar Svansson, Guðrún Björg Guðjónsdóttir, Guðni Hallgrímsson, Ágúst Jónsson, Kristín Pétursdóttir og Unnur Birna Þórhallsdóttir.

1.   Mótaskrá. Farið var yfir mótaskrána. Formenn klúbbanna ætla að hittast og ræða kvennamótin, fyrirkomulag þeirra og fl.. Búið er að færa Vesturlandsmót kvenna. Ýmsar dagsetningar voru ræddar en enginn ákvörðun tekin. Konur í stjórn Vestarr voru ekki ánægðar með þessa ákvörðun formanna.

2.   Starfsmannamál.  Guðrún Björg verður í skála. Gummi Reynis verður eitthvað í sumar en verður þó í fríi í júní.  Ekki er vitað með aðra starfsmenn. Það þarf að fara á stúfana sem fyrst og leysa þau mál.

3.   Jökulmílan 2.júlí.  Það þarf að kaupa fleiri borð og ýmislegt annað. Fara vel yfir hvað á að hafa mikið af brauði og súpu.

4.   Vélamál. Búið er að panta brýningu fyrir það sem þarf. Garðar er að leita að brautarvél. Umræða kom upp á sameiginlegum fundi klúbbanna að samnýta vélar og fá veltikött.

5.   Fyrirspurn frá LEK að spila á vellinum fyrir 3000.-  Það var auðsótt mál.

6.   Samstarf klúbbanna á Nesinu.  Það stendur til að efla kennslumálin.  Að samnýta vélar og tæki.  Ef eitthvað sem snertir alla klúbbana að bera sig þá saman.  Það mun áfram vera 500.- vallargjald á milli klúbbanna.  Mótanefndir skoði sameiginlega HSH mótið.  Landsbankinn styrkir alla klúbbana með sömu upphæð.

7.   Nefndir.  Mótanefndin er fullmönnuð: Gústi, Gunni, Anna M., Systa, Eddi og Ragnar Smári

Skálanefnd er aðeins ein manneskja sem er Guðrún Björg en hún ætlar að reyna að fá einhvern með sér.  Fjáröflunarnefnd: Heimir og ?. Í vallarnefndinni eru Guðni, Bent, Kjartan og Steinar. Það hefur enginn boðið sig fram í kvennanefndina og munu stjórnarkonur boða til súpufundar í næstu viku.  Í nýliða- og unglinganefnd er enginn ennþá.

8.   GSÍ kort.  Klúbbarnir fá fleiri kort en vanalega en það mun kosta 1500.- á alla velli.

9.   Sveitakeppni GSÍ.  Við þurfum að finna fyrirliða fyrir bæði karla og kvennaliðin. Alls ekki seinna en um miðjan maí.

10Önnur mál.  Það þarf að lyfta verkfæragáminum um 50 cm. Það flæddi inní hann í vetur og lá við  stórskemmdum.                                                                                                                                         

      Það þarf að skipta um hurð í skála. Búið að ræða við smið vegna þess.  Gamla hurðin fer í settagáminn.   Vinnudagur verður fljótlega.                                                                                             Vinabæjasamningur var gerður við Golfklúbbinn í Sandgerði.                                                                 Rætt var um að kaupa lítinn frystiskáp.  Einnig var rætt um hljóðdempandi plötur í loftið. 

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.10.00

Unnur Birna Þórhallsdóttir

Ritari Golfklúbbsins Vestarr

  • 1

Vafraðu um

Flettingar í dag: 468
Gestir í dag: 162
Flettingar í gær: 462
Gestir í gær: 175
Samtals flettingar: 2112867
Samtals gestir: 270376
Tölur uppfærðar: 1.12.2021 12:21:46

Tenglar