Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Færslur: 2016 Júní

29.06.2016 09:49

Jökulmílan 2016


Á næsta laugardag fer fram á Snæfellsnesi reiðhjólakeppnin Jökulmílan

Upphaf og endir keppninar er í Grundarfirði og hefur Golfklúbburinn Vestarr nokkra aðkomu að þessu móti en hlutverk Vestarr er að sjá um nesti fyrir keppendur og súpu í mótslok.

Óskað er eftir aðstoð félagsmanna við framkvæmdina og eru
þeir sem geta aðstoðað hvattir til að hafa samband við Garðar í síma 6621709 eða á facebook síðu klúbbsins  

Á föstudaginn verður hist upp í skóla og gengið frá nesti fyrir keppendur, smurt brauð og fl.
Mætin kl. 14.00 í Grunnskólanum.

Einnig er það á ábyrgð okkar að manna drykkjarstöðvar á meðan keppnin stendur. Þörf er á 1 til 2 starfsmönnum á hverja stöð.
Drykkjarstöðvar eru á eftirfarandi stöðum og einnig opnunartími þeirra,


Hraunkot, 10.30 til 11.30
Búðir 11.00 til 13.30
Stykkishólmur 12.00 til 16.00
Bjarnarhöfn 12.30 til 17.00


Jökulmílan er einn af lengstu hjólreiðaviðburðum sem eru skipulagður árlega á Íslandi. Hringurinn meðfram strandlengju Snæfellsness, vestur fyrir Jökul og til baka um Vatnaleið er um 162 km langur, eða rétt rúmlega 100 mílur. Jökulmílan er því "100 mílureið" eða á ensku "Century Ride" sem er vinsæl tegund hjólreiðaviðburða víða um heim. Eins og tíðkast með slíka viðburði, viljum við skipuleggjendur Jökulmílunna höfða til breiðs hóps hjólreiðamanna.

20.06.2016 11:46

Par 3 holu mót.


Par þrjú holu mót í kvöld þriðjudag, Mótið hefst kl: 20.00. Golfvelli verður breytt í par þrjú holu völl. 

 

09.06.2016 10:25

Stjórnarfundur 30.05.2016

Stjórnarfundur Golfklúbbsins Vestarr 30.05.2016  kl.20.00

haldinn í golfskála að Bárarvelli

Mættir: Kristín Pétursd., Guðrún Björg, Garðar Svansson, Ágúst Jónsson, Heimir Þór og Unnur Birna

1.    Fundur settur

2.    Fundargerðir seinustu tveggja funda. Samþykktar

3.    Brautarvélin kemur til landsins í fyrramálið. Við fengum styrk fyrir flutningnum á henni. Þurfum að leysa úr tolli og borga VSK.  Heildarverð á vélinni verður ca.1.300.000.-  Höfum verið að fá lánaða vél frá Ólafsvík og hafa samskipti við þá verið góð.

4.    GSÍ kortin eru komin. Þurfum að panta fleiri þar sem ekki öll bárust.

5.    Búið að skrá 4 lið í Íslandsmót golfklúbba. Ásgeir Ragnarsson tekur væntanlega að sér liðstjórn karlanna og Guðni Hallgrímsson fyrir öldungana.  Ekki var búið að ganga frá liðstjóramálum fyrir kvennaliðin.  Liðin sjá sjálf um að redda gistingu.  Ákveðið var að ein upphæð væri fyrir allar sveitirnar. Vera búin að ákveða hana fyrir næsta fund. Upphæðin á að miðasts við að dekka gistingu, morgunmat og hádegismat.

6.    Nefndir. Farið var yfir störf nefnda.

7.    Dagskrá framundan.  Sjómannamótið, Bikarkeppnin er byrjuð og fyrstu umferð á að vera lokið þann 15.júní.  Rætt um tveggja daga mótið, sem áætlað er, Jónsmessumótið og fleira.

8.    Næsti fundur ákveðinn þann 13.júní kl.20.00

9.    Önnur mál.  Það þarf að brýna sláttuvélina.  Rætt um að setja nýjar merkingar á völlinn. Unnur ætlar að ræða við fyrirtækið Krums og athuga verð og útlit.  Enn og aftur var talað um að setja upp skilti við endann á Grundargötunni þar sem stendur á golfvöllur. Er hugsað fyrir þá krakka og unglinga sem vilja fara á völlinn en vantar far.

10. Formaður þakkaði Guðrúnu Björgu fyrir gott starf fyrir klúbbinn í hreyfivikunni og sleit fundi kl.21.00

 

Unnur Birna Þórhallsdóttir

Ritari Golfklúbbsins Vestarr

 

  • 1

Vafraðu um

Flettingar í dag: 101
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 159
Gestir í gær: 115
Samtals flettingar: 2090486
Samtals gestir: 264097
Tölur uppfærðar: 26.10.2021 10:39:24

Tenglar