Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Færslur: 2016 Október

06.10.2016 15:12

Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Golfklúbbsins Vestarr haldinn 22.08.2016 kl. 19.30

í golfskálanum að Bárarvelli

Mættir: Garðar Svansson, Guðni Hallgrímsson, Kristín Pétursdóttir og Unnur Birna Þórhallsdóttir

1.    Fundur settur

2.    Fundargerð seinasta fundar samþykkt

3.    Vesturlandsmót kvenna. Það vantar karla til aðstoðar. Þeir sem eru til taks eru: Gulli, Garðar, Guðni, Gústi og  Eddi.

4.    Vallarnefnd. Það verður starfsdagur á föstudaginn kl. 16.00. Það þarf að setja upp tjald fyrir Vesturlandsmótið, taka holur, raka bönkera, ná í  stóla og borð og yfirfara merkingar.

5.    Nefndir. Það vantar fulltrúa allra nefnda nema vallarnefndar.

6.    Fjármálastaðan. Erum orðin frekar aðþrengd. Allir styrkir eru komnir inn. Garðar er búinn að fá tilboð í sláttarkeflin.

7.    Árshátíð. Ekkert að frétta af henni.

8.    Aðalfundur verður haldinn þann 20.nóv. í golfskálanum. Boðið verður uppá bakkelsi með kaffinu.

9.    Önnur mál. Ekkert undir þeim lið.

 

Fundi slitið kl.20.10

 

Unnur Birna Þórhallsdóttir

Ritari Golfklúbbsins Vestarr

  • 1

Vafraðu um

Flettingar í dag: 450
Gestir í dag: 161
Flettingar í gær: 462
Gestir í gær: 175
Samtals flettingar: 2112849
Samtals gestir: 270375
Tölur uppfærðar: 1.12.2021 11:50:24

Tenglar